Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 » FjölskyldusýningSirkuss Íslands, Heima er best, var frumsýnd í gærkvöldi í nýju sirkustjaldi hóps- ins á Klambratúni. Auk Heima er best mun Sirkus Íslands sýna í sumar sýninguna S.I.R.K.U.S. sem sett er saman með yngri börnin í huga og Skinnsemi, ka- barettsýningu með sirkusívafi sem aðeins er ætluð fullorðnum. Sýningar verða haldnar fram til 13. júlí og held- ur sirkusinn þá út á land með sýningarnar. Sirkus Íslands vígði nýtt sirkustjald í gær m Morgunblaðið/Golli Sirkus Heima er best er alíslensk skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Fjör á Klambratúni Börnin fengu meðal annars að ganga á stultum. Fyrir tveimur árum kom útgamanmyndin 21 JumpStreet, sem byggð var ásamnefndum sjónvarps- þáttum frá lokum níunda áratug- arins, en þar stigu menn á borð við Johnny Depp og Richard Grieco sín fyrstu frægðarskref í leiklist- inni. Í myndinni frá 2012 fengum við að kynnast lögregluþjónunum Schmidt (Jonah Hill) og Jenko (Channing Tatum), sem brugðu sér í gervi framhaldsskólanema til þess að uppræta eiturlyfjahring. Myndin gekk þokkalega vel og var því nánast óumflýjanlegt að boðið yrði upp á framhaldsmynd tveimur árum síðar. Að þessu sinni fáum við að fylgjast með þeim Schmidt og Jenko fást við lífið á há- skólastigi, þar sem þeir þykjast vera nýnemar. Markmiðið að þessu sinni er, eins og í fyrri myndinni, að uppræta eiturlyfjahring. Á sama tíma reynir mjög á vináttu þeirra Schmidt og Jenko, þar sem rannsóknin leiðir þá á ólíkar braut- ir. Það bregður oft til beggja vona þegar gerðar eru framhaldsmyndir af vinsælum gamanmyndum. 22 Jump Street er þrátt fyrir það nokkru betri en fyrri myndin. Er það ekki síst vegna þess að þeir sem standa að myndinni eru ekki feimnir við að gera hálfgert grín að sjálfum sér. Til dæmis er titill myndarinnar, 22 Jump Street, út- skýrður á mjög rökréttan hátt. Mikið af húmor myndarinnar, eins og reyndar þeirrar fyrri, gengur út á það hversu miklir álf- ar út úr hól þeir Schmidt og Jenko eru, og þá um leið hversu afkára- legt það er að menn sem komnir eru vel á fertugsaldurinn séu að þykjast vera hálfgerð unglömb. Samband þeirra Schmidt og Jenko ber í raun og veru myndina uppi, og er það því mjög heppilegt að þeir Hill og Tatum ná einkar vel saman og mynda fínt gríntvíeyki. Þá fljúga alls kyns tilvísanir í „popp-kúltúr“ í myndinni. Er hætt við að sumar þeirra fari fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfendum, en til dæmis er vísað í bæði gæða- myndina Annie Hall og elting- arleiki að hætti Benny Hill. „Háaldraðar“ leynilö Smárabíó, Háskólabíó, Laugar- ásbíó og Sambíóin Keflavík 22 Jump Street bbbmn Leikstjórar: Phil Lord og Christopher Miller. Handrit: Michael Bacall, Oren Uziel, Rodney Rothman. Aðalhlutverk: Jonah Hill, Channing Tatum, Ice Cube, Peter Stormare, Amber Stevens, Wyatt Russell og Jillian Bell. Bandaríkin 2014, 112 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Age of Extinction hefst fjórum árum eftir atburðina og uppgjörið í siðustu mynd, Dark of the Moon. Mark Wahlberg fer með hlutverk einstæðs föðurs sem dag einn kaupir gamlan trukk eða sjálfan Optimus Prime. Sambíóin Álfabakka 16:40, 16:40 3D, 18:30 3D, 20:00, 20:00 3D, 22:10 3D ,22:20, 23:15, 23:15 3D Smárabíó 16:00, 17:05 3D (LÚX), 20:00 3D, 21:00 3D (LÚX), 22:30 3D Laugarásbíó 16:00 3D, 19:00 3D,20:00 3D, 22:10 3D (POW) Sambíóin Kringlunni 17:50 3D, 21:10 3D, 22:10 3D Samb. Egilshöll 16:40, 18:30 3D, 20:00 3D, 21:00, 22:00 3D Sambíóin Keflavík 19:00 3D, 22:15 3D Sambíóin Akureyri 17:00 3D, 20:30 3D, 22:20 Smárabíó 16:00 Transformers: