Morgunblaðið - 07.06.2014, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014
Ármúli 32 | 108 Reykjavík | Sími 568 1888 | www.parketoggolf.is
Brooklyn Pine
Stærð: 8x243x2200mm
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt þú sinnir nú mikilvægu ábyrgðar-
starfi er óþarfi að taka sjálfa(n) sig of hátíð-
lega. Skrifaðu niður hugmyndir þínar en bíddu
með ákvarðanatöku til morguns.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er ekki nóg að hafa svörin á reiðum
höndum ef maður getur ekki unnið rétt úr
þeim. Félagi þinn kemur með tillögur. Allir
samningar byggjast fyrst og fremst á mála-
miðlunum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú laðar fram það besta í öðrum
með því að hrósa og uppörva. Farðu þér bara
eilítið hægar og leyfðu öðrum að njóta sín líka.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú getur mætt hvaða áskorun sem er
ef þú nýtir hæfileika þína. Notaðu tækifærið til
að rifja upp gamlar minningar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú munt sjá að misjafn sauður er í
mörgu fé. Gakktu því beint til verks og gerðu
hreint fyrir þínum dyrum. Gaumgæfðu alla
möguleika og reyndu að forðast alla óþarfa
áhættu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Vertu ákveðin(n) og fastur/föst fyrir
þegar kemur að samningagerð. Eyddu tíma í
félagsskap einhvers af yngri kynslóðinni og þú
færð forsmekk af paradís.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ekki reyna að koma böndum á hugar-
starfsemina í dag. Reyndu að sætta þig bæði
við hið góða og slæma í aðstæðum þínum og
virtu alla sem hlut eiga að máli.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ekki takast eitthvað á hendur
bara af því að það er áhugavert. Enginn að-
hyllist þann sem eys svívirðingum á báða
bóga.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hlutir kunna oft að hverfa
fyrirvaralaust svo þú skalt hafa auga á þeim
sem þér er sárt um. Lífið er eins og listin og
betra að leiða en stýra.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Líklega er farsælast að þú vinnir í
einrúmi í dag. Sérstaklega ef þér finnst eins
og aðrir séu fyrir þér. Þetta líður hjá.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Notaðu tímann til þess að hugsa
um vináttuna. Samræður þínar við yfirmenn
þína og aðra yfirboðara geta komið skemmti-
lega á óvart.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það getur reynst nauðsynlegt að leita
víða til þess að finna sannleikann og þá kann
margt miður fallegt að koma í ljós. Sýndu
þolinmæði og hugsaðu ekki of mikið um
þetta.
Í síðustu viku var gátan þessi eftirPál í Hlíð:
Hann var pabba orfi á,
oní jörðu rekinn sá.
Neðst á bátnum aftast er,
oft á göngu sárna fer.
Hér kemur lausn Hörpu í Hjarð-
arfelli:
Ég tók í hæla tvo á orfi,
tjaldhælana rak á kaf.
Á siglutrésins hæl ég horfi.
Hælsæri fæ göngu af.
Helgi R. Einarsson leysti gátuna
með þeirri athugasemd að eftirfar-
andi vísa hefði orðið til yfir kosn-
ingasjónvarpinu:
Hællinn er á orfı́ með ljá,
oft má hæl í jörðu sjá,
hæll er kjölnum aftast á,
ýmsa hæla göngur hrjá.
Og enn kemur hér gáta eftir Pál í
Hlíð:
Ég giftur henni Gunnu var,
get svo verið lélegt far,
og líka mælieining er,
oft ég skjólið veiti þér.
Í skjólinu að sitja er gott,
og súpa úr mér.
Stefán Vilhjálmsson segir á
Leirnum að stefnan sé tekin til
æskustöðva um hvítasunnuna:
Toga í mig fjörðinn finn,
til ferðar senn mig gyrði,
heldur sig nú hugurinn
hálfur í Mjóafirði.
Það fór svo fyrir mér sem oftar
þegar ég blaða í ljóðum og vísum
Bjarna frá Gröf að geta ekki hætt.
„Guð í sjónvarpinu“ kallar hann
þessa:
Í útvarpinu atómskáldin ekki þykja góð,
og ýmsir gjöra þeirra hlut nú smáan.
Þó Drottinn kæmi sjálfur og læsi þeirra ljóð
líklega myndu fáir hlusta á ‘ann
en gaman væri í sjónvarpinu að sjá ‘ann.
