Morgunblaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014
„Ó Guð vors lands“, það hlýtur að
verða næst á dagskrá mennta-
elítunnar að banna þjóðsönginn,
það má varla
mismuna með
þessum eina
þjóðsöng.
Held að há-
skólar landsins
þurfi að íhuga
hvers konar
menntun þeir
ástunda og út-
skrifa. Flest
virðist þið
mennta ykkur
frá lífinu og veruleikanum. Það
mætti alveg velja eftir gáfna-
prófi til inngöngu í háskólana.
Það er orðið svo, að ég má ekki
segjast elska mitt land og mína
þjóð, og vilja því hið besta og
vernda það.
Þá er ég orðin rasisti, fasisti,
þjóðernishyggjuöfgapúki, og svo
er notað fína orðið „populismi“.
Þið sem talið svona vitið ekki hvað
þið eigið, landið okkar, og það ber
að varast að kasta þessu fjöreggi
fram og til baka í bjánahætti.
Unga fólk, þið sem haldið að þið
séuð svo miklir heimsborgarar,
þið eigið að vita að grunnurinn að
heimsborgaranum er heima fyrir.
Elskið og virðið fyrst það sem þar
er, og síðan heiminn. Viðtal við
unga kjósendur í RÚV á kosn-
ingadagskvöldi, tvær konur og
einn karl.
Hann hafði þó skoðanir en önn-
ur daman sagði að „það gengi nú
ekki að kjósa með móðurlífinu“,
hlýtur að vera femínisti, en hin „o,
þetta er svo leiðinlegt, það verður
að poppa þetta upp“.
Einmitt, gera stjórnmál að leik-
skólaleik svo að þið náið að mynda
ykkur skoðun. Það er víst í tísku
að vera með kjánagang, en bara
sorglegt. Reykvíkingar kusu Dag
B. og hann mun sýna ykkur
einræðistilburði. Með sér velur
hann Björn B. og Halldór pírata,
sem báðir eru úti á túni, en svo
kemur rós Reykjavíkur, sjálf Sól-
ey Tómasdóttir, sem að sjálfsögðu
er ekki stjórntæk vegna fyrirlitn-
ingar og hroka sem hún sýnir
Framsókn. Ekki eru rædd hennar
kosningamál, allir á jötuna, ókeyp-
is til skólamála, og skyndiáhyggj-
ur af fátækum börnum. Hvar hef-
ur hún verið síðustu ár? Að konur
VG skyldu koma því á að brjóta
mannréttindi nýfæddra barna með
því að setja þau á stofnun strax að
loknu fæðingarorlofi, það er til
skammar. Hvar er tengingin við
börnin sem þið gasprið um á há-
tíðisdögum?
Fyrirlitning VG og Samfylk-
ingar á samferðafólki sínu í
stjórnmálunum á sér engar máls-
bætur því enn er mál- og skoð-
anafrelsi og ef þið getið ekki virt
hvert annað finnið ykkur þá aðra
vinnu. Ekki smita þjóðfélagið af
þessari illsku. Jóhanna Sigurð-
ardóttir talar um siðferði Bjarna
og Sigmundar, en sýndu nú aðgát,
kona.
Rifjaðu upp með sjálfri þér þinn
stjórnmálaferil. VG og Samfylking
fara mikinn varðandi það að skilja
ekki eftir skuldir til komandi kyn-
slóða, en þetta sama fólk ætlar
komandi kynslóðum að kljást við
íslam. Skylda stjórnmálafólks er
að vernda land og þjóð, en ekki að
sýna af sér bjánahátt, – og hugsið
til framtíðar. Kannski mun
menntaelítan í framtíðinni syngja
„Ég vil elska mitt land“ þegar hún
hefur misst það. Og, já, Reykjavík
er líka mín höfuðborg.
STEFANÍA JÓNASDÓTTIR,
Sauðárkróki.
