Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Smáauglýsingar Til sölu Gaslampi / hitari á pallinn, hæð 220 cm. Verð 74.600. Bindir & stál ehf, Hvaleyrar- braut 39, 220 Hafnarfirði. Uppl. í síma 864 9265 eða á www.el-bike.is Ýmislegt                                                Sumar og sól Slæður 2990 kr. Blómabönd 1500 kr. Sólgleraugu 2000kr. Skarthúsið, Laugavegi 44. Sími 562 2466.          !!"#$          Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Elsku pabbi, afi og langafi. Nú minnumst við þín með góðri hugsun, fyrir allt gott og skemmtilegt í gegnum tíðina. Þú hefur með nærveru þinni lífgað mikið upp á hátíðarstund- ir fjölskyldunnar. Alltaf var beðið með eftirvæntingu eftir að þú kæmir í heimsókn um jól- in, hlaðinn gjöfum og góðu skapi, þótt stundum hafir þú setið heldur lengi við matar- borðið að mati krakkanna. Þú gafst þér alltaf góðan tíma til verka og flýttir þér hægt. Um áramótin þegar þú mættir með flugeldapakka og áramótahatta lyftir þú stemmningunni eins og við öll önnur fjölskyldutilefni þar sem þú mættir alltaf sam- viskusamlega. Alltaf var gaman þegar þú birtist óvænt um helgar með plastpoka í hendi. Þá lumaði karlinn oftast á ísdalli, niður- soðnum ávöxtum og ískexi. Þú varst alltaf mjög þolinmóður við Ásgeir Ólafsson ✝ Ásgeir Ólafs-son fæddist 6. júlí 1928 að Græn- umýri á Seltjarn- arnesi. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 3. júní 2014. Útför Ásgeirs fór fram frá Nes- kirkju 13. júní 2014. afabörnin. Gantað- ist við þau, bauðst í sund eða settist niður og tókst í spil. Kenndir þeim að ráða í krossgát- ur og að meta danska lifrarkæfu. Það kom fyrir að þú fórst í foreldra- viðtöl með afa- krökkum þegar aðrir voru fastir í vinnu. Þá kom bara sá gamli og bjargaði málunum. Foreldravið- tölin einkenndust af endalausu sprelli og jákvæðni sem var alltaf áberandi í fari þínu. Ekki má gleyma þolinmæðinni því stress og tímaskortur var ekki til í orðabókinni þinni. „Eigum við ekki að koma, afi?“ „Ha, nei, erum við ekki að fara?“ Við eig- um eftir að ylja okkur við góðar minningar og myndir um ókomna tíð. Farðu í friði, góði vinur, þér fylgir hugsun góð og hlý. Sama hvað á okkur dynur aftur hittumst við á ný. (Magnús Eiríksson) Ólafur Ásgeirsson Guðrún Lovísa Ólafsdóttir Ásgeir Ólafsson Sigurður Ólafsson Sigurður Fanndal Ill- ugason Eva Bryndís Guðrúnar- dóttir Elsku Hilmar frændi. Það er merkilegt hvað lífið getur stundum tek- ið snögga beygju þegar maður á síst von á, en ég vona að þú sért laus frá þeirri þraut sem lögð var á þig. Ég minnist þín með gleði því að alltaf var stutt í grínið og glensið hjá þér, hafðir yndi af hestum og varst alla tíð svo hjálp- legur, barngóður varstu líka og minnast börnin mín þess með gleði, klappaðir iðulega á kollinn á þeim og sagðir „Þú hefur nú heldur betur stækkað síðan ég sá þig síðast.“ Þú komst í sveitina fyrir ekki svo löngu þegar ég var þar, kíktir í fjárhúsin og skoðaðir lömb og kindur, þú varst svo mik- ill dýravinur og oft fenginn í ýmis Júlíus Hilmar Gunnarsson ✝ Júlíus HilmarGunnarsson fæddist 16. júlí 1945. Hann lést 4. júní 2014. Hilmar var jarðsunginn 13. júní 2014. verk sem þurfti að sinna í kringum skepnurnar. Það er margs að minnast en ég ætla að muna allar góðu minningarnar og sjá til þess að börnin mín muni eftir góð- um frænda. Mér finnst við hæfi að enda þetta á einu góðu hestalagi til minningar um góðan frænda. Ríðum sveinar senn saman fljóð og menn um fold í flokkum enn. Brosir móti blíð blessuð fjallahlíð svo mæt sem mærin þýð. Yfir arnarból, ærnar, dal og hól uns sest er sól, sæl við Tindastól látum skella, hóf við hellu hart svo járnin fari mót og gneistum sindri grót. (Höf. ók.) Með saknaðarkveðju, Erla Rebekka. ✝ Þökkum fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, stjúpmóður og dóttur, HRUNDAR SIGURÐARDÓTTUR sálfræðings. Sérstakar þakkir fær starfsfólk krabba- meinslækningadeildar, dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga og heimahlynning Landspítalans. Aðalsteinn Ólafsson, Þorkell