Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.8. 2014
BÓK VIKUNNAR Mamma segir er fyrsta skáldsaga hinnar
dönsku Stine Pilgaard, sjarmerandi og skemmtileg saga sem
fékk afar góða dóma í heimalandinu.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Lífið að leysa, smásagnasafn Nóbels-verðlaunahafans Alice Munro, er íþriðja sæti metsölulista Eymunds-
son þessa vikuna. Enginn þarf að efast
um bókmenntagildi þeirra sagna og
ánægjulegt er að lesendur skuli taka
þeim fagnandi, enda sannarlega ekki
ástæða til annars. Vonandi verður þessi
góða bók á metsölulista næstu vikur.
Vor- og sumarútgáfan á þýddum
skáldverkum þetta árið hefur sannast
sagna ekki verið sérstök. Þýðing Silju
Aðalsteinsdóttur á smásögum Alice
Munro kemur því eins og himnasending.
Um leið er ástæða til að þakka fyrir það
að metnaðarfullir þýðendur skuli enn
finnast. Vonandi munu þeir halda áfram
að gleðja lesendur
með þýðingum sín-
um á góðum bók-
menntum og sígild-
um. Það er svo
margt sem eftir á að
þýða og þeim bóka-
forlögum sem bless-
unarlega eru enn til
ber menningarleg
skylda til að hlúa að
útgáfu heims-
bókmennta.
Það er ástæða til
að hvetja bókelskt fólk til að lesa smásög-
ur Alice Munro, sem er höfundur sem
kann svo vel þá list að segja margt í fáum
orðum. Sögur hennar eru vandlega unnar
og skrifaðar af djúpum skilningi á mann-
legu eðli og tilfinningum sem við þekkj-
um flest öll og geta verið svo skrýtnar og
óútreiknanlegar. Það er líka gott að fá í
kaupbæti innihaldsríkan eftirmála um
höfundinn og bækur hennar, sem þýð-
andinn Silja Aðalsteinsdóttir skrifar.
Þótt kiljan sem geymir þessar góðu
sögur sé í alla stað smekkleg hefðu ýmsir
eflaust viljað fá gæðasögur eins og þess-
ar í fallegri innbundinni útgáfu. Slíkt
skiptir máli fyrir bókasafnara sem eru
stoltir af bókaeign sinni og horfa reglu-
lega blíðum augum á bókaskápa sína og
bækurnar sem þar raðast stoltar saman,
bústnar og sællegar. Þær eru miklar ger-
semar sem gleðja eigendur sína óendan-
lega.
Bókaforlög sem gefa út heims-
bókmenntir og kjósa að hafa þær í kilju
mættu íhuga hvort ekki væri ráð að gefa
viðkomandi verk einnig út innbundið en
þá í litlu upplagi fyrir þá sem vilja allra
helst eiga fagurbókmenntir í slíkum út-
gáfum.
Orðanna hljóðan
GLEÐI-
LEG
SENDING
Alice Munro
Frábært smá-
sagnasafn
H
undrað ár eru frá fæðingu
finnlandssænska rithöfund-
arins og myndlistamannsins
Tove Jansson sem þekktust
er fyrir bækur sína um
Múmínálfana, en þær hafa verið þýddar á
fjölmörg tungumál og komu út hér á landi í
þýðingu Steinunnar Briem á árunum 1968-
1972. Í tilefni afmælisársins mun Forlagið
endurútgefa bókina Hvað gerðist þá? sem
kom út hér á landi árið
1992. „Þetta er ein af perl-
unum hennar Tove sem
margir vita ekki af, mynda-
bók í bundnu máli skrifuð
fyrir lítil börn,“ segir Sig-
þrúður Gunnarsdóttir rit-
stjóri hjá Forlaginu. „Þetta
er óskaplega falleg bók
með glugga á hverri ein-
ustu blaðsíðu þannig að opnurnar á undan
og eftir gægjast í gegn. Böðvar Guð-
mundsson þýddi þessa bók afar vel en hún
fór frekar lágt þegar hún kom út fyrst og
þess vegna er gaman að endurútgefa hana
núna á afmælisárinu. Síðan stendur til að
endurútgefa sögubækur Tove frá og með
næsta ári, bækur eins og Pípuhatt karla-
karlsins, Örlaganóttina, Vetrarundur í
Múmíndal og fleiri.“
Hversu miklar eru vinsældir bóka Tove
Jansson hér á landi?
„Hún á sér tryggan aðdáendahóp, sem er
kannski ekki mjög stór en kallar eftir bók-
um hennar, og þá er það okkar sem vinnum
við bókaútgáfu að halda þeim á markaði.
Þegar bækur hennar komu fyrst út í ís-
lenskri þýðingu í kringum 1970 urðu þær
ekki metsölubækur en ákveðinn hópur varð
strax óskaplega skotinn í þeim og hefur
haldið tryggð við þær síðan.
