Morgunblaðið - 07.06.2014, Side 17

Morgunblaðið - 07.06.2014, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014 Félagar úr Thorvaldsensfélaginu afhentu í vikunni sumarbúðunum í Reykjadal peningagjöf að upphæð 1,5 milljónir króna til styrktar starfseminni. Peningarnir eru af- rakstur sölu jólafrímerkis félags- ins en það var selt í hundraðasta sinn fyrir síðustu jól. Sumarstarf Reykjadals, sem rekinn er af Styrktarfélagi lam- aðra og fatlaðra, hófst í sl. viku og mun standa fram í ágúst. Árlega dvelja þar um 250 börn og ung- menni sem geta ekki vegna fötl- unar sinnar sótt aðrar sumar- búðir. Fram kemur í tilkynningu að Thorvaldsensfélagið hafi gefið út jólamerki fyrir hver jól frá árinu 1913. Merkin eru myndskreytt af mörgum af þekktustu listamönn- um þjóðarinnar en ágóðann hefur félagið gefið til góðgerðarmála í þágu barna. Í Reykjadal Félagar úr Thorvaldsensfélaginu afhentu fjárstyrkinn. Styrktu Reykjadal  Afrakstur sölu á jólamerki Thor- valdsensfélagsins í fyrra nam 1,5 millj. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Nokkur dæmi eru um endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningum hér á landi frá fyrri árum. Sú um- fangsmesta var í hinum sögulegu borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík vorið 1978. Þá voru öll at- kvæði, önnur en þau sem kjörstjórn hafði sérstaklega úrskurðað um, endurtalin. Samtals voru þetta um 47 þúsund atkvæði. Yfirstjórnin sagði að ástæðan fyrir endurtalningunni væri níu atkvæða munur sem komið hefði í ljós á af- hentum kjörseðlum og nokkur brögð hefðu verið að því við talninguna að kjörseðlar hefðu flokkast ranglega. Geysispennandi kosninganótt Vera má að það hafi einnig haft áhrif að tiltölulega fá atkvæði réðu því að Sjálfstæðisflokkurinn missti að þessu sinni hálfrar aldar meiri- hluta sinn í borgarstjórn. Það var þó ekki flokkurinn sem óskaði eftir end- urtalningunni, heldur var það ákvörðun yfirstjórnar. Talningin í borgarstjórnarkosn- ingum 28. maí 1978 var geysispenn- andi. Alveg fram undir morgun leit út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn héldi meirihluta sínum. Svo virtist þó sem á þriðja hundrað atkvæða vant- aði, en þau fundust óvænt í dögun meðal tómra kjörkassa. Sigurvegari kosninganna var Alþýðubandalagið sem fékk 13.844 atkvæði eða 29,8% og fimm borgarfulltrúa. Sjálfstæð- isflokkurinn fékk 22.100 atkvæði eða 47,4%. Alþýðuflokkurinn fékk 6.250 atkvæði eða 13,4% og Framsókn- arflokkurinn 4.308 eða 9,4%. Meirihlutinn féll Morgunblaðið greindi frá úrslit- unum með „styrjaldarletri“ á forsíðu þriðjudaginn 30. maí: „Vinstri stjórn í Reykjavík.“ Sjálfstæðismönnum var enda mjög brugðið. Þeir höfðu ekki átt von á því að tapa meirihlut- anum og þorri kjósenda hafði lagst til hvílu eftir kosninganóttina sann- færður um að meirihlutinn hefði haldið velli. Engar breytingar urðu á full- trúafjölda flokkanna við endurtaln- inguna. En svolítill munur reyndist á upphaflegum lokatölum og endur- talningunni. Alþýðuflokkurinn tap- aði ellefu atkvæðum og Sjálfstæð- isflokkurinn níu, en Framsóknarflokkurinn bætti við sig einu og Alþýðubandalagið átján at- kvæðum. Ekkert yfirlit til Ekki er kunnugt um að til sé nein samantekt á því hvenær endurtalið hefur verið í kosningum hér á landi. Leit í gömlum blöðum á vefnum timarit.is leiðir hins vegar í ljós að nokkur dæmi eru um slíkt frá fyrri árum. Ekki eru fyrir hendi skýrar reglur um það hvenær rétt sé að end- urtelja. Yfirleitt hafa kjörstjórnir látið framboðslista eiga frumkvæði að því að óska eftir endurtalningu, en það var þó ekki í kosningunum til borgarstjórnar Reykjavíkur 1978. Umfangsmesta endurtalningin var 1978  Yfirkjörstjórn tók ákvörðun um að endurtelja, alls 47 þúsund atkvæði  Breytti engu um fulltrúafjölda flokkanna Endurtalið Frétt Morgunblaðsins 30. maí 1978 um endurtalningu atkvæða í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík. Talið var í Austurbæjarskóla. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi - www.spennandi.com Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16 3322 & Innate - frönsk hönnun vor 2014 Eldur kviknaði í vélarrúmi í línu- veiðibát sem var staddur út af Að- al-vík um kl. 19 í gærkvöldi. Þrír menn voru um borð í bátnum, sem var á landleið, en samkvæmt upp- lýs-ingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg tókst að slökkva eldinn og var báturinn dreginn til Bolung- arvíkur. Engan sakaði um borð. Björgunarskip og hrað- skreiður bátur sendir frá Bol- ungarvík Björgunarskip frá Bolungarvík og frá Ísafirði voru kölluð út auk nærstaddra skipa og báta sam- kvæmt upplýsingum frá Lands- björg. Einnig var sendur hraðskreiður bátur úr Bolungarvík með dælur, björgunarsveitarmenn og slökkvi- liðsmenn, en útkallið var á fyrsta forgangi. Í tilkynningu sem Landsbjörg sendi frá sér segir, að björgunar- skipin hafi verið farin úr höfn um 15 mínútum eftir að kallið kom. Skipverjarnir þrír sáu í mynda- vélum þegar vélarrúmið fylltist af reyk. Lokuðu þeir þá vélarrúminu og ræstu sjálfvirkan slökkvibúnað. Stuttu síðar var nærstaddur bátur kominn á staðinn og tók línuveiði- bátinn í tog og sigldi með hann til hafnar í Bolungarvík í fylgd björg- unarskipanna. Búist var við skipunum til hafnar um klukkan 21:30 í gærkvöldi. Eldur kom upp í línuveiðibát  Þrír um borð og sakaði þá ekki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.