Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Síða 44
Tímalína
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.8. 2014
2012
2013
2014
Á toppi ferilsins
Þriðja plata Timberlake,The 20/20 Experience, kom
út í mars 2013.Timberlake var tilnefndur til Grammy-
verðlauna fyrir plötuna sem kom út í tveimur hlutum en
hinn hluti plötunnar ber heitið The 20/20 Experience – 2
of 2. Plöturnar hlutu gríðarlega góða dóma en lagið „Suit
& tie,“ sem er aðallag plötunnar, syngur Justin Timber-
lake ásamt Jay Z. Þetta var fyrsta lag sem söngvarinn tók
opinberlega eftir fjögurra ára pásu frá söngnum.
Þann 19. október 2012 gekk Justin Tim-
berlake að eiga Jessicu Biel við hátíðlega
athöfn í Puglia á Ítalíu. Justin lýsti
brúðkaupinu sem töfrandi stund í samtali
við tímaritið People. Brúðurin ljómaði
í fallegum, bleikum kjól úr hátískulínu
tískuhússins GiambattistaValli en brúð-
guminn klæddist sérgerðum smóking frá
Tom Ford. Í brúðkaupinu söng Timberlake
frumsamið lag til nýju eiginkonunnar.
AFP
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Justin Timberlake gantast
við mótleikkonu sína úr
kvikmyndinni Friends with
benefits, Milu Kunis, og grípur um brjóst hennar á MTV verð-
launaafhendingunni.
Kvikmyndirnar In time, sem Timberlake fer með aðalhlutverkið
í ásamt leikkonunni Amöndu Seyfried, og Bad Teacher sem hann
leikur í ásamt fyrrverandi kærustu sinni, Cameron Diaz, voru ein-
nig frumsýndar sama ár.
Justin Timberlake trúlofaðist kærustu sinni til fimm ára, Jessicu
Biel og bað hennar með sérgerðum trúlofunarhring í árlegu
skíðaferðalagi parsins til Montana í Bandaríkjunum.
2011
HANN ER EIN SKÆRASTA STJARNA HEIMS. ERFITT ER AÐ FINNA STARFSTITIL Á
JUSTIN TIMBERLAKE, ÞAR SEM HANN HEFUR KOMIÐVÍÐAVIÐ EN ÞEKKTASTUR ER
HANN ÞÓ FYRIR SÍNA FÖGRU RÖDD.TIMBERLAKE ER EINNIG KNÁRVIÐSKIPTA-
MAÐUR, FLOTTUR LEIKARI OG HEFUR LÁTIÐ GOTT AF SÉR LEIÐA MEÐ ÝMSUM
GÓÐGERÐARVIÐBURÐUM OG FRAMLÖGUM ÚR EIGINVASA.
S
öngfuglinn og stórstjarnan Justin
Timberlake er einstaklega hæfi-
leikaríkur maður. Eins og mörgum
er kunnugt hóf hann feril sinn þegar
hann tók þátt í tveimur hæfileikakeppnum
sem var sjónvarpað, Star Search og The All-
New Mickey Mouse Club. Eftir þáttaraðirnar
varð hann hluti af vinsælli popphljómsveit,
strákabandinu ‘N sync, en þar var hann
yngstur meðlima og jafnframt aðalsöngvari.
Þegar ‘N sync leið undir lok árið 2002 gaf
Timberlake út sína fyrstu breiðskífu, Justi-
fied. Sú plata markaði upphafið að farsælum
ferli og talið er að hann sé á toppi ferils síns í
dag. Hann hefur gefið út fjórar plötur og un-
nið með fjölbreyttu tónlistarfólki, þar á meðal
Madonnu, Janet Jackson og Snoop Dogg.
Splunkunýtt lag, Love never felt so good, eftir
Michael Jackson er unnið í samstarfi við Tim-
berlake. Lagið var í bígerð þegar Jackson féll
frá. Hins vegar var ákveðið að gefa lagið út og
Timberlake fenginn til þess að syngja með í
því. Lagið hefur vægast sagt slegið í gegn.
Hann hefur leikið í fjórum kvikmyndum
sem hafa fengið ágætis dóma og þykir hinn
prýðilegasti leikari. Ekki er líf hans þó
eintómur leikur, söngur og dans því stór-
stjörnunni vegnar einnig einstaklega vel í
viðskiptum. Hann á hlut í þremur vinsælum
veitinga- stöðum í Bandaríkjunum, tveir af
þeim eru í New York, Destino og Southern
Hospitality og einn í Californiu, Chi. Þá
stofnaði hann fatamerki ásamt æskuvini
sínum, Juan Ayala, árið 2005 og hefur gengið
vel síðan þá hjá þeim félögum. Ein lína
þeirra félaga var hönnuð með Elvis Presley
í huga enda útskýrði Ayala að Elvis væri hin
fullkomna blanda af sér og Timberlake.
Árið 2007 keypti Timberlake golfvöll í
heimabæ sínum, Millington í Tennessee í
Bandaríkjunum. Golfvellinum, Big Creek
Golf Course, var tímabundið lokað og gerður
upp því Timberlake vildi að golfvöllurinn
yrði umhverfisvænn. Fyrir vikið hlaut hann
nokkrar viðurkenningar og verðlaun fyrir
framlag sitt til umhverfisins. Golfvöllurinn
hefur verið mikið í notkun og hefur Timber-
lake staðið fyrir ýmsum golfviðburðum í
tengslum við góðgerðarmál. En Timberlake
sinnir góðgerðarmálum ekki aðeins á vell-
inum. Hann hefur gefið frá sér og safnað
ótrúlegum fjárhæðum fyrir ýmis málefni og
er eftirsóttur í að sinna slíkum hlutverkum í
ljósi þess að hann er óumdeildur og þykir góð
fyrirmynd. Við bjóðum Justin Timberlake
velkominn til Íslands!