Morgunblaðið - 07.06.2014, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014
Spáð í spilin Strákarnir að skoða fótboltamyndir af leikmönnum á Heimsmeistaramótinu í fótbolta í Brasilíu.
Eggert
Í Kastljósi miðviku-
daginn 28. maí sl. var
fjallað um starfshætti
Alcoa á Íslandi. Alvar-
legar ásakanir voru
bornar á fyrirtækið,
sem margar hverjar
voru byggðar á röng-
um forsendum. For-
svarsmönnum Alcoa
var ekki boðið í viðtal
vegna umfjöllunar-
innar og gafst því ekki
kostur á að svara þeim ásökunum
sem á það voru bornar í síðasta
Kastljósþætti vetrarins.
Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyð-
arfirði var reist á árunum 2003-2007.
Upphafleg fjárfesting nam um 220
milljörðum króna að núvirði, og frá
því að álverið hóf starfsemi árið 2007
hefur verið fjárfest enn frekar í
rekstrinum, fyrir um 13 milljarða
króna.
Fjárfestingarsamningur Alcoa og
ríkisstjórnar Íslands frá 2003 var ein
af forsendum þess að Alcoa réðist í
svo viðamikið verkefni á Íslandi.
Eðli fjárfestingarsamningsins er að
treysta grundvöll fjárfestingarinnar
til lengri tíma, til hagsbóta fyrir
báða samningsaðila, það er, að
rekstrarumhverfi fyrirtækisins sé
skýrt en jafnframt að fyrirtækið
leggi sitt af mörkum til uppbygg-
ingar í samfélaginu. Þessi markmið
hafa gengið eftir og hefur fyrirtækið
aflað þjóðarbúinu tæpra 200 millj-
arða króna frá árinu 2008, þar af um
33 milljarða á síðasta ári, í formi
skatta og opinberra gjalda, launa,
innkaupa frá innlendum birgjum á
vöru og þjónustu auk samfélags-
styrkja. Skattar og op-
inber gjöld námu 1,5
milljörðum króna 2013
og frá 2007 hefur Alcoa
greitt tæpa níu millj-
arða í skatta hér á
landi. Það er hluti af
eðlilegu ferli þegar er-
lendir aðilar fjárfesta
háar upphæðir til langs
tíma að gera um það
fjárfestingarsamning,
enda hefur þeirri veg-
ferð verið haldið áfram
og nýir fjárfesting-
arsamningar verið
undirritaðir á Íslandi bæði á þessu
og síðasta ári.
Allt uppi á borðum
Ljóst var frá upphafi að fjár-
magna þyrfti þá dýru framkvæmd
sem bygging Fjarðaáls var. Í fjár-
festingarsamningnum sem stjórn-
völd og Alcoa gerðu með sér árið
2003 er heimild Alcoa á Íslandi til
lántöku frá móðurfélaginu skýr.
Samningurinn er opinbert skjal og
innihald hans á ekki að koma þeim
sem kynna sér það á óvart. Samn-
ingurinn var samþykktur á Alþingi
og ekkert ófyrirséð hefur gerst við
framkvæmd hans eða fjármögnun á
Íslandi. Alcoa hefur virt samninginn
í einu og öllu.
Fjármögnun Alcoa
Bygging Fjarðaáls og rekstur
fyrstu árin voru fjármögnuð með
lánsfé frá móðurfélagi þess. Fyr-
irtækið er enn skuldsett, en auk
upphaflegrar fjárfestingar hefur fé-
lagið fjármagnað viðbótarfjárfest-
ingar eftir að byggingu álversins
lauk og taprekstur fyrri ára. Alcoa á
Íslandi nýtur hagstæðra lánakjara í
gegnum móðurfélag sitt. Vextir lán-
anna eru markaðsvextir, þeir byggja
á millibankavöxtum, LIBOR, að við-
bættu álagi sem óháður aðili,
Deutsche Bank, reiknar og gefur út
fyrir hvern ársfjórðung. Ákvörðun
vaxtanna er í samræmi við alþjóð-
legar reglur OECD. Í lok árs 2012
námu vextirnir 2,38% en voru að
meðaltali um 3,5% það ár. Árin 2010
og 2011 voru vextirnir innan við 3%.
Ekki er óalgengt að íslensk fyr-
irtæki fjármagni sig á vöxtum sem
eru nærri 7%. Af þessu má sjá að Al-
coa Fjarðaál flytur ekki fjármagn til
móðurfélagsins í gegnum óeðlilega
háar vaxtagreiðslur. Þvert á móti
eru kjörin afar hagstæð, gegnsæ og
ákvörðuð í samræmi við við-
urkenndar alþjóðlegar reglur.
