Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Nú á dögunum voru lögð fram drög að breytingu á reglugerð um vega- bréf af innanríkisráðuneytinu. Meðal þess sem kemur fram er að það verði óheimilt að breyta útliti umsækjanda á vegabréfsmynd með hvers konar tölvu- og myndvinnslu- búnaði. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu ráðuneytisins er nokkuð um að með umsóknum um vegabréf hafi fylgt myndir sem augljóslega hefur verið átt við með myndvinnslu og út- liti umsækjenda breytt á einhvern hátt. Er þá t.d. verið að vísa til þess að örum, fæðingarblettum og öðrum einkennum sé breytt en markmið vegabréfsmynda er að auðkenna einstaklinga og því þurfa myndirnar að vera sem líkastar vegabréfshafa, annars nái þær ekki markmiði sínu. „Verið er að skerpa reglurnar um ljósmyndir í vegabréfum, en vega- bréf er skilríki sem notað er til að auðkenna einstaklinga og á að sýna þá persónu sem um ræðir. Tölvu- kerfi landamærastöðva lesa af vega- bréfum í dag og því er mikilvægt að myndirnar séu skýrar svo hugbún- aður geti greint þær. Aðalatriðið er því ekki að viðkomandi líti vel út á myndinni, heldur að myndin sé skýr og uppfylli kröfur. Að sjálfsögðu gengur þá ekki að myndum sé breytt með myndvinnslubúnaði,“ segir Sólveig J. Guðmundsdóttir hjá Þjóðskrá Íslands og bætir síðan við að flestir nýti sér þann kost að láta taka myndina af sér hjá sýslumanni um leið og sótt er um vegabréf. Heimilt er að skila inn mynd frá ljós- myndara en engu að síður þarf að taka mynd hjá sýslumanni. Höfuðföt vegna veikinda leyfð Í núgildandi reglugerð er leyfilegt að vera með höfuðföt af trúar- ástæðum á vegabréfsmynd en víkka á þá grein út svo hún nái einnig yfir heilsufarsástæður, en slíkt hefur viðgengist í framkvæmd þótt það hafi ekki verið tekið fram í reglugerð áður. „Með heilsufarsástæðum er m.a. verið að vísa til einstaklinga sem hafa misst hárið vegna lyfja- meðferðar,“ segir Björn Jón Björns- son, lögfræðingur hjá innanríkis- ráðuneytinu. Nýjar reglur um vegabréf  Má ekki breyta vegabréfsmyndum í myndvinnslubúnaði Mikil spenna í keppninni Mikil spenna er á milli efstu liða í WOW Cyclothon hjólreiðakeppn- inni sem nú stendur sem hæst en þar hjóla keppendur norð- urleiðina hring- inn um landið. Á leið sinni safna keppendur áheit- um sem renna til tækjakaupa á bæklunarskurðdeild Landspítalans. Í gærkvöldi voru fremstu kepp- endur í einstaklingsflokki staddir við Egilsstaði, en það eru þeir Sigurður Gylfason og Þórður Kárason. Í liða- flokki A voru fremst liðin Örninn Trekk og Workforce A, í grennd við Höfn í Hornafirði, og í liðaflokki B fóru fremst liðin Workforce B og Landsbréf, sem í gærkvöldi voru að hjóla niður Öxi. Varðstjóri hjá lögreglunni á Ak- ureyri sagði í samtali við Morg- unblaðið umferðina hafa gengið með ágætum þegar hjólahópurinn fór um umdæmið. Bárust lögreglu samt nokkrar kvartanir frá vegfarendum sem töldu hjólreiðamenn hafa valið óhentuga staði við þjóðveginn þegar kom að því að skipta út mönnum í liðakeppninni. Lagt var af stað frá Hörpu í Reykjavík.  Lögreglu bárust nokkrar kvartanir Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Útlit er fyrir að núlíðandi júnímánuður verði meðal hlýjustu mánaða sem mælst hafa. Til eru tölur yfir daglegan meðalhita á nokkrum veður- stöðvum landsins aftur til ársins 1949, svo auðvelt er að fylgjast með stöðunni frá degi til dags síð- ustu 65 árin. Meðalhiti í Reykjavík fram til 24. júní, þriðjudagsins síðastliðins, var 11,15 stig. Fyrstu 24 dagar júnímánaðar hafa aðeins einu sinni á þessu tímabili, frá 1949, verið hlýrri í Reykjavík. Það var árið 2002 en þá var meðalhit- inn 11,24 stig. Á Akureyri hefur aðeins einu sinni verið hlýrra á síðustu 65 árum, og var það á síð- asta ári. Vonast er eftir því að meðalhiti júnímán- aðar á Akureyri nái 12 stigum þetta árið, en það hefur aðeins einu sinni gerst, og var það árið 1933 þegar meðaltalið mældist 12,28 stig. Á mið- nætti aðfaranótt 25. júní síðastliðins stóð með- altalið í 11,78 stigum. Júní í fyrra, 2013, var sér- lega hlýr á Akureyri, en þá var meðalhitinn 11,44 stig. Mánuðurinn var sá hlýjasti síðan árið 1953, þegar meðalhitinn var 11,70 stig. Júní í ár er kominn upp fyrir bæði júní í fyrra og árið 1953. Hitanum á nóttunni að þakka Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings er þetta að stórum hluta hitanum á nóttunni að þakka. „Það hefur verið mjög hlýtt. Á meðan það er svona skýjað og áttirnar suðlægar er hlýtt á nóttunni. Hitinn á nóttunni hefur gert meira en hitinn á daginn fyrir árangur núlíðandi júnímánaðar.“ Hiti er nú ofan meðallags síðustu 10 ára á öllum veðurstöðvum landsins nema einni, Eyja- bökkum. Óvíst er hvort hægt sé að rekja það til bilunar í stöðinni eða sérstakra aðstæðna, til dæmis óvenjumikillar snjóþekju. Á Stór- höfða í Vestmannaeyjum er það sem af er júní það hlýjasta í að minnsta kosti 65 ár. Einnig hefur verið sérlega hlýtt við Mývatn og á Húsavík. Trausti spáir áframhaldandi hlýju, en hann segir ekki mikið bera á hitametum einstaka daga. „Mín spá er sú að það verði í hlýrra lagi næstu daga. Það er hins vegar ekki spáð met- hita einstaka daga, hitinn er frekar jafn. Hann er samt sem áður langt fyrir ofan meðallag þótt það séu ekki slegin hitamet einstaka daga, það vantar sólina til þess.“ Júnímánuður gæti slegið met  Hiti er ofan meðallags síðustu 10 ára á öllum veðurstöðvum landsins nema einni  Veðurfræðingur segir júní geta orðið meðal hlýjustu mánaða sem mælst hafa Morgunblaðið/Styrmir Kári Veðurblíða Júnímánuður er ein- staklega hlýr á landinu þetta árið. Fjórir fyrrverandi starfsmenn Glitnis, þeir Birkir Kristinsson, Elmar Svavarsson, Jóhannes Bald- ursson og Magnús Arnar Arn- grímsson, hafa allir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, í svo- nefndu BK-44 máli, til Hæstaréttar. Í málinu voru mennirnir ákærðir fyrir umboðssvik, markaðs- misnotkun og brot á lögum um árs- reikninga. Kom ákæran til vegna 3,8 milljarða lánveitingar bankans til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis og voru Jóhannes, Magnús og Elmar ákærðir fyrir umboðssvik með því að veita félaginu lánið sem notað var til að kaupa bréf í Glitni. Fjórir fyrrverandi Glitnis-menn hafa allir áfrýjað Útför Jónasar Kristjánssonar, fyrrverandi forstöðu- manns Stofnunar Árna Magnússonar, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær en hann andaðist á Landspít- alanum að morgni 7. júní sl. Líkmenn á vinstri hönd voru Jón Árni Helgason, Saga Stephensen, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Andri Egilsson og á hægri hönd báru Jónas Örn Helgason, Sigríður Kristín Kristjáns- dóttir, Helgi Kristjánsson og Kári Gunnlaugsson. Séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, jarð- söng. Morgunblaðið/Styrmir Kári Útför Jónasar Kristjánssonar Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía GWalthersdóttir Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is „...veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði“ „Katrín heiti ég. Þau hjónin Binni og Sylvía sáu um að selja húsið mitt sumarið 2013 og veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði. Haldið var opið hús þar sem þau sáu um að bjóða fólkið velkomið og fylgdu opna húsinu svo eftir en það leiddi til sölu sem allir voru sáttir við. Ég mæli hiklaust með þessum sætu hjónum“ 820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat Tveir eru með réttarstöðu sakborn- ings í rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á máli lögreglu- manns, sem sakaður er um að hafa notfært sér aðgang sinn að lög- reglukerfi ríkislögreglustjóra, LÖKE, á óeðlilegan hátt. Er mann- inum gefið að sök að hafa meðal annars notað aðganginn til þess að grennslast fyrir um fórnarlömb kynferðisofbeldis, og deilt þeim upplýsingum með tveimur öðrum mönnum. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara hefur einn þeirra ekki lengur réttarstöðu sakbornings í málinu, en það fer til embættisins á föstudag. Tveir með stöðu sakbornings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.