Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 23
Adda fæddist að sumri þegar dagurinn er endalaus og hún kvaddi okkur inn í bjarta sumar- nóttina enda var hún náttúru- barn. Hún var fædd í Eyjum og þar bjó hún öll sín bernsku- og uppvaxtarár og átti þaðan góðar og skemmtilegar minningar. Þar sló hjarta hennar alla ævi þó svo að örlögin höguðu því svo að hún byggi í Reykjavík. Hún fylgdist vel með því sem gerðist á gömlu heimaslóðunum og heimsótti þær eins oft og aðstæður leyfðu. Sem lítil stelpa var ég svo heppin að fá að dvelja eitt sumar hjá henni í Reykjavík og var það ógleymanlegur tími. Við frænk- urnar fórum ófáar ferðir saman um borgina, annaðhvort í strætó sem fyrir mér, landsbyggðar- barninu, var stórkostleg upplifun eða keyrðum á Volks- wagen-bílnum hans Magnúsar mannsins hennar með hliðar- blöðkunum sem voru stefnuljós. Hún sinnti mér af sinni einstöku hlýju og þarna voru hnýtt tengsli sem aldrei slitnuðu eða bar skugga á. Mér var því bæði ljúft og skylt að endurgjalda henni umhyggjusemina þegar hún þurfti á að halda. Börnunum mínum sýndi hún sömu hlýju og kærleika og mér forðum og lét sér annt um þau eins og þau væru hennar eigin. Áttu þau alltaf athvarf hjá Öddu og Magnúsi manni hennar sem þau litu á sem ömmuna og afann í Árbænum. Hún sá um að þau fengju nóg að borða og praktísku hlutina, hann um sprellið og ærsl- in. Það var svo margt sem við gát- um lært af henni frænku minni. Manngæsku, umhyggjusemi fyrir öðrum, reglusemi og nákvæmni svo bara fátt eitt sé talið. Allt lék í höndunum á henni hvort sem það var handavinna eða matargerð og enginn fór svangur út af hennar heimili. Þau hjón Adda og Maggi voru órjúfanlegur partur af lífi okkar Mosfellsbæjarfjölskyldunnar. Hvort sem haldnar voru afmæl- isveislur, jólaboð eða ef eitthvað stóð til í fjölskyldunni áttu þau sinn sess og skrítið til þess að hugsa að tveir stólar verða tómir þegar fjölskyldan kemur saman næst. Með kærleika og þakklæti kveð ég og þakka henni fyrir sam- fylgdina. Helga Sig. Þegar ég var smápolli bjó ég ská á móti Öddu og Magga í Ár- bæjarhverfinu. Á hverjum degi beið ég út í glugga eftir að Adda kæmi heim úr vinnunni og um leið og ég sá hana stíga úr strætó og ganga upp götuna þá hljóp ég út á móti henni í von um að fá ann- aðhvort Svala eða gúmmíbangsa, stundum fékk ég hvort tveggja. Það eru ekki allir svo heppnir að eiga eitt aukasett af ömmum og öfum, en Adda og Maggi voru okkur systkinunum það. Við vor- um tíðir gestir hjá þeim hjónum og aldrei fannst mér leiðinlegt að fara í pössun til Öddu og Magga þó svo að ég væri búinn að horfa hundrað sinnum á sömu gömlu vídeóspóluna með henni Helgu Möller, af öllum. Mér er minnis- stætt þegar mamma hringdi sem oftar í Öddu og bað hana um að passa „ormana“ fyrir sig, orð sem var oft notað yfir okkur systkinin. En eitthvað sló nú saman í höfð- inu á Öddu í það skiptið og sagði hún þá: „Já, þó það nú væri, settu þá bara út á svalir.“ Það fór aldrei neinn svangur frá Öddu, hún var alltaf tilbúin með nýbakaðar pönnsur og með því. Það beið mín iðulega fjall af pönnsum þegar ég kom til þeirra eftir sænskutíma og alltaf tók ég með mér heim fullan bakka í nesti. Ég er ekki frá því að hún Adda eigi nokkur kíló í mér. En nú ertu farin frá okkur, elsku Adda, þín verður sárt sakn- að. Takk fyrir alla þolinmæðina, góðmennskuna, góðu stundirnar, pönnsurnar og gúmmíbangsana. Sæþór. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 nikkan þá oftast tekin upp og spil- uð lífleg gömludansalög eða ítalskar sveiflur. Þegar yngri dóttirin (Guðfinna) var í námi á Ítalíu, kom Erlingur til Rómar þar sem hann naut sín vel, en stærsta ósk hans var að fara til Castelfidardo, þar sem þekktar harmónikur eru enn framleiddar. Þar keypti hann harmónikur, sem hann flutti til landsins, og lærði auk þess að stilla og gera við slík hljóðfæri. Seinustu árin hafði hann þessa iðn sem áhugamál, og voru þá pantaðir varahlutir frá Castelfid- ardo, og lærði faðir okkar að tala dálitla ítölsku, og spurði þá gjarn- an hvernig bera ætti orð eða setn- ingar fram. Hjá okkur munu minningar um þig ætíð lifa. Hvíl í friði, elsku pabbi. Að endingu lát- um við fylgja með ljóð eftir Svein- björn Egilsson. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn, engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þínar dætur, Guðbjörg og Guðfinna Ósk. Erlingur Helgi Einarsson, móðurbróðir minn, er látinn. Elli frændi eins og ég kallaði hann allt- af. Ég man fyrst eftir Ella hjá ömmu og afa á Langholtsvegin- um, hann heimsótti okkur oft í Kópavoginn þar sem ég ólst upp, síðan liðu mörg ár, þá tókst með okkur góð vinátta. Elli labbaði alla tíð mikið, hann fæddist og ólst upp á Laugaveginum. Hann þufti ekki að klífa fjöll til að næra líkama og sál, heldur naut þess að vera inn- an um iðandi mannlífið, það var hans alfa og omega. Það er ekki erfitt að telja upp mannkosti Ella frænda. Hann var skapgóður að eðlisfari, hrekklaus, hláturmildur, greiðvikinn og mátti ekkert aumt sjá. Músíkin átti hug hans og hjarta alla tíð. Elli frændi spilaði bæði á trommur og harmonikku. Á nikkuna spilaði hann mikið, bæði íslensk og ítölsk lög, uppá- haldslagið mitt var O sole mio sem Elli spilaði fyrir mig mjög oft. Í minningunni eru þetta yndislegar stundir sem ég mun ávallt varð- veita. Elli fór oftar en einu sinni til Ítalíu og elskaði allt sem ítalskt var, sérstaklega tungumálið, hann var orðinn nokkuð sleipur að tala ítölsku. Elli gat á köflum verið svolítið utan við sig, þá varð mér á að leiðrétta hann, þá hló hann dátt sem endaði með því að við fengum hláturskast, og stundum yfir öllu og engu: Þetta er svo hollt fyrir sálina, sagði Elli. Það er mikil gæfa í lífinu að eignast þrjú mann- vænleg börn sem Elli átti með Sóleyju Hermanníusdóttur, leiðir þeirra skildi. Að leiðarlokum vil ég þakka þér, elsku Elli minn, fyrir öll okkar góðu samskipti. Gleðina og hláturinn gafstu mér sem var eins og vítamínsprauta fyrir sál- ina, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Hvíl þú í friði, Elli frændi. Ég votta aðstandendum og öllum þeim sem þótti vænt um Erling Helga Einarsson mína dýpstu samúð. Þín frænka, Guðfinna Gústavsdóttir. ✝ Ólafur Lárus-son fæddist á Akureyri 15. sept- ember 1934. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 18. júní 2014. Hann var sonur Ólafar Jóhönnu Sigurjónsdóttur, f. 1.2. 1914, d. 11.2. 1935 og Einars Sveinssonar, f. 7.1. 1911, d. 29.6. 1981. Ólöf lést stuttu eftir fæðingu Ólafs og ætt- leiddu þau Guðný Hjálm- arsdóttir, f. 29.10. 1902, d. 27.3. 1982, og Lárus Hinriksson, f. 20.9. 1901, d. 5.11. 1982, Ólaf. Systkini Ólafs eru: Sveinn Lárus Einarsson, f. 24.11. 1932, d. 2.5.1985, Valgerður Lárusdóttir, f. 7.1. 1925, d. 28.12. 2011, Sig- rún Jóna Lárusdóttir, f. 16.4. 1929, d. 16.1. 2012, og Hinrik Lárusson, f. 3.6. 1932. Ólafur giftist Frúgit Thoroddsen, f. 29.9. 1938, d. 17.4. 2014, slitu þau samvistum. Börn og stjúp- sonur Ólafs eru: Lárus Óskarsson, f. 17.1. 1957, maki Ól- ína Alda Karlsdóttir og þau eiga 5 börn. Faðir Lárusar er Óskar Þórhallsson, f.4.8. 1940. Snæ- björn Þór Ólafsson, f. 20.2. 1958, maki Sigríður Kristín Pálsdóttir og þau eiga 2 börn. Karl Knútur Ólafs- son, f. 5.3. 1960, maki Margrét Helma Karlsdóttir og þau eiga 4 börn. Sigurður Árni Ólafsson, f. 18.7. 1961, maki Lilja Þorsteins- dóttir og þau eiga 4 börn. Guðný Ólafsdóttir, f. 30.7. 1962, maki Hermann Guðjónsson og þau eiga 3 börn. Þröstur Ólafsson, f. 7.10. 1963, maki Eydís Rebekka Björgvinsdóttir og þau eiga 5 börn. Barnabörn Ólafs eru 23 og barnabarnabörn 31. Úför Ólafs fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag, 26. júní 2014, kl. 13. Lífið er þraut og leysa hana þarf, ljúft það og sárt er í senn, en bjartsýni fékk ég í föðurarf og frábært lífið er enn. Pabbi þú hefur kennt mér svo mikið margt hefur þú lifað og reynt. Ég veit að ég sterkari er fyrir vikið þótt erfiðleikarnir fari ekki leynt. Ætíð má tárin af vöngunum þerra, alltaf þú ert til að hugga mig. Þú hefur lyft mér úr þunglyndi verra, þakklát ég Guði er fyrir þig. (Árný Sigurbjörg Guðjónsdóttir) Hvíldu í friði, elsku pabbi. Þín dóttir, Guðný. Til þín ég hugsa, staldra við. Sendi