Morgunblaðið - 07.06.2014, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014
Kristján Eiríksson orti í aðdraganda kosninganna nokkrar vísur und-ir sauðshætti og hallaðist þar að öllum helstu flokkum. Um B-flokkinn sagði hann:
Þótt framsókn missi fé og hold
finn ég mitt skjólið þarna
„meðan gróa grös í mold
og glóir nokkur stjarna“.
En sauðsháttarvísan um D-flokkinn er svona:
Og íhaldið kýs ég, elskan mín,
ó, hve það fagurt syngur:
„Hani, krummi, hundur, svín,
hestur, mús, tittlingur.“
Ég gaf Kristjáni „lík“ fyrir þetta á sveitasímanum. Í öðru samhengi var
ég svo eitthvað að tala um „lík“ við Gyrði Elíasson. Hann skrifaði mér
stuttu seinna og spurði: „Er það ekki ný tegund af líkþrá, sem menn eru
haldnir á Fjasbókinni?“ Svari nú þeir sem telja líkin sín.
Meira um lík (úr morð-
frétt í vefmiðli): „Lík full-
orðnu einstaklinganna til-
heyrðu hjónunum Darrin og
Kimberly Campell.“
Ótrúlegt afrek hefur Jó-
hann Sigurðsson bókaútgef-
andi unnið með því að láta
þýða Íslendingasögurnar á ensku, þýsku og nú síðast Norðurlandamál.
Það á að reisa þessum manni stóran minnisvarða.
Kunningi í heita pottinum sagði að Margrét Danadrottning hefði í for-
mála að dönsku útgáfunni getið Gunnars á Hlíðarenda og sagt að hann
hefði „dottið“ af baki við Markarfljót. Í Njálu segir að Gunnar „stökk úr
söðlinum“ þegar hestur hans „drap fæti“. Óneitanlega er munur á sögn-
unum stökkva og detta (falde). Kunninginn í pottinum lét að því liggja að
Danadrottning hefði með orðalagi sínu viljað stríða forseta vorum. Pott-
verjar hlógu. Ekki er að spyrja að húmor landans.
En ótrúlegt verk er Njála. Getum við ekki gert hana að metsölubók líkt
og úrval þjóðsagna Jóns Árnasonar varð með útgáfu feðganna Benedikts
Jóhannessonar og Jóhannesar Benediktssonar?
Í Njálu rakst ég á orðið eftirmál í ræðu Flosa. Þar var það í eintölu:
„Skuluð þér það nú og hugsa, Sigfússynir og aðrir vorir menn, að svo mik-
ið eftirmál mun verða um brennu þessa að margan mann mun það gera
höfuðlausan, en sumir munu ganga frá öllu fénu.“ Nú er eftirmál yfirleitt
haft í fleirölu: „Það urðu engin eftirmál.“ En sumir rugla þessu orði (eft-
irmál) saman við orðið eftirmáli (texti aftan við meginmál bókar) og segja:
„Það urðu engir eftirmálar.“ Þetta gerist. Við lendum öll í þessu og því-
líku.
Dæmum ekki. Lítum á textabrot úr minningargrein: „Hann naut alla tíð
angans af margbreytileika heimsins.“ Er ekki angan (ilmur) kvenkynsorð?
Jú, reyndar, en til er forn karlkynsorðmynd, angi, í merkingunni ilmur
(eignarfall eintölu með greini: angans). Það er semsagt ekkert athugavert
við textabrotið úr minningargreininni. En ef við hefðum endilega viljað
setja hér kvenkynsorðið angan (með greininum) hefðum við þurft að
skrifa: „Hann naut anganarinnar af …“ o.s.frv. Það hefði auðvitað ekki
gengið.
„Látum þetta gott af veðri,“ eins og fréttamaður í gervi veðurfræðings
komst að orði á einkasjónvarpsstöð.