Veruleikafirring
Frá Stefaníu Jónasdóttur
Stefanía
Jónasdóttir
Það var vakin at-
hygli mín á því að
það er ekki hægt að
gera kröfu í dóms-
máli erlendis í ís-
lenskum krónum. Af
hverju ekki? Jú
vegna þess að ís-
lenska krónan hefur
ekkert skráð verð-
mæti – hún er ekki
til. Þess vegna skrif-
aði ég seðlabankastjóra og spurð-
ist fyrir um hvað ylli að krónan
væri hvergi skráð – nema á Ís-
landi. Eftir fjöldamarga mánuði
barst þetta svar:
„Sæll Pétur.
Fyrst af öllu vill Seðlabanki Ís-
lands biðjast velvirðingar á því hve
seint svör berast þér. Það er ekki
á færi Seðlabanka Íslands að bæta
úr þessu. Á Norðurlöndunum er sá
háttur hafður á að gengi gjald-
miðla er skráð í gegnum sameig-
inlega skráningu Evrópska seðla-
bankans (ECB). ECB hefur hins
vegar ekki viljað skrá ís-
lensku krónuna þar sem hún er
ekki skiptanlegur gjaldmiðill er-
lendis. Seðlabanki Íslands hefur
verið í sambandi við ECB með það
í huga að fá þessu breytt en ekki
haft erindi sem erfiði.
Virðingarfyllst,
Seðlabanki Íslands.“
Ja, ég er steinhissa, ég hélt að ég
byggi í alvörulandi. Hvað finnst
þér, lesandi góður, er glóra í gjald-
miðli okkar eða fyrir hvern er ís-
lenska krónan?
Er íslenska krónan
einskis virði?
Eftir Pétur
Einarsson
Pétur Einarsson
»ECB hefur
hins vegar
ekki viljað skrá
íslensku krón-
una þar sem
hún er ekki
skiptanlegur
gjaldmiðill er-
lendis.
Höfundur er lögfræðingur.
Bréf til blaðsins
Um leið og ég, harður stuðnings-
maður Derby County, óska QPR
velfarnaðar í úrvalsdeildinni
ensku, er ég enn hugsi yfir því
hvað knatt-
spyrnan getur
stundum verið
grimm og ósann-
gjörn. Eins og
ágætur þjálfari
Derby, Steve
McClaren, sagði
eftir leikinn:
„Þetta var
grimmasti leikur
sögunnar.“ En
ekki meira um það í bili, svona er
knattspyrnan. Ungur leikmaður,
Charles Frederick, „Charlie
George“, vakti athygli mína á ár-
unum kringum 1968-69, þá Arsen-
al-leikmaður. Ég hreifst svo af
áræði og snilld þessa drengs að
þegar hann fór yfir til Derby
County fylgdi ég honum sem
stuðningsmaður. Síðan hef ég
haldið með þessum frábæra
klúbbi, „Hrútunum“, og fylgt þeim
í gegnum sætt og súrt alla tíð síð-
an. Ég beið nokkuð lengi eftir því
að sjá leik með klúbbnum mínum,
Charlie karlinn var löngu hættur
þar þegar að því kom. Einn afa-
strákurinn minn er harður Man-
chester United (MUN)-aðdáandi
og ég fór með hann á leik til Man-
chester. Leikurinn var á „Gömlu
tröð“, heimavelli MUN. MUN-
menn voru þegar orðnir Eng-
landsmeistarar er þessi leikur fór
fram. Hann var í lokaumferðinni
5. maí 2001 við Derby County sem
var í fallhættu. Ekki skemmdi það
fyrir að Skagamaðurinn Þórður
Guðjónsson kom inn á í seinni
hálfleik sem leikmaður Derby.
Mínir menn stóðu sig, vel skipu-
lagðir og gáfu hvergi eftir og unnu
Englandsmeistarana á þeirra
heimavelli 1-0. Við félagarnir sát-
um aftan við mark MUN, frekar
ofarlega. Ég gleymi ekki augna-
blikinu þegar Malcholm Christie
negldi boltann í netmöskvana svo
vældi vel í. Barthez, markvörður
MUN, leit ekki vel út. Hann átti
ekki möguleika. Markið kom seint
í leiknum. Ég áttaði mig ekki
strax á því þegar MUN-fylgjend-
urnir fóru að syngja saman hátt í
kór „City down - City down - City
down“. Strákurinn hnippti í mig
og sagði, flott afi, City er fallið en
Derby er áfram í úrvalsdeildinni.
