Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 IanaReykjavík Útsalan hefst í dag Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Seðlabanki Íslands hyggst á næstu dögum upplýsa erlend trygginga- félög og söluaðila þeirra á Íslandi um þeirra stöðu eftir að reglum um gjaldeyrismál var breytt 19. júní. Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum að hann muni „leita leiða til þess að lágmarka hugsanlegt óhagræði þeirra fjölmörgu einstak- linga sem gert hafa slíka samninga við erlend vátryggingafélög“. Þá segir þar að einstaklingar sem eiga í viðskiptum við félögin „ættu ekki að þurfa að bregðast við að svo stöddu“ og að leitast verði við að upplýsa almenning um stöðuna. Eins og komið hefur fram var reglum um gjaldeyrismál breytt til að stöðva óheimila söfnun sparnaðar erlendis. Er áréttað í tilkynningu að þetta feli ekki í sér nýja túlkun eða breytingu af hálfu Seðlabankans. Það sé á ábyrgð söluaðila að tryggja að samningar samræmist lögum. Sparnaður sé nefndur trygging Athygli vekur að í tilkynningunni segir að „nokkuð [sé] um samninga sem nefndir hafa verið trygging sem fela í sér söfnun á höfuðstól eða sparnaði erlendis að einhverju leyti“. Hefur Seðlabankinn ekki áður gengið jafnlangt í að gera grein fyrir ástæðum þess að reglum var breytt. Jafnframt vekur það athygli að tekið er fram að vissar líf- og sjúk- dómatryggingar séu löglegar, þótt um blandaða samninga sé að ræða. Varðar það samninga sem gerðir voru frá setningu hafta til 19. júní. „Áréttað er að með líftryggingu í þessu samhengi er átt við hefð- bundnar áhættulíftryggingar með söfnunarþætti þar sem vátrygging- arfjárhæðin er óháð uppsöfnuðum höfuðstól. Tilgangur framangreindr- ar heimildar er að tryggja að ein- staklingar geti viðhaldið líftrygging- unni þar sem erfitt gæti verið fyrir þá að fá sambærilega líftryggingu annars staðar, t.d. vegna breytts áhættumats,“ segir í tilkynningunni. Óvissa um vinsæla líftryggingu Hákon Hákonarson, eigandi Tryggingar og ráðgjafar, segir spurður um tilkynninguna að hann leggi þann skilning í hana að 101% líftrygging Friends Provident sem hann selji, falli ekki undir skilgrein- ingu Seðlabankans. „Það er því óvissa um tryggingar hjá um 12.000 Íslendingum sem gert hafa slíka samninga síðan höftin voru sett,“ segir Hákon og bætir við að mikið álag sé á starfsfólk sitt. Því hafi borist þúsundir fyrirspurna eftir að reglunum var breytt 19. júní sl. Hann furðar sig á frétt í Morgun- blaðinu í gær um að grunur leiki á því í Seðlabankanum að trygginga- miðlarar hafi brotið lög. „Heil stétt liggur undir ámæli um lögbrot. Svona vinnubrögð eru óforsvaran- leg. Vátryggingamiðlarar eru eftir- litsskyldir af Fjármálaeftirlitinu. Fyrir 30. apríl ár hvert sendum við FME ársreikning liðins árs og ef til- efni þykir til fáum við fyrirspurnir um einstök atriði. Síðan fáum við eftirlitsheimsókn minnst einu sinni á ári frá FME. Ég spyr: Er Seðla- bankinn að bera FME á brýn að vinna ekki vinnuna sína? Við erum ekki eftirlitsskyldir við Seðlabanka.“ Seðlabanki boðar svör næstu daga  Mun upplýsa erlend tryggingafélög og söluaðila um nýjar gjaldeyrisreglur og áhrifin á samninga  Tryggingamiðlari telur nýja tilkynningu SÍ ekki eyða óvissu um líftryggingar um 12.000 Íslendinga Við erum ekki eftirlitsskyldir við Seðlabanka. Hákon Hákonarson Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Tundurdufl frá seinni heimsstyrjöld- inni var sprengt á Brekknasandi við Þórshöfn á mánudaginn og voru sér- fræðingar frá Landhelgisgæslunni þar að verki en lögreglu hafði verið tilkynnt um duflið. Duflið mun hafa verið lengi í sand- inum en óvíst að það hafi alltaf verið vel sýnilegt, vegna hreyfingar á sandinum af völdum sjávarfalla og veðurs. Að sögn starfsmannanna var þetta breskt dufl og í því voru um 2-3 kg af sprengiefni en fullhlaðið hefur duflið innihaldið um 250 kg af efninu í upphafi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík dufl finnast á sandinum, að sögn Gæslunnar og landeigenda, og hefur þeim þá verið eytt. Brekknasandur er vinsælt útivist- arsvæði göngufólks. Einnig eru landeigendur þar oft á ferð með dráttarvélar að draga saman reka- við. Veiðimenn og fleiri aka þarna líka en ós Hafralónsár er við sand- inn. Full ástæða er því til að gera lögreglu viðvart ef fólk verður vart við ókennilega hluti á sandinum. Sprengdu tundurdufl frá seinni heimsstyrjöldinni Fyrir og eftir Ekki var mikið eftir af duflinu þegar það hafði verið sprengt.  Fannst á Brekkna- sandi við Þórshöfn Samninganefndir Læknafélags Ís- lands og Skurðlæknafélags Íslands funduðu í gær í húsnæði rík- issáttasemjara vegna kjaradeilu fé- laganna við ríkið. Var þetta fyrsti fundurinn í kjaradeilunni eftir að henni var vísað til sáttasemjara. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar LÍ, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að lítið væri hægt að segja um gang mála eftir fundinn, en að þau myndu hittast aftur á þriðjudaginn eftir viku. Í máli Sigurveigar í fyrrakvöld kom fram að enn bæri mikið á milli aðila. Fundað í kjaradeilu lækna Björgunarfélag Hornafjarðar hóf í gærkvöldi að svipast um eftir frönskum ferðamanni sem fór í göngu á Lónsöræfum þann 17. júní sl. Ekkert hafði til hans spurst áður en leitin hófst. Maðurinn hafði sagst ætla að vera á ferðinni í nokkra daga en þar sem rúm vika er nú liðin frá því að hann lagði af stað í ferð sína var ákveðið að hefja leit að honum. Ábendingar bárust um ferðir mannsins eftir að leit hófst í gær- kvöldi en sést hafði til hans á ferð- inni á svæðinu síðustu daga. Því var ekki ástæða til að ætla að eitthvað amaði að honum og leit var hætt. Ferðamanns leitað í gær félags Íslands, og er þetta fyrsti Aldingarður æsk- unnar sem opnaður er. Ætlunin er að opna fleiri slíka garða. Tilgangur verkefnisins er að efla vit- und og virðingu ungra barna fyrir ræktun ávaxta- Verkefninu Aldingarði æskunnar var formlega hleypt af stokkunum í gær við leikskólann Steina- hlíð á Suðurlandsbraut. Verkefnið er samstarf Barnavinafélagsins Sumargjafar og Garðyrkju- trjáa og berjarunna með því að skapa fallegan trjáreit með algjöra sérstöðu. Verkefninu verður fylgt eftir með fræðslu til barna, foreldra og ann- arra sem láta sig málið varða. Morgunblaðið/Styrmir Kári Aldingarður æskunnar opnaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.