Líkþrá
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
Ístjórnarskrá íslenzka lýðveldisins segir svo í 63.grein:„Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trúsína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó
má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu
siðferði eða allsherjarreglu.“
Ólafur heitinn Jóhannesson, prófessor í lögum við Há-
skóla Íslands og síðar forsætisráðherra og formaður
Framsóknarflokksins, vekur athygli á því í riti sínu
Stjórnskipun Íslands (og tekið skal fram að hér er vitnað
til útgáfu þeirrar bókar frá 1960) að „fullt trúfrelsi var
ekki lögleitt hér á landi fyrr en með stjskr. 1874. Í kat-
ólskum sið var hér trúarnauðung. Menn annarrar trúar
máttu ekki dveljast hér og voru skoðaðir villutrúarmenn,
voru ekki kirkjugræfir o.s.frv. Eftir siðaskipti var lút-
erskum mönnum einum leyfð hér landvist og tekið að öðru
leyti hart á villutrú.“
Það fer því ekki á milli mála að fólk hér á Íslandi hefur
sama rétt hver sem trú þess er og sama rétt hafa hinir trú-
lausu skv. 64. gr. stjórnarskrárinnar:
„Öllum er frjálst að standa ut-
an trúfélaga.“
Réttur þeirra, sem aðhyllast
íslam, sem spámaðurinn Múham-
eð boðaði og kallast múslimar, til
þess að iðka trú sína hér á Íslandi
er því ótvíræður og þarf ekki að
deila um. Vilji einhverjir gera
ágreining um þetta trúfrelsi og
hverfa aftur fyrir árið 1874 er
þeim frjálst að hefja slíka baráttu
af því að það ríkir bæði skoð-
anafrelsi og tjáningafrelsi á Íslandi. Um það segir í 73. gr.
stjórnarskrárinnar:
„Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver
maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast
verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambæri-
legar tálmanir á tjáningafrelsi má aldrei í lög leiða.“
Í þessu felst að vilji einhverjir taka upp baráttu gegn
því trúfrelsi sem núverandi stjórnarskrá lýðveldisins
tryggir verða þeir að haga þeirri baráttu innan marka lag-
anna og þar kemur meiðyrðalöggjöfin við sögu.
Það eru ekki bara ólík trúarbrögð sem skipta mannkyn-
inu í fylkingar. Það hefur litarháttur lengi gert. Stjórn-
arskrá íslenzka lýðveldisins er afdráttarlaus í þeim efnum.
Í 65. grein hennar segir:
„Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannrétt-
inda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðern-
isuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og
stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns rétt-
ar í hvívetna.“
Þetta er alveg ljóst. Það er sama hver litarháttur fólks
er eða hvaðan það er komið; allir íslenzkir ríkisborgarar
njóta sama réttar á Íslandi.
Vilji einhverjir breyta þessu verða þeir hinir sömu að
hefja baráttu gegn þessu grundvallaratriði stjórnar-
skrárinnar, þeir hafa rétt á skoðunum sínum og að tjá þær
skv. sömu stjórnarskrá en þeir verða að haga þeirri bar-
áttu í samræmi við lög, sem byggjast á tilvitnaðri stjórn-
arskrá.
Í nútímanum birtast þessi málefni okkur í umræðum
um málefni innflytjenda bæði hér á Íslandi og annars stað-
ar. Á undanförnum árum hafa margir Íslendingar flutzt til
annarra landa í atvinnuleit, ekki sízt til Noregs. Við hefð-
um ekki kunnað því vel, ef tekið hefði verið á móti þeim í
Noregi með því að gera lítið úr þeim eða líta niður á þá.
Það er tilfinning sem Íslendingar hafa kynnzt ekki síður
en aðrir.
Hvernig ætli hafi verið horft til þeirra Íslendinga, sem
fluttu til Kanada á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. ald-
ar? Þeir fóru vegna þess að þeir töldu sig ekki komast af
hér. Á nokkrum síðustu árum hefur allstór hópur Pólverja
komið hingað af sömu ástæðum. Þeir töldu sig ekki kom-
ast af heima fyrir.
Getum við ætlast til að það sé vel
tekið á móti okkar fólki í öðrum
löndum ef við gerum ekki það sama
gagnvart þeim sem hingað leita?
Sumir eru hræddir við að ræða
þessi mál sem snúast um grund-
vallarþætti í samskiptum fólks.
Hvers vegna ættum við að hræðast
það? Og hvers vegna ættum við að
hræðast skoðanir annarra? Hvað
er svona hættulegt við skoðanir?
Auðvitað er sjálfsagt að skiptast á
skoðunum og rökræða þær.
Það er ekkert athugavert við það þótt fólk hafi mismun-
andi skoðanir á því hvar moska sem múslimar vilja byggja
sé staðsett, en réttur þeirra til að byggja mosku er óum-
deilanlegur. Það stóðu harðar deilur um það hvort Hall-
grímskirkja ætti að standa á Skólavörðuholti. Einn af
þeim sem harðast börðust gegn staðsetningu Hallgríms-
kirkju var Pétur heitinn Benediktsson, fyrrum banka-
stjóri og alþingismaður. En þær deilur stóðu um staðsetn-
ingu – ekki trúarbrögð.
Einu sinni hitti ég konu sem ólst upp í suðurríkjum
Bandaríkjanna. Hún var alin upp við það að fólk sem var
svart á hörund væri ekki fólk. Við slík viðhorf var að etja í
lokaáfanga réttindabaráttu þeirra vestan hafs fyrir aðeins
50 árum.