ljós og kveðju hlýja. Bjartar minningarnar lifa ævina á enda. (Höf. ókunnur.) Sofðu rótt, elsku Óli minn. Þín tengdadóttir, Sigríður Kristín Pálsdóttir. Elsku afi, nú þegar ég sit hér heima að skrifa nokkur kveðju- orð til þín er sumarið 2000 það fyrsta sem kemur upp í hugann, það sumar sem við unnum saman og kynntumst hvor öðrum fyrir alvöru. Ég get ekki annað en brosað yfir öllu sem við brölluð- um og öllum sögunum sem þú sagðir mér í kaffi- og matartím- unum. Það er óhætt að segja að þú hafir haft meiri reynslu af líf- inu en flestir aðrir og þú kunnir sko að segja skemmtilegar sögur. Þetta sumar er mér ógleyman- legt og ótrúlega dýrmætt. En nú er þinn tími kominn og sem betur fer held ég að þú hafir vitað það og verið sáttur við að kveðja. Kveð þig með texta úr lagi eft- ir Ásgeir Trausta. Takk fyrir samveruna, elsku afi, sjáumst síðar. Heim á leið, held ég nú hugurinn þar er hugurinn þar. Ljós um nótt, lætur þú loga handa mér loga handa. Það er þyngsta raun þetta úfna hraun. Glitrar dögg gárast lón gnæfa fjöllin blá gnæfa fjöllin. Einn ég geng, einni bón aldrei gleyma má Aldrei gleyma. Löng er för, lýist ég lít samt fram á veg lít samt fram á veg Heim á leið, held ég nú hugurinn þar er hugurinn þar. Ljós um nótt, lætur þú loga handa mér Loga handa. Það er þyngsta raun þetta úfna hraun. (Einar Georg Einarsson) Heimir Karlsson. Ólafur Lárusson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÁRNASON, fv. stöðvarstjóri Pósts og síma, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar sunnudaginn 15. júní. Jarðað verður frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 28. júní kl. 14.00. Regína Guðlaugsdóttir, Þóra Guðmundsdóttir, Helena Guðmundsdóttir, Böðvar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ELLERT GUÐMUNDSSON skipstjóri, lést á Landakoti miðvikudaginn 11. júní. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Marta Sigurðardóttir, Hildur Ellertsdóttir, Stefán Hallur Ellertsson, Margrét Ellertsdóttir, Ægir Pétur Ellertsson. ✝ Ástkær móðir mín, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA JÓNSDÓTTIR, Langagerði 90, lést á Vífilsstöðum mánudaginn 23. júní. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 30. júní kl. 13.00. Jóhann B. Jónsson, Guðríður Bjarnadóttir, Guðbjörg S. Guðmundsdóttir, Gísli Guðmundsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, EINARS GUÐNASONAR, fyrrverandi skipstjóra, Suðureyri. Guðný Kristín Guðnadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN EYJÓLFUR AÐALSTEINSSON frá Hvallátrum á Breiðafirði, til heimilis að Hraunbæ 103, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 8. júní. Jarðarförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 27. júní kl. 13.00. Anna Margrét Pálsdóttir, Hafliði Már Aðalsteinsson, Jófríður Benediktsdóttir, Elín Ágústa Aðalsteinsdóttir, Ásbjörn R. Jóhannesson, Jón Valdimar Aðalsteinsson, Sigrún Davíðsdóttir, Páll Finnbogi Aðalsteinsson, Anna Reynisdóttir, Skúli Aðalsteinsson, Guðrún Brynjarsdóttir, Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, Eiríkur Kr. Jóhannsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Guðbjörg Aðalsteinsdóttir, Gísli Jón Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI THORVALDSSON, lést mánudaginn 16. júní. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 30. júní kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hans látið líknarstofnanir njóta þess. Hákon Helgason, Millý Svavarsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Guðrún Helgadóttir, Matthías Pétursson, Jóhanna Helgadóttir, Garðar Eggertsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir minn, mágur og frændi, ÁSGEIR PÉTUR ÁSGEIRSSON, fyrrverandi dómstjóri, Boðaþingi 10, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 15. júní. Að ósk hins látna fór útförin fram í kyrrþey frá Fossvogskirkju hinn 25. júní. Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Stefán Jónsson, Ásgeir Guðjón Stefánsson, Stefán Örn Stefánsson, Friðfinnur Orri Stefánsson, Hákon Stefánsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.