Age of Extinction Sögumaður segir frá sögu valdamikillar álfkonu sem lifir í mýri skammt frá landa- mærum konungsríkis manna. Metacritic 56/100 IMDB 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 15:40, 17:50, 20:00, ,22:20 Sambíóin Kringlunni 17:50, 20:00 Sambíóin Egilshöll 18:50, 20:00 Sambíóin Akureyri 17:50 Maleficent Hermaður ferðast um tíma og rúm í stríði við geimverur. Mbl. bbbbn Metacritic 71/100 IMDB 8,2/10 Sambíóin Egilshöll 22:10 Sambíóin Álfabakka 20:00 Sambíóin Akureyri 20:00 Edge of Tomorrow 12 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is The Fault in Our Stars 12 Myndin segir frá tveimur unglingum sem eiga ým- islegt sameiginlegt. Metacritic 69/100 IMDB 8,5/10 Háskólabíó 17:20 Smárabíó 20:00 22 Jump Street Eftir að hafa þraukað tvisvar sinnum í gegnum mennta- skóla bregða lögregluþjón- arnir Schmidt og Jenko sér í dulargervi í háskóla. Mbl. bbbmn Metacritic 71/100 IMDB 8,0/10 Sambíóin Keflavík 22:10 Smárabíó 17:30, 20:00, 22:40 Háskólabíó 20:00, 22:30 Borgarbíó 20:00, 22:15 Laugarásbíó 20:00 Borgarbíó Akureyri 20:00. 22:15 Að temja dreka sinn 2 Þegar Hiksti og Tannlaus uppgötva íshelli sem hýsir hundruð villtra dreka ásamt dularfullri persónu finna þeir sig í miðri baráttu um að vernda friðinn. Mbl. bbbnn Metacritic 77/100 IMDB 8,6/10 Sambíóin Álfabakka 15:40, 16:10 3D, 17:50, 20:00 Sambíóin Egilshöll 16:40 Sambíón Keflavík 20:00 Laugarásbíó 16:30 Borgarbíó Akureyri 17:40 3D Smárabíó 15:30, 15:30 3D, 17:45, 17:45 3D Háskólabíó 17:45 Vonarstræti 12 Mbl. bbbbm IMDB 8,5/10 Laugarásbíó 17:00 Smárabíó 20:00 Háskólabíó 17:20, 20:00, 22:40 Welcome to New York Kvikmynd um hneykslismál Dominique Strauss-Kahn, fyrrum framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Metacritic 68/100 IMDB 5.1/10 Háskólabíó 20:00, 22:40 Borgarbíó Akureyri 17:40, 20:00 Brick Mansions 16 Lögreglumaður í dulargervi í Detroit-borg ferðast með hjálp fyrrverandi fanga um hættulegt hverfi sem er um- lukið vegg. Metacritic 40/100 IMDB 6,0/100 Laugarásbíó 23:10 Borgarbíó Akureyri 22:15 Jónsi og Riddarareglan Mbl. bbnnn IMDB 6,0/10 Sambíóin Álfabakka 15:30 Make Your Move Tveir dansarar í New York finna sig í miðri hringiðu deilna á milli aðila í neð- anjarðardansklúbbi. Metacritic 40/100 IMDB5,6/10 Sambíóin Kringlunni 17:40, 20:00 Godzilla 12 Frægasta skrímsli jarð- arinnar lendir í átökum við áður óþekktar verur sem ógna tilvist manna á jörð- inni. Mbl. bbbmn Metacritic 62/100 IMDB 7,2/10 Sambíóin Kringlunni 22:20 Blended Eftir að hafa farið á slæmt stefnumót lenda Jim og Lauren í því að vera föst saman á hóteli með fjöl- skyldum sínum. Metacritic 31/100 IMDB 6,2/10 Sambíóin Egilshöll 17:30 Sambíóin Álfabakka 17:30, 20:00, 22:30 A Million Ways to Die in the West 16 Þegar huglaus bóndi fellur fyrir dularfullri konu í bæn- um verður hann að sýna sig og sanna þegar eiginmaður hennar snýr aftur til baka. Mbl. bbmnn Metacritic 45/100 IMDB 6,3/10 Laugarásbíó 22:20 Harry&Heimir Þokkadísin Díana Klein leitar ásjár hjá einkaspæjurunum Harrý og Heimi þar sem fað- ir hennar virðist hafa horfið sporlaust. Mbl. bbbmn IMDB 7,6/10 Bíó Paradís 18:00, 22:00 Monica Z Monica Z fjallar um ævi djass -söngkonunnar Monicu Zetterlund sem lést í elds- voða á heimili sínu í Stokk- hólmi fyrir átta árum síðan. Mbl. bbbbn IMDB 7,1/10 Bíó Paradís 20:00, 22:10 Short Term 12 12 Fjallar um ungt fólk sem hugsar um vandræðaung- linga á heimili. Myndin grein- ir frá vandamálum og öðru sem kemur upp í lífi þeirra. Metacritic 82/100 IMDB 8,1/10 Bíó Paradís 18:00, 22:00 Kvikmyndir bíóhúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.