Þessi sigur á Englandsmeist-
urunum á þeirra heimavelli
tryggði Derby áfram sæti í úrvals-
deildinni en nágrannarnir, Mans-
hester City, féllu niður. Að leiks-
lokum horfðum við félagarnir á er
meistararnir voru krýndir og Sir
Ferguson, þjálfari þeirra, tók þátt
í athöfninni með tvö afabörnin sín
sér við hlið. Mögnuð stund og
meiriháttar show. Mér er minn-
isstætt eftir leikinn er leikmenn
Derby keyrðu burt af svæðinu á
rútu sinni, þá stóðu stuðnings-
menn MUN heiðursvörð meðfram
akstursleiðinni og klöppuðu og
veifuðu ákaft og þökkuðu „Hrút-
unum“ leikinn. Mér fannst á þeirri
stundu að þeir gætu verið að veifa
til mín. Manshester-borg var jú
sannarlega þeirra.
ÞORVALDUR
JÓHANNSSON,
stuðningsmaður Derby County
og eldri borgari, Seyðisfirði
Sá Derby County vinna
MUN á Old Trafford
Frá Þorvaldi Jóhannssyni
Þorvaldur
Jóhannsson
Móttaka að-
sendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsend-
ar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er auðvelt í notkun og
tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og
höfunda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að senda
greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfs-
fólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Heimili og skólar
gera sitt besta, en eng-
ilsaxneskt áreiti er
mikið. Háskóli Íslands
er eitt helsta vígi tung-
unnar – eða hvað?
Mig langar til að
segja tvær stuttar sög-
ur, sem ég held að eigi
erindi.
Fyrir nokkrum ár-
um bað vinkona mín,
sem kennir fornleifafræði við HÍ, mig
að spjalla við nemendur sína um
heimildir 16. aldar um klaustur. Ég
tók vel í þetta, en þá kom babb í bát-
inn. Háskóli Íslands er í alþjóðlegri
samkeppni um stúdenta og kennsla í
fornleifafræði fer fram á ensku. Þetta
var þeim mun bagalegra, þar sem
stuðningsheimildir um þetta eru efni
á íslensku – íslensku 15. og 16. aldar.
Nemendur í áfanganum voru tíu og af
þeim voru tveir erlendir. Hvernig
þeir áttu að skilja þessa fróðlegu
texta var mér hulin ráðgáta – sem og
hvernig hægt er að
standa að kennslu í
þessum fræðum án þess
að geta lesið íslenska
texta. Í þessu fagi var ís-
lenskan sýnilega á und-
anhaldi.
Hin sagan er sú að ég
var beðin um að þýða
tæknilegan texta af
þýsku yfir á íslensku.
Textinn var í bæklingi,
sem kom að notum við
vinnu á bifreiðaverk-
stæðum. Verkefnið var
nokkuð snúið, en tókst
engu að síður. Forstjóri fyrirtæk-
isins, sem gekkst fyrir að gefa út
þennan bækling á íslensku, hringdi í
mig og þakkaði mér fyrir þetta og
sagði við það tilefni eftirminnilega
setningu: „Það var gott að þú gast
komið þessu yfir á góða íslensku, því
strákarnir á verkstæðunum skilja
ekki annað mál.“
Draumar ársins 2007 rættust ekki.
Ísland verður aldrei fjármálamiðstöð
á heimsmælikvarða. Til þess erum við
of fá og hagkerfið of lítið. Háskóli Ís-
lands verður af sömu ástæðum aldrei
í hópi 100 bestu háskóla í heimi. Er þá
ekki of mikið að fórna íslenskunni
sem kennslumáli í húmanískum fræð-
um í þessu virðulega vígi tungu og
mennta? Eru menn þarna ekki að elt-
ast við alþjóðlega tálsýn?
Það er ekki rétt að skilja strákana
á verkstæðunum eina eftir með að
gera kröfu til að íslenskan sé aðlöguð
að tæknivæddum heimi. Íslenskir
skattgreiðendur, sem standa undir
rekstri háskólans, eiga rétt á því að
stofnunin sinni af samviskusemi
tungumálinu, sem er enn sameign
okkar allra, hvort sem við vinnum á
skrifstofum, verkstæðum, togurum
eða traktorum. Og gott er að hafa í
huga hið fornkveðna: Hollur er
heimafenginn baggi.
Hvert stefnir?
Eftir dr. Vilborgu
Auði Ísleifsdóttur
Bickel
Vilborg Auður Ísleifs-
dóttir Bickel Bickel
»Eins og margir aðrir
Íslendingar er ég
nokkuð toginleit yfir
þróun okkar ástkæra
ylhýra máls.
Höfundur er sagnfræðingur.
Svangur maður er
auðmjúkur, hlýðinn
og ljúfur í taumi.
Þessi staðreynd var
fram að síðustu kosn-
ingum stýritæki
stjórnenda þessa
lands. Hungrið og fá-
tæktin hefur ásamt
lyginni verið það afl
sem leitt hefur alþýð-
una til verka og loforð
um eitthvað betra,
sem fyrir fram hefur verið ákveðið
að svíkja, hafa verið hvatinn í bar-
áttu fólksins við vindinn.
Mahatma Gandhi sagði: „Fá-
tæktin er versta birtingarmynd
þrælahaldsins.“ Ekki er hægt að
orða betur þennan hræðilega sann-
leika, né útskýra. Þegar Íslend-
ingar tóku við versluninni af Dön-
um varð engin breyting á eðli
hennar, og engir peningar fóru í
umferð meðal almennings. Það
varð ekki fyrr en með síldinni að
farið var að greiða laun í peningum
í stað inneignarreiknings. Það
kostaði hundrað ára
einokunarverslun áður
en yfir lauk, það er að
segja ef því er lokið.
Í fimmtíu ár hef ég
fylgst með verkalýðs-
hreyfingunni „berj-
ast“ fyrir hækkun
lægstu launa. Aldrei
verður sagt að sigur
hafi unnist, en stóru
orðin hefur ekki vant-
að og loforðin til fá-
tæklinganna, sem nú
eru tíundi hluti þjóð-
arinnar, eru enn hástemmd og
verða um framtíð eina næringin
sem fólkið og verkalýðshreyfingin
nærast á. Leiðtogarnir vita það öll-
um betur að ef kjörin batna og
fólkið fær málungi matar rýrna
völd þeirra í réttu hlutfalli.
Það kom því úr hörðustu átt þeg-
ar hundruðum milljarða hafði verið
varið til lækkunar skulda gjald-
þrota fjárfestingarfélaga að ný rík-
isstjórn ákvað að leiðrétta hlut al-
mennings vegna hækkunar lána,
sem varð vegna gengisbreytingar í
bankakreppunni samfara launa-
lækkun. Vinstriöflin gjörsamlega
trylltust og lokin fuku af öskutunn-
unum. Átti nú að fara að gefa fólk-
inu að éta? Átti að leyfa fólki sem
ekkert kann með peninga að fara
að verða bjargálna? Þvílík svívirða!
Hvernig á svo að stýra þessum
lýð?
Fólkið í þessu landi valdi sér
stefnu í síðustu kosningum. Það
felldi þáverandi stjórnarflokka frá
völdum og hafnaði því að aðeins
fjármálafyrirtæki ættu lífsvon í
þessu landi. Vinstriflokkarnir neita
að hlíta þessum úrskurði fólksins,
og öllum þeim skít sem kringum þá
er, og hann virðist vera í töluverð-
um mæli, er nú kastað á þá sem
þjóðin kaus fyrir ári . Þeir vita sem
er að fólk sem á fyrir mat lætur
ekki vel í taumi, jafnvel þótt kjaft-
mélin séu með göddum.
Fátæktin og lygin
Eftir Kristján Hall » Vinstriflokkarnir
neita að hlíta þess-
um úrskurði fólksins.
Kristján Hall
Höfundur er eftirlaunaþegi.