Hagkvæmni Fjarðaáls
Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyð-
arfirði er í hópi tæknilega fullkomn-
ustu álvera heims og reksturinn er
kostnaðarlega hagkvæmur, þ.e.
kostnaður við framleiðslu á hverju
tonni af áli er mjög samkeppn-
ishæfur. Þrátt fyrir þetta gerir hár
fjárfestingarkostnaður og afkoma
undir upphaflegum væntingum það
að verkum að fyrirtækið hefur ekki
skilað hagnaði undanfarin ár.
Botninum náð
Á nýlegum ársfundi Samáls kom
fram í máli Kelly Driscoll frá grein-
ingarfyrirtækinu CRU að hann teldi
að botninum væri náð í áliðnaði og
vænta mætti hækkandi álverðs á
næstu árum samfara vaxandi eft-
irspurn og minnkandi álbirgðum.
Samkvæmt spá CRU mun álverð,
sem í dag er um 1.800 dalir á tonnið,
ná 2.200 dölum árið 2016. Með
bættri afkomu munu skapast tæki-
færi til greiðslu tekjuskatts til lengri
tíma. Uppsafnað tap fyrri ára, sem
einnig hefur áhrif á tekjuskatts-
greiðslur, fyrnist á tíu árum, en í til-
viki Fjarðaáls var það mest á upp-
hafsárunum, til og með árinu 2007.
Með hæstu tekjuskatts-
greiðendunum
Fyrirtæki í áliðnaði eru á meðal
hæstu tekjuskattsgreiðenda á Ís-
landi. Sambærileg félög hafa farið í
gegnum sams konar ferli og Alcoa á
Íslandi eftir mjög kostnaðarsamar
fjárfestingar. Alcoa tjaldar til langs
tíma á Íslandi og líkt og önnur fyrir-
tæki sem starfrækt hafa verið til
fjölda ára mun Alcoa minnka sínar
skuldir og lækka afskriftir. Með
batnandi afkomu mun fyrirtækið
væntanlega skipa sér ofarlega á lista
tekjuskattsgreiðenda á Íslandi þeg-
ar fram líða stundir, að auki við það
mikla framlag sem kemur frá fyrir-
tækinu nú þegar eftir aðeins fárra
ára starfsemi.
Ómálefnaleg umræða
Umfjöllun Kastljóssins hinn 28.
maí sl. um starfsemi Alcoa á Íslandi
þótti undirrituðum vera ómálefnaleg
auk þess sem það kom á óvart að
þingmaður virtist ekki hafa kynnt
sér fjárfestingarsamninginn sem Al-
þingi samþykkti. Það er óviðunandi
að þingmaður haldi því fram op-
inberlega að fyrirtæki sem virðir í
einu og öllu gerðan samning stundi
bókhaldsbrellur og að stjórnendur
þess séu siðlausir. Dylgjur fyrrver-
andi ríkisskattsstjóra, um að fyrir-
tækið gæti flutt fjármuni úr landi til
móðurfélagsins án þess að það kæmi
fram í bókum þess til að forðast
skattgreiðslur, voru ekki síður ómál-
efnalegar. Ársreikningar Alcoa á Ís-
landi og Fjarðaáls eru endurskoð-
aðir og áritaðir. Þeir eru
aðgengilegir og í þeim koma fram
allar fjármagnsfærslur til og frá fé-
laginu.
Ábyrgð og reglufylgni
Alcoa er gildisdrifið fyrirtæki og
leggur mikla áherslu á samfélags-
lega ábyrgð og reglufylgni. Það
hegðar sér ekki með þeim hætti sem
lýst var í Kastljósi. Við erum stolt af
framlagi fyrirtækisins til íslensks
samfélags, en tekjuskattur er ein-
ungis einn liður í því framlagi. Sam-
kvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands frá 2012 stendur ís-
lenskur áliðnaður undir 25% af
heildarútflutningi þjóðarinnar og
skilar um 7% til landsframleiðsl-
unnar, fyrir utan afleidd áhrif. Alcoa
á Íslandi hefur mikil og jákvæð áhrif
á íslenskan efnahag með öflun gjald-
eyristekna, innkaupum á innlendri
vöru og þjónustu, greiðslu skatta og
opinberra gjalda, sköpun 900 vel
launaðra starfa og almennum og víð-
tækum stuðningi við samfélagið á
Austurlandi.
