Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 177. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Þrif fyrir „ótrúlega“ lág laun 2. Kynþokkafyllstu eiginkonur á HM 3. Stunda kynlíf einu sinni í mánuði … 4. Seldi systur sína í hjónaband »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Útgáfu ljóðabókarinnar Hvera- fuglar eftir Einar Georg verður fagn- að í dag kl. 17 í verslun Eymundsson að Laugavegi 77. Einar Georg er kunnur af textasmíð sinni fyrir syni sína, þá Þorstein í hljómsveitinni Hjálmum og Ásgeir Trausta. Ásgeiri er greinilega fleira til lista lagt en tónlist því hann myndskreytir ljóða- bók föður síns. Ásgeir mun leika fyrir gesti í útgáfuhófinu í dag. Morgunblaðið/Kristinn Ásgeir fjölhæfur  Alþjóðlega myndlistarsýn- ingin Rúllandi snjóbolti/5, Djúpivogur verður opnuð 12. júlí nk. í Bræðslunni á Djúpavogi. 33 listamenn frá Kína, Evrópu og Íslandi taka þátt í sýningunni sem er samvinnuverkefni Djúpavogshrepps og Chinese European Art Center. Ís- land er fyrsta landið utan Kína þar sem stofnunin stendur fyrir sýningu. Meðal íslenskra listamanna á sýning- unni eru Erró, Ragna Róbertsdóttir, Rúrí, Ragnar Kjartansson og Kristján og Sigurður Guðmundssynir. Rúllandi snjóbolti  Sólóplata Felix Bergs- sonar, Borgin, kemur út í dag og af því tilefni býður hann í matar- og tónlistarsmakk á mat- húsinu Bergsson sem bróðir hans Þórir rekur, í dag milli kl. 17 og 19. Bergssynir bjóða í smakk á Bergsson Á föstudag Hæg suðvestlæg eða breytileg átt, skýjað vestan- og suðvestantil og sums staðar súldarloft, einkum við ströndina, en skýjað með köflum norðaustantil. Hiti 10 til 18 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt 3-10 m/s. Skýjað víðast hvar og rigning eða súld með köflum, einkum vestantil. Lengst af þurrt og fremur bjart norðaustantil. Hiti 10-20 stig, hlýjast norðaustantil. VEÐUR Ari Bragi Kárason er tromp- etleikari að atvinnu og bæj- arlistamaður Seltjarnar- ness. Í fyrra fór hann að æfa frjálsíþróttir, á dögunum var hann valinn í landsliðið og setti um helgina Íslands- met með boðhlaupssveit Ís- lands í Evrópukeppni lands- liða í Georgíu. „Ég ákvað í nóvember að byrja að æfa reglulega og nú á þetta hug minn og hjarta,“ segir Ari. »4 Bæjarlistamað- urinn í landsliðinu Beðið er eftir niðurstöðu Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í máli Luis Suárez. Sá frestur sem FIFA gaf Suárez og úrúgvæska knattspyrnusambandinu til að svara fyrir sig rann út klukkan átta í gærkvöld að íslensk- um tíma. Búist er við niðurstöðu í dag. FIFA er vandi á höndum. Ekkert mál þessu líkt hefur verið á borði sambands- ins áður. »1 Beðið eftir niðurstöðu FIFA um Luis Suárez Argentína, Nígería, Frakkland og Sviss tryggðu sér farseðilinn í 16-liða úrslitin á HM í Brasilíu í gær. Riðla- keppninni á heimsmeistaramótinu lýkur í kvöld og verður fróðlegt að sjá hvort Aron Jóhannsson og félagar hans í bandaríska liðinu komast áfram en þeir etja kappi við sterkt lið Þjóðverja og dugar báðum liðum jafn- tefli til að komast áfram. »2-3 Komast Aron og félagar áfram á HM? ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Oftast er flugfært hingað til Hafnar. Á veturna heyrir til undantekninga að dagur falli úr, en á sumrin verða stöku sinnum frátafir, til dæmis þeg- ar köld gola af hafinu með þoku kemur hér inn yfir Nesjar. Þó er þetta frekar fátítt; fjöll eru engin fyr- irstaða hér, aðflugstækin góð og flugmennirnir öruggir,“ segir Vignir Þorbjörnsson. Sjómaður á Suðurfjörur Óhætt er að segja að Vignir sé táknmynd flugs- ins á Höfn í Hornafirði. Hann hefur í um hálfa öld starfað á flugvellinum þar og haft afgreiðslu far- þegavéla með höndum. Lengst fyrir Flugfélag Ís- lands en frá 2007 fyrir Flugfélagið Erni. Þjónusta við flugið eystra er embætti sem geng- ur í erfðir. Þegar Flugfélag Íslands hóf þangað flug árið 1939 hafði afi Vignis, Sigurður Ólafsson skip- stjóri, starfið með höndum. Traustan sjómann þurfti til starfsins, en allt til 1965 var flugvöllur Hornfirðinga á Melatanga á Suðurfjörum vestan óss Hornafjarðarfljóts. Þurfti að fara á bát úr kaup- túninu á tangann til þess að komast í flug. Þau Þor- björn Sigurðsson og Ágústa Vignisdóttir, foreldrar Vignis, tóku við flugafgreiðslunni síðar. Það var svo 1965 sem núverandi flugvöllur á Höfn, upphaflega kenndur við bæinn Ánanes, var tekinn í notkun. Þá var Vignir byrjaður í flugafgreiðslunni, formlega árið 1970. Blikfaxi kom fyrstur „Maður lifir og hrærist í þessu,“ sagði Vignir þegar Morgunblaðið hitti hann eystra í vikunni. „Þegar ég byrjaði voru Douglas DC-3-vélarnar frá Flugfélagi Íslands í aðalhlutverki. Þegar þessi flug- völlur var svo opnaður 22. september 1965 var Fokker Friendship að taka við. Fyrsta vélin sem hér lenti var þeirrar gerðar, Blikfaxi, þá nýkomin til lands. Síðan þá hefur ýmsum gerðum véla verið flogið til Hafnar og nú J32 Jetstream hjá Erni.“ Vignir segir ánægjulegt að farþegum í Horna- fjarðarflugi fjölgi, meðan fækki á öðrum leggjum. „Þegar Ernir tók við flugi hingað fyrir sjö árum voru farþegar á ári um 10.000 en verða í ár minnst þúsundinu fleiri. Þarna ræður að ferðamönnum fjölgar. Jöklarnir heilla. Þá er talsvert umleikis í at- vinnulífi hér; ferðaþjónustu og sjávarútvegi,“ segir Vignir. Hann telur þetta staðfesta mikilvægi innan- landsflugsins fyrir byggðir úti á landi. Þá megi ekki heldur gleyma öryggissjónarmiðunum. Á síðasta ári hafi sjúkraflugvélar komið um fimmtíu sinnum til Hornafjarðar – þá að jafnaði vikulega. Dótturdætur til starfa „Áður fyrr var ég í turninum og leiðbeindi flug- mönnum til lendingar og í afgreiðslu. Nú dugar það síðarnefnda,“ segir Vignir Þorbjörnsson. Starfinu hafa þau Sigríður Eymundsdóttir kona hans sinnt og margir fleiri. Börn þeirra hafa komið að málum og nú dótturdæturnar Vigdís María og Ragnhildur Lind. Allt gengur í hringi – fimmti ættliðurinn er kominn til starfa á Hornafjarðarflugvelli. Flugið er samofið tilverunni  Vignir í hálfa öld á Hornafjarðarflugvelli  Fimmti liður til starfa Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lesning Vignir Þorbjörnsson. Mörg var sendingin og hið daglega Morgunblað er auðvitað ómissandi. Ernismenn Sigurbjörn Ragnarsson flugstjóri og Ólafur Haukur Ólafsson við skrúfuþotuna. Einn merkasti atburðurinn í flugsögu Íslands var þegar hinn sænski Eric Nelson flugkappi kom til Hornafjarðar fyrir 90 árum, 2. ágúst 1924. Ísland var einn viðkomustaða Nelsons í fyrsta fluginu umhverfis hnöttinn. Sjó- flugvél sinni lenti hann úti á Hornafirðinum. Hélt svo áfram – eins og byr gaf – og náði til New York í septemberbyrjun. Eru Horn- firðingar áfram um að halda þessu sögulega afreki Nelsons á lofti og um það eru tvö minnismerki; annað hjá hótelinu á Höfn og hitt við flugvöllinn. Í núinu er veruleikinn hins vegar sá að flugmenn sem koma handan um höf mega ekki lenda á Hornafirði, sakir gildandi reglna um öryggismál og landamæri. Nelson til New York fyrir 90 árum VIÐKOMUSTAÐUR Í HNATTFLUGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.