Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Eyjafjörður Fyrir þá sem vilja – Please, take a book if you like, stóð á miða fyrir utan hús við Aðalstræti í Innbænum í gær. Á tveimur stólum var hrúga af bókum og margir höfðu gripið með sér les- efni síðdegis. Kristín Aðalsteins- dóttir, prófessor við Háskólann á Ak- ureyri, hefur tvívegis áður brugðið á þennan leik við miklar vinsældir.    Kristín segir það part af flóa- markaðshugsuninni „og því að geyma ekki dót sem ég ekki nota“. Hún setti ýmis eldhúsáhöld út á stétt um síð- ustu helgi og það fór allt!    Margra grasa kennir í bókastafla Kristínar. „Þarna eru bækur sem ég eignaðist sem barn og síðan náms- bækur sem eru orðnar 50 ára, en líka splunkunýjar bækur.“ Hún setti út um 100 bækur í fyrra „og það voru bæði Íslendingar og túristar sem tóku bækur því þær eru á íslensku, norsku og ensku,“ sagði Kristín í gær. Óneitanlega frábær hugmynd!    Menningin blómstrar í Fjalla- byggð þessa dagana. Í dag hefst blúshátíð í Ólafsfirði, haldin 15. árið í röð, og um miðja næstu viku hefst ár- leg Þjóðlagahátíð á Siglufirði og stendur til sunnudags.    Tónleikar á blúshátíðinni verða í kvöld, föstudag og laugardag í Tjarn- arborg og einnig í Ólafsfjarðarkirkju á laugardaginn.    Ný verslun fyrirtækisins Icewear verður í dag opnuð í göngugötunni á Akureyri. Icewear var stofnað 1972 og sérhæfði sig í upphafi í að fram- leiða jakka og peysur úr íslenskri ull en framleiðir nú fjölbreytta útivist- arfatalínu – allt frá ullarpeysum til hátæknilegra dúnúlpa.    