Eftir Magnús Þór
Ásmundsson » Það er óviðunandi að
þingmaður haldi því
fram opinberlega að fyr-
irtæki sem virðir í einu
og öllu gerðan samning
stundi bókhaldsbrellur
og að stjórnendur þess
séu siðlausir.
Magnús Þór
Ásmundsson
Höfundur er forstjóri Alcoa á Íslandi.
Það munar um minna
Fyrrverandi formað-
ur Samfylkingar hrökk
við og talaði nokkuð
stórt um siðareglur og
siðferði, þegar fréttist,
að tveir ráðherrar ætl-
uðu að vera viðstaddir
opnun Norðurár. Þótti
mörgum lítið tilefni, en
sumir fjölmiðlar reyndu
að gera sér mat úr því
með litlum árangri.
Ýmislegt hefur verið
rætt og ritað um siðareglur og siðferði
í sambandi við styrki til stjórn-
málaflokka og stjórnmálamanna í
formi fjárstyrkja og gjafa, jafnvel
veisluhalda og vináttuheimboða. Ekki
eru margir, sem hafa hreinan skjöld í
þeim efnum, og flestir hafa misst sjón-
ar á siðferði, þegar á hefur reynt í
þessum efnum, jafnvel þjóðhöfðingjar.
Í umfjöllun fjölmiðla hefur ótrúlega
lítið verið fjallað um þetta. Á sínum
tíma var forseta lýðveldisins hlíft við
umfjöllun um það, að hann beitti um-
deildu neitunarvaldi í fjölmiðlamálinu
til að þjóna útrásarvíkingum Baugs-
veldisins, en þeir voru þá orðnir vinir
Samfylkingarinnar.
Samfylkingin var þá gengin á mála
hjá Baugsveldinu og var líka hlíft.
Einn af helstu leiðtogum þess flokks,
Össur Skarphéðinsson, hafði með
réttu a.m.k. tvisvar skorað á forsætis-
ráðherra, Davíð Oddsson, að beita sér
fyrir því, að ríkisstjórn og Alþingi
kæmu böndum á samþjöppun fjöl-
miðlavaldsins í höndum Baugsveld-
isins, og var sannarlega full ástæða til
þess. Þegar Alþingi fjallaði um frum-
varp að lögum þar að lútandi eftir
vandlegan undirbúning brá svo við, að
forysta Samfylkingar sneri við
blaðinu. Nú hafði runnið upp fyrir
mönnum á þeim bæ, að vinátta og fjár-
magn eins helsta fjárglæframanns í
bankakerfinu var í húfi. Þá beitti Sam-
fylkingin forseta lýðveldisins þrýst-
ingi, með skírskotun til
dekurs hans við vinstri
öflin á Íslandi, og fékk
hann til að beita því
neitunarvaldi, sem
hann hafði fengið í arf
frá einveldiskonungum
dönskum; valdi, sem
engum af fyrirrenn-
urum hans hafði dottið
í hug að beita og
nauðga þannig vilja Al-
þingis og þjóðarinnar.
Tilgangurinn helgaði
meðalið. Allt var þetta
gert til að Samfylk-
ingin yrði ekki af vináttu og stuðningi
fjárglæframannsins, sem þá réð ríkj-
um í 365 miðlum og a.m.k. einum af
bönkum landsins. Þetta er rakið á
mjög skýran hátt í bók Björns Bjarna-
sonar, Rosabaugur yfir Íslandi, og
ætti að vera skyldulesning allra, sem
vilja vita, hvað gekk á, þegar stuðn-
ingur við Samfylkinguna var sem
mestur úr herbúðum þeirra manna,
sem einir bera ábyrgð á bankahruninu
á Íslandi.
Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir lítils-
virðingu fyrir kjósendum í öllu, sem
máli skiptir, skal nú Samfylkingin
leidd til valda í Reykjavík. Hún verður
þá leidd til valda í samvinnu við flokk,
sem varð til vegna metorðagirndar
formanns þess flokks.
Eins og allt er í pottinn búið er því
eðlilegt, að leiðtogi Samfylkingarinnar
í Reykjavík hafi tvær siðferðishækjur
að ganga við sem borgarstjóri.
Siðferði
Samfylkingar
Eftir Axel
Kristjánsson
» Þegar Alþingi
fjallaði um frumvarp
að lögum þar að lútandi
eftir vandlegan und-
irbúning brá svo við, að
forysta Samfylkingar
sneri við blaðinu.
Axel
Kristjánsson
Höfundur er lögmaður.