Sennilega var Nelson Mandela mesti leiðtoginn í mann-
réttindabaráttu okkar tíma. Hann sagði:
„Ég hef varið lífi mínu í baráttu í þágu fólksins í Afríku.
Ég hef barizt gegn yfirráðum hinna hvítu og ég hef barizt
gegn yfirráðum svartra. Ég hef hyllt hugmyndina um lýð-
ræði og frjáls samfélög, þar sem allir lifa í sátt og njóta
jafnra tækifæra. Það er hugsjón sem ég hef gert mér von-
ir um að lifa fyrir og sjá verða að veruleika. En – Guð minn
– ef nauðsyn krefur er það hugsjón sem ég er tilbúinn að
deyja fyrir.“
Þetta sagði Nelson Mandela fyrir rétti, hinn 20. apríl
1964, fyrir um 50 árum.
Hann sat í fangelsi í rúman aldarfjórðung vegna skoð-
ana sinna.
Á Íslandi hefur ríkt trúfrelsi frá 1874
„Allir skulu vera jafnir fyrir
lögum … án tillits til …
trúarbragða … þjóðernisupp-
runa … litarháttar …“
(Úr 65. grein stjórnarskrár Íslands)
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Sumar minningar verða skyndi-lega merkingarþrungnar. Svo
er til dæmis um hádegisverð, sem
við Guðlaugur Þór Þórðarson al-
þingismaður snæddum saman á
Íslenska barnum, eins og hann hét
þá, í Pósthússtræti miðvikudaginn
29. febrúar 2012.
Tilefnið var, að Guðlaugur Þór
hafði spurst opinberlega fyrir um
greiðslur úr ríkissjóði til kennara
á félagsvísindasviði Háskóla Ís-
lands. Einn samkennari minn kom
reiður að máli við Guðlaug Þór og
sagðist vita, að þessi fyrirspurn
væri undan mínum rifjum runnin.
Ég frétti þetta og hafði samband
við Guðlaug Þór. Ég sagði efn-
islega: „Eins og þú veist jafnvel
og ég, Guðlaugur Þór, höfum við
ekki talast við í nokkur ár (okkur
sinnaðist í innanflokksátökum). En
nú heyri ég, að ég standi á bak við
fyrirspurnir þínar á þingi. Úr því
að ég er skyndilega orðinn að-
almaður í ógurlegu samsæri með
þér, finnst mér eðlilegt, að ég fái
að eiga hlut að máli. Við þurfum
að setjast niður.“ Guðlaugur Þór
tók þessu vel, og við mæltum okk-
ur mót.
Þegar ég kom inn á Íslenska
barinn, rak ég augun í DV, sem lá
efst í blaðabunka á hliðarborði.
Forsíðan var með risaletri og
helguð Guðlaugi Þór: Hann hefði
fengið 33 milljónir frá Landsbank-
anum fyrir tryggingafélag í sinni
eigu. Ég sagði kankvís við Guð-
laug Þór, um leið og ég settist á
móti honum, að DV hefði næstum
því jafnmikinn áhuga á honum og
mér. Hann brosti dauflega og velti
fyrir sér, hvaðan blaðið hefði upp-
lýsingar sínar. En þegar skammt
var liðið á umræðurnar, gekk fram
hjá okkur Ársæll Valfells, sem við
þekktum báðir. Hann ávarpaði
okkur með breiðu brosi: „Nú, er
bara sjálf skrímsladeildin á
fundi?“ Við hlógum við, og Ársæll
settist við annað borð.
Hvorugur okkar Guðlaugs Þórs
vissi þá, að nokkrum dögum áður,
að kvöldi fimmtudagsins 23. febr-
úar, hafði Ársæll fengið heimsókn
frá Þórarni M. Þorbjörnssyni,
starfsmanni Landsbankans, sem
var með trúnaðarskjöl úr bank-
anum um Guðlaug Þór handa
Gunnari Andersen, forstöðumanni
Fjármálaeftirlitsins, en Gunnar
var þá önnum kafinn á fundi. Ár-
sæll hringdi í Gunnar, sem bað
hann að koma skjölunum til DV.
Ársæll setti skjölin í nýtt umslag,
svo að nafn sitt kæmi ekki fram,
ók að bækistöðvum DV og setti
umslagið í póstkassa blaðsins. Síð-
an skrifaði fréttastjóri DV, Ingi F.
Vilhjálmsson, fréttina um Guðlaug
Þór upp úr skjölunum.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Merkingarþrungnar
minningarMovie Star hvíldarstóll
Verð 439.000,-
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is