Ólafsson, Kristján Ólafsson, Sigurbjörn Már Aðalsteinsson, Bergmann Óli Aðalsteinsson, Ársól Ingveldur Aðalsteinsdóttir, Guðný Edda Magnúsdóttir, Sigurður R. Pétursson og fjölskyldur. ✝ Hjartans þakkir sendum við fyrir auðsýnda samúð og hlýju í veikindum og við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR EGGERTS DAVÍÐSSONAR, sagnfræðings og kennara, sem lést fimmtudaginn 15. maí. Sérstakar þakkir fær starfsfólk sjúkrahússins á Akureyri og samstarfsfólk hans í Brekkuskóla, að ógleymdum snillingunum hans í 10. bekk. Ólöf Regína, Hólmfríður Helga, Guðbrandur Torfi, Ragnar Jón, Snæfríður Edda, Höskuldur Sölvi. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkæra sambýlismanns míns, pabba okkar, tengda- pabba og afa, HAUKS ÞORGILSSONAR, Lækjarbrún 33, Hveragerði. Hrefna Sighvatsdóttir, Svana Lára Hauksdóttir, Guðbjörn Kristvinsson, Katrín Hauksdóttir, Viktor Elfar Bjarkason, Helga Margrét Hauksdóttir, Ben Mathew, Haukur Jóhann Hauksson, Haukur Freyr Viktorsson og Ísak John Mathew. ✝ Þökkum vinarhug og hlýju við andlát og útför ÞORBJARGAR ÞORBJARNARDÓTTUR, Hobbu, frá Stóru-Gröf í Skagafirði, sem lést miðvikudaginn 4. júní. Snorri Björn Sigurðsson, Ágústa Eiríksdóttir, Jórunn Guðlaug Sigurðardóttir, Hildur Sigríður Sigurðardóttir, Jóhann Friðriksson, Kristrún Sigurðardóttir, Eva Sigurðardóttir, Haraldur Jón Arason, barnabörn og barnabarnabörn. Hinn 23.05 kl. 23.05 kvaddi Hauk- ur Þorgilsson þenn- an heim eftir stutt veikindi. Haukur var sambýlismaður móður minn- ar, Hrefnu Sighvatsdóttur, sl. fimm ár. Hann flutti hingað til lands frá Bandaríkjunum sumarið 2008, þá orðinn ekkill. Fljótlega fór hann að bjóða mömmu í golf en þau höfðu alltaf þekkst enda bæði frá Vestmannaeyjum. Þau spiluðu oft saman og fór vel á með þeim, þannig að þau hófu sambúð mjög fljótt. Hann bjó í Hveragerði og hún í Eyjum, þannig að þau héldu tvö heimili og bjuggu á báðum stöðum. Þeirra tími varð þó alltof stuttur, sem er sárt, því þeim leið vel saman og áttu svo margt sam- eiginlegt. Haukur var mjög litríkur per- sónuleiki og lifði lífinu lifandi. Hann stundaði ítölskunám og spilaði á píanó og var mjög öfl- ugur á hljóðfærinu. Golf iðkaði hann ásamt mömmu daglega og oft tvisvar á dag, einnig fóru þau oft til útlanda til að sinna þeirri íþrótt, slíkur var áhuginn. Þau voru alltaf á ferð og flugi bæði ut- anlands og hér heima og flaug ég nokkrum sinnum með þau til út- landa og gat dekrað við þau. Á sumrin voru þau iðin við að keyra um landið okkar og auðvit- að voru kylfurnar alltaf með, þau Haukur Þorgilsson ✝ Haukur Þor-gilsson fæddist 23. maí 1938 í Vest- mannaeyjum. Hann lést 23. maí 2014. Útför hans fór fram 21. júní 2014. voru einnig dyggir stuðningsmenn ÍBV og eltu boltann um allt land. Það var dásamlegt að fylgj- ast með þeim, þessu fólki sem komið var á sín efri ár og stoppaði aldrei. Þar er ég komin með góðar fyrirmyndir. Þau komu oft í heimsókn til mín í Vesturbæinn og voru samræður gjarnan fjörugar. Haukur spurði mig endalaust um flug enda hafði hann alltaf haft brennandi áhuga á því og allri starfsemi Icelanda- ir. Hann hafði sterkar skoðanir og ræddi ég helst aldrei pólitík við hann því þá var voðinn vís. Mat elskaði hann af öllu hjarta og eftirréttir voru í sérstöku uppá- haldi og þar vorum við í sama liði, enda bauð ég þeim aldrei í mat nema vera með ljúffengan eftir- rétt í boði. Þegar mamma kynnti mig fyr- ir Hauki var eins og ég hafði allt- af þekkt hann, hann var svo opinn og skemmtilegur maður. Hinn 10. maí veiktist Haukur og því miður náði hann sér ekki upp úr þeim veikindum. Lífið verður ekki samt hjá móður minni án hans, svo mikið er víst, en minningin lifir um yndislegan, skemmtilegan og líflegan mann. Börnum hans, Svönu Láru, Kötu, Hauki og Helgu, tengda- börnum, barnabörnum og síðast en ekki síst móður minni votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, elsku Haukur, og hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst okkur með glaðværð þinni. Guðmunda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.