Sumir segja að bækurnar um Múmín-
álfana séu alls ekki barnabækur en það er
ekki rétt. Mjög mörg börn hafa gaman af
Múmínálfunum og jafnvel ung börn, en
bækurnar eru ekki síður fyrir fullorðna því
þær eru djúpvitrar, skemmtilegar, sniðugar
og vel plottaðar. Þetta eru góðar sögur sem
hægt er að lesa svo miklu meira úr en
yfirborðið gefur til kynna. Tove hefur verið
afskaplega merkileg manneskja, frjór
listamaður, djúpur hugsuður og mikill húm-
oristi. Bækurnar gleðja við hvern lestur og
hver lesandi sækir sitt í þær. Sumir eru
hrifnastir af heimspekinni og halda þá
kannski mest upp á Múmínpabba, aðrir eru
hrifnastir af leiknum, húmornum og ærsl-
unum og halda þá upp á aðrar persónur.“
Last þú bækur Tove sem krakki?
„Ég las eitthvað af þessum bókum sem
krakki en var samt ekki eins mikill aðdá-
andi og systir mín. Ég hef svo kynnst þess-
um bókum mjög vel á fullorðinsaldri því
Forlagið hefur verið að endurútgefa þær á
undanförnum tíu árum og við hvern lestur
finn ég eitthvað nýtt í þeim. Bækurnar um
Múmínálfana eru tímalausar og sígildar.
Það gildir ekki síður um þýðingar Stein-
unnar Briem sem standast tímans tönn bet-
ur en nokkrar þýðingar sem ég hef búið til
prentunar. Steinunn var góður stílisti og
góð íslenskumanneskja og það er varla að
maður hniki til orði í þýðingum hennar.“
Á NÆSTA ÁRI STENDUR TIL AÐ ENDURÚTGEFA SÖGUBÆKUR TOVE JANSSON
Bækur sem gleðja
„Tove hefur verið afskaplega merkileg manneskja, frjór listamaður, djúpur hugsuður og mikill húm-
oristi,“ segir Sigþrúður sem heldur hér á bókinni Hvað gerðist þá? sem kemur út í næsta mánuði.
Morgunblaðið/Kristinn
Í TILEFNI ÞESS AÐ HUNDRAÐ ÁR
ERU FRÁ FÆÐINGU TOVE JANS-
SON ENDURÚTGEFUR FORLAGIÐ
BÓK HENNAR HVAÐ GERÐIST ÞÁ?
SEM ER MYNDABÓK Í BUNDNU
MÁLI OG KOM FYRST ÚT HÉR Á
LANDI ÁRIÐ 1992.
Tove Jansson
Ég er frá Litháen og þegar ég var þar í skóla las ég mikið eftir Sal-
omeja Néris, litháískt ljóðskáld. Þegar ég kom til Íslands fyrir
fjórum árum, fimmtán ára gamall, sendi litháísk vinkona mín mér
bækur eftir litháíska höfunda og þar á meðal skáld-
sögu eftir Teklé Kavtaradzé, sem sautján ára
gömul skrifaði skáldsöguna, Berfættur í stórborg-
inni um nótt, sem fjallar um strák og vini hans og
minnti mig dálítið á sjálfan mig. Ég las þessa skáld-
sögu fjórum sinnum og hún er ein af uppáhalds-
bókum mínum. Norska skáldkonan Herbjørg
Wassmo er í uppáhaldi, sérstaklega þríleikur
hennar um Dinu. Ég er mjög hrifinn af japanska
höfundinum Haruki Murakami og er að lesa
1Q84 og The Wind-Up Bird Chronicle. Þetta eru fyrstu skáldsög-
urnar sem ég les á ensku og ég skil allt. Mig langar til að lesa bæk-
ur á íslensku en er dálítið hikandi við að byrja. En það kemur að
því.
Ég hef áhuga á ljósmyndum og skoða mikið ljósmyndabækur. Ég
heyrði ljósmyndarann RAX tala um myndir sínir og ferðalög á
sýningu sem hann hélt. Eftir það fór ég að skoða ljósmyndabækur í
Ljósmyndasafninu og fann bók með myndum litháíska ljósmynd-
arans Antanas Sutkus. Sú bók var við hliðina á ljósmyndabókum
RAX og það gladdi hjarta mitt að sjá ljósmyndara frá heimalandi
mínu við hliðina á þessum heimsfræga íslenska ljósmyndara
Í UPPÁHALDI
LAIMONAS DOMAS BAR-
ANAUSKAS LJÓSMYNDARI
Laimonas Domas er 19 ára ljósmyndari frá Litháen sem er búsettur hér á
landi og er að búa sig undir að lesa bækur á íslensku.
Morgunblaðið/Styrmir KáriHaruki Murakami