Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 17
SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Óbeint framlag íslenskra hafna er rúmlega 28% af landsframleiðslu en beint framlag um 0,3%. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum Vals Rafns Halldórssonar, starfs- manns Hafnasambands Íslands hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, í MS ritgerð hans um efnahagsáhrif íslenskra hafna, sem var lokaverk- efni hans í meistaranámi í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands á dögun- um. Ljóst er að hafnir landsins skipta miklu máli. Þær eru „ein af lífæðum íslensks sam- félags“, eins og Valur Rafn orðar það í ritgerðinni, og mikilvægt er „að hlúa að þeim og finna leiðir til að stuðla að betri fjárhagsstöðu og starfsemi“. Valur Rafn segir að niður- stöðurnar komi í sjálfu sér ekki á óvart, en hugsan- lega hafi ekki allir gert sér grein fyr- ir því að margar hafnir standi ekki undir nauðsynlegum framkvæmd- um. Mikilvægar starfsstöðvar Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna og formaður Hafnasam- bands Íslands, segir að úttektin hafi verið unnin samhliða tillögum að stefnumótun fyrir hafnir á Íslandi. Niðurstöðurnar sýni hvað hafnirnar hafi mikið vægi sem hluti af tekjum sveitarsjóðs í hverju byggðarlagi. Í öðru lagi komi fram að um sé að ræða gífurlega mikilvægar starfs- stöðvar og í þriðja lagi sé réttilega bent á misjafna stöðu hafna og æski- legt sé að huga að ákveðinni hagræð- ingu á hafnarsjóðum til að gegna hlutverkinu betur en nú er gert. „Viðfangsefnið er tekið saman með skýrum hætti og hlutverk okkar hafnarmanna er að halda á lofti mik- ilvægi hafnanna og hvað hafnar- aðstæður og traustur rekstur hafna skiptir samfélagið í heild gríðarlega miklu máli,“ segir Gísli. Í ritgerðinni kemur fram að fram- lag ríkisins til hafnarmála hafi dreg- ist mikið saman á nýliðnum árum. Það hafi þó verið aukið á fjárlögum fyrir 2013 og 2014, en mikill meiri- hluti fjármagnsins fari í fram- kvæmdir við Landeyjahöfn, sem er ekki í eigu sveitarfélags heldur rík- isins. Gísli segir að þessi staða sé visst áhyggjuefni. Hafnarmannvirki séu mjög dýr og margir smærri hafnar- sjóðir hafi ekki bolmagn til að end- urnýja mannvirkin, burtséð frá ný- framkvæmdum. Hafnirnar séu í samkeppni við lönd sem hafi aðgang að styrkjum, ýmist frá eigin ríkjum eða frá Evrópusambandinu. „Ef við ætlum að sjá sjálf um hafnarmann- virkin verða ríkið, sveitarfélögin og hafnarsjóðir að sjá um í sameiningu að tryggja það að þessar aðstæður séu eins góðar og best verður á kos- ið,“ segir Gísli. Fram kemur að hugsanlega séu hafnarsjóðir of margir og samkvæmt könnun Vals Rafns svöruðu allir hafnarstjórar nema einn því til að fækka mætti hafnarsjóðum. Gísli segir að á hafnasambandsþingi í haust verði látið á það reyna hvort skynsamlegt sé að sameina hafnar- sjóði. Mikil samkeppni Talsmenn Hafnasambandsins hafa bent á að tekjumöguleikar hafna innan Íslands séu afmarkaður þáttur og ekki líklegur til að vaxa mikið á næstu árum. Því sé mikil- vægt að horfa til annarra tekju- möguleika. Í því sambandi áréttar Valur Rafn meðal annars að hafnir gætu orðið þjónustumiðstöðvar fyrir Grænland eins og bent sé á í skýrslu Íslenska sjávarklasans, Stefna til 2030. Þar sé líka rætt um aukin tæki- færi vegna aukinnar skipaumferðar og auðlindasóknar á norðurslóðum og þannig geti Ísland orðið þjónustu- miðstöð á Norður-Atlantshafi. Gísli tekur í sama streng. Miklir mögu- leikar felist í þróuninni á Grænlandi, norðurhafssiglingum og í olíuleit norður af Íslandi. „Við þurfum að vera í stakk búin til þess að geta tek- ið þátt í samkeppni um þessa um- ferð.