Ævidansinn:
Allt í gegnum aldaraðir
ekki breytast heimsins kynni,
ýmist hryggir eða glaðir
dansa menn um dauðans traðir.
Drottinn stjórnar hljómsveitinni.
Þessi staka skýrir sig sjálf:
Kosningarnar koma senn,
kurteisina bæta,
nú heilsa allir heldri menn
hverjum sem þeir mæta.
Á þingpöllum:
Ég þingmenn háa heyrði þar
halda ræður dagsins,
ég held þeir séu hornsteinar
í heimsku þjóðfélagsins.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Á hvítasunnu í Mjóafirði
og Drottinn í sjónvarpinu
Í klípu
„GOTT, ÞÚ KOMST MEÐ ÞITT EIGIÐ
SKRIFBORÐ. Í FYRSTA VIÐTALINU VAR
ÉG EKKI VISS UM AÐ ÞÚ VÆRIR RÉTTUR
MAÐUR Í STARFIÐ.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞÚ SAGÐIR MÉR AÐ HENGJA MYND
AF MÖMMU ÞINNI Í HOLINU.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... summa alls sem þú
ert mér.
Umhyggja gæska
Tillitssemi
þolinmæðiblíðuhót
húmor
rómantík
stöðugleiki
ERTU EKKI AÐ BORÐA
MATINN SJÁLFUR SEM ÞÚ
ELDAÐIR?
NEI, ÞAÐ
GERI ÉG
ALDREI!
AF
HVERJU?
ÞAÐ ER ÞVÍ AÐ ÞAKKA AÐ ÉG
ER ENN Á LÍFI, EFTIR ÖLL
ÞESSI ÁR!
ÉG ÞARF BARA
TVENNT, LÍSA.
ÁSTIR GÓÐRAR
KONU ...
OG ÓAÐ-
FINNANLEGA
SOKKASKÚFFU.
ER HANN MEÐ
ÞÉR, ÞESSI?
NEI!
Víkverji er kominn út úr skápnumsem slugsari: hann var að taka
nagladekkin undan bílnum. Já, það
er rosalegt að spæna upp malbikið á
negldum dekkjum og það langt fram
á sumar. Hann hugsar ekkert um
umhverfið og annað fólk heldur ein-
göngu um sjálfan sig.
x x x
Víkverji hefur enga afsökun fyrirþessum trassaskap aðra en þá
að hann er slugsari. Í fyrstu og ann-
arri atrennu var enginn tími laus á
dekkjaverkstæðinu og þurfti því frá
að hverfa. Samkvæmt skilgreiningu
Íslenskrar orðabókar er það slórsöm
manneskja. Það sem meira er þá er
hann einnig: drollari, sluddi og sluss-
ari. Það segir Samheitaorðabókin
honum að minnsta kosti. Slussari –
það er prýðis-nafngift á Víkverja.
Hver sem rekst á hann á göngu má
kalla á eftir honum: Slussari!
x x x
En annars þykir Víkverja alltafjafn gaman að leggja á bílastæð-
inu við vinnustað sinn. Kagginn sem
Víkverji ekur er græn lítil dolla með
ryðblettum. Það eru nokkrar ámóta
fagurgrænar kerrur í sama aldurs-
flokki og drossía Víkverja sem bíða
þolinmóðar við vatnið rauða eftir
réttmætum eigendum sem hlaupa
inn í þær í lok vinnudags og spæna í
burtu.
x x x
Ástæðan fyrir einskærri kátínuVíkverja í morgunsárið er sú að
hann leitar uppi flottustu bílana á
planinu og rennir gamla græn við
hlið þeirra. Jú, ástæðan er sú ein-
læga trú Víkverja að eigendur
margra milljóna króna bílanna hljóti
að gleðjast yfir hlutskipti sínu að
hafa slíkan grip til umráða, þegar
rúmlega áratugargamall og lúinn
skódi eyðir lunganum úr deginum
við hlið þeirra. Samanburðurinn er
fullkominn.
x x x
Annars ætlar Víkverji að nýtatækifærið og óska móður sinni
til hamingju með daginn. Til ham-
ingju með daginn, elsku mamma!
víkverji@mbl.is
Víkverji
Allt sem faðirinn gefur mér mun
koma til mín og þann sem til mín
kemur mun ég alls eigi brott reka.
(Jóhannesarguðspjall 6:37)