Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 43
24.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 þeysireiðinni. Mættu knaparnir mikilli gest- risni af hálfu innfæddra, sem vildu allt fyrir þau gera. „Sumum fannst við þó mjög skrítin enda höfðu margir einfaldlega aldrei séð ljós- hært fólk með blá augu, en margir knaparnir höfðu þannig útlit, og þá var starað á þau. Svo voru þau líka eitthvað að fikta í dótinu okkar og skoða hluti sem þau höfðu ekki séð áður. Flestir innfæddra þarna höfðu bara ekki séð neitt annað en slétturnar allt sitt líf.“ Aníta segir að gistingarnar hafi verið ákveðinn kafli út af fyrir sig. „Við vorum með uppblásnar dýnur og svefnpoka og flestir sváfu í öllum fötunum að krókna úr kulda. Hins vegar fékk ég svakalega góðan svefn- poka frá Fjallakofanum sem er mjög léttur og hlýr. Ég var sú eina sem var ekki að deyja úr kulda á nóttunni heldur svaf ég bara hálf- ber í mínum og leið bara mjög vel. Það er svo mikill munur á nóttu og degi, sjóðandi heitt á daginn og nístingskuldi á nóttunni. Ég var líka í Snæfell-jakkanum frá 66° Norður og reyndist hann mér mjög vel.“ Aníta segir að ævintýrið sé ekki fyrir við- kvæma eða pempíur og rifjar hún upp þegar hún fékk lítinn næturgest til sín. „Það var allt morandi í veggjalús, köngulóm, mosk- ítóflugum og alls konar furðulegum pöddum. Eina nóttina sá ég litla mús gægjast upp úr holu við hliðina á dýnunni minni. Það var líka skrítið að komast ekki í sturtu eða fá afnot af klósetti. Klósettin þarna voru hola í jörðinni með smá spýtum í kring og tjaldi. Lyktin var hræðileg og alls konar pöddur sóttu í þessa framandi aðstöðu. Ég hugsa að ég muni þakka fyrir sturtu, klósett og rúm það sem eftir er.“ Fór óvart til Kína Aníta var með þeim efstu fyrst um sinn í kappreiðunum. Hins vegar þegar hún var að ríða frá 19. stöð að þeirri 20. villtist hún af leið, sem kostaði hana líklega um heilan dag. „Það var frekar svekkjandi. Ég var yfirleitt að taka um þrjár stöðvar á dag, eða um 120 kílómetra í senn, og einn daginn var ég sér- staklega heppin með hesta og náði þá fjórum stöðvum. Ég var búin að vera að ríða ein með GPS og gekk það vel. En þarna fór ég ein- hverja vitleysu og í rauninni er hægt að segja að ég hafi riðið til Kína,“ segir Aníta og skell- ir upp úr. „Ég endaði með að sækjast eftir hjálp. Við fengum svona SOS-takka sem við gátum nýtt okkur ef eitthvað kom fyrir en í staðinn fengum við refsistig. Ég var flutt í búðirnar en fékk svo latan hest, sem endaði með því að ég var keyrð þarna restina af spölinum á stöð 20. En ég var bara sátt við að hafa klárað keppnina. Það var líka svo gaman að ríða með síðasta hópnum, þau voru svo afslöppuð og nutu þess bara að vera þarna. Þegar ég var með þeim fyrstu var pressan svo gríðarleg og keppnisskapið svo mikið að ég naut þess ekki eins vel. Það sem mér finnst best við þessa keppni er að það er ekki endilega verið að verðlauna einhvern einn, það eru allir sigurvegarar sem klára.“ Hestaáhuginn kom í móðurkviði Blaðamaður spyr Anítu út í yngri ár og mynd af hestum á veggjum heimilisins gefur til kynna að hér sé á ferð mikil áhugamanneskja um hesta. Fjölskyldan hefur væntanlega ver- ið mikið í hestum? „Nei, það er enginn í hestamennsku í fjölskyldunni, ótrúlega skrít- ið. Þetta er bara meðfæddur áhugi, býst ég við. Það fannst öllum þetta voða skrítið,“ seg- ir Anita og hlær. „Þegar ég var tíu ára fékk ég Stóru hestabókina í jólagjöf.“ Bókin hefur að geyma öll helstu hestakyn í heiminum og segir Aníta að hún hafi lært þau öll og kunn- að utanbókar. „Ef ég sá hest í sjónvarpinu vissi ég nákvæmlega af hvaða hestakyni hann var og ég gat sagt allt um hann, eiginleika hans, hvernig væri að vera á baki, uppruna og þar fram eftir götunum. Ég var algjörlega hestasjúk og er enn.“ Þegar Aníta var sex ára gömul fékk hún að fara á reiðnámskeið, sem var þó aðeins fyrir börn sjö ára og eldri. „Ég tuðaði svo mikið í mömmu að við fengum undanþágu. Upp frá því fór ég að biðja um hest og fékk fyrsta hestinn 14 ára gömul,“ útskýrir Aníta. Þá varð ekki aftur snúið. 16 ára gömul var hún komin í sveit og vann við að temja og þjálfa hesta á sumrin samhliða skóla. „Þegar ég var 18 ára gömul gat ég ekki lengur sætt mig við að vera í skóla og aðeins með nokkra hesta í hesthúsi á veturna, svo ég sótti um í Bænda- skólanum á Hólum. Þá var ekki skilyrði að vera með stúdentspróf eins og er frekar strangt í dag. Ég komst inn og kláraði fyrsta og annað ár árið 2003 og tók mér síðan gott hlé þar til ég útskrifaðist árið 2013.“ Vill leiðrétta misskilning um íslenska hestinn Í millitíðinni lagði Aníta land undir fót og heimsótti Kentucky í Bandaríkjunum, þar sem hún tamdi og sýndi íslenska hestinn á hestasýningum. Einnig fór hún til Sviss að temja og þjálfa íslenska hesta. „Ég tók þátt í stærstu hestasýningu í heimi, sem nefnist Apassionata, og var það draumi líkast, eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert um æv- ina. Mikið er lagt í sýninguna, þar sem knap- ar eru í alls konar búningum, málaðir í fram- an, og þetta er virkilega sjónrænt og skemmtilegt. Þar var ég að kynna íslenska hestinn.“ Aníta segir að mikill misskilningur sé er- lendis um íslenska hestinn. Hann þyki víðast hvar frekar vera smár skrauthestur heldur en sá kraftmikli og stælti hestur sem hann sé. „Það er mjög leiðinlegt hversu algengt það er að fólk telur hann ekki merkilegan. Ís- lenski hesturinn er mjög kröftugur hestur og að auki hefur hann þann sérstaka eiginleika að hafa fimm gangtegundir. Yfirleitt eru hestar aðeins með þrjár gangtegundir svo að þetta er einstakt en það gerir þjálfunina flóknari fyrir vikið,“ segir Aníta. Þó nokkur fjöldi hesta er fluttur út, sérstaklega til Þýskalands og Skandinavíu og aðeins til Bandaríkjanna. Þeir finnast þó víða um heim og til að mynda er íslenski hesturinn kominn til Hawaii. „Að kynna íslenska hestinn erlendis er í raun ástríða mín og mér finnst fátt jafn áhugavert og að leiðrétta þennan misskilning, sýna flotta hesta með góðum reiðmönnum og afhjúpa raunverulegt andlit þeirra.“ Hvað tekur nú við? „Ég verð að viðurkenna að mig langar að skjótast til útlanda og taka lífinu rólega á ströndinni. Annars eru ýmsar hugmyndir á döfinni sem verða að fá að koma í ljós síðar. Ég hugsa að það sé fátt sem falli ekki í skuggann á þessu ævintýri en það verður að koma í ljós. Í það minnsta hefur tamninga- gjaldið hækkað töluvert eftir þetta, ætli nokk- ur hafi efni á mér?“ segir þessi flotta hesta- kona hlæjandi að lokum. Morgunblaðið/Kristinn Aðeins fjórir knapar héldust á baki alla leiðina af 48 keppendum, enda er riðið á lítið tömdum hest- um. Aníta var ein af þessum fjórum sem héldust á baki en hinir þrír voru líka konur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.