“ Til að svo megi verða segir hann mikilvægt að hafnirnar þéttist í rekstri og að stefnumótun til lengri tíma verði skýrari, þannig að menn sæki fram en standi ekki í stað. Óbeint framlag er rúmlega 28% af landsframleiðslu  Íslenskar hafnir lífæðar sem skila miklu í þjóðarbúið og geta gert enn betur Morgunblaðið/Eggert Hafnarstarfsemi Ferðaþjónusta eins og hvalaskoðun, sjóstangveiði, skútusiglingar er vinsæl hjá ferðamönnum. FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Fataskápatilboð 35% afsláttur Þín veröld X E IN N IX 13 07 00 6 Mikið úrval af vönduðum fataskápum á 35% sumarafslætti. Við getum breytt og sett upp ef óskað er. Þú finnur einnig hjá okkur drauma eldhúsinnréttinguna ásamt þvottahús- og baðinnréttingum. Dagana 27.-29. júní fara Hamingju- dagar á Hólmavík fram í 10. sinn. Ýmislegt sem gerist á Hamingju- dögum er löngu orðið að hefð. Ber þar helst að nefna kassabílarall fyrir börn þar sem nú hefur verið sett hjálmaskylda og verður undir lögregluvakt. Hamingjuhlaupið er fastur liður en að þessu sinni verða hlaupnir 37 kílómetrar frá Kleifum í Gilsfirði. Hápunktur hátíðarinnar eru síðan Hamingjutónar, þar sem ungt og upprennandi listafólk af Vestfjörðum lætur ljós sitt skína. Hamingjuhlaðborðið verður á sín- um stað þar sem íbúar Stranda- byggðar bjóða gestum og gangandi upp á hnallþóruhlaðborð og kepp- ast um að eiga hamingjusömustu kökuna. Dagskrána í heild er að finna á www.hamingjudagar.is. Hamingjudagar haldnir á Hólmavík Kassabílarallið sívinsæla. Á hafnasambandsþingi í Vest- mannaeyjum haustið 2012 var stjórn Hafnasambands Íslands fal- ið að láta gera úttekt á efnahags- áhrifum íslenskra hafna og vægi þeirra í íslensku atvinnulífi. Und- anfarna mánuði hefur Valur Rafn Halldórsson sinnt þessu starfi og var úttektin jafnframt MA-ritgerð hans í stjórnun og stefnumótun. Helstu tekjur hafnasjóða eru bryggjugjöld, lestargjöld, afla- gjöld, vörugjöld og hafnargjöld. Einnig má nefna vogargjöld, hafn- sögugjöld, hafnarbakkaleigu, fest- argjöld og sorpgjöld. Valur Rafn bendir líka á að hafnarsjóðir rukki sérstaklega fyrir útköll starfs- manna og aðra þjónustu. Fram kemur að aflagjöld vega mest í tekjum flestra hafna. Valur Rafn áréttar að við- unandi hafn- araðstaða skipti miklu máli fyrir efna- hag landsins. Um 9.000 manns, um 5,3% af heildarvinnuaflinu, hafi starfað við fiskveiðar eða fisk- vinnslu 2012, mikill meirihluti vöruflutninga sé með flutn- ingaskipum, skemmtiferðaskip skili víða miklum tekjum og haf- sækin ferðaþjónusta, t.d. báts- ferðir og hvalaskoðun, fari vax- andi. Aflagjöld vega mest í tekjum HAFSÆKIN FERÐAÞJÓNUSTA FER VAXANDI Valur Rafn Halldórsson Íslenska landsliðið í bridge vann Portúgal og Króatíu á fjórða degi Evrópumeistaramótsins í bridge í gær en tapaði fyrir Austurríki. Í fyrradag vann íslenska landsliðið Grikkland en tapaði fyrir bæði Mónakó og Finnlandi, samkvæmt vefnum www.bridge.is. Ísland var í 8. sæti í sínum riðli eftir 11. um- ferð. Evrópumótið í sveitakeppni í bridge hófst í Opatija í Króatíu 21. júní og stendur til 1. júlí. Alls taka 38 lönd þátt í opnum flokki og vinna sex efstu sér rétt til að spila á næsta heimsmeistaramóti. Landslið Íslands skipa: Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni Einarsson; Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson; Magnús Magnússon og Þröstur Ingimarsson. Fyrirliði liðsins er Sveinn Rúnar Eiríksson. Landsliðið vann Portúgal og Króatíu Bridge Landslið Íslands vann tvo leiki af þremur á mótinu í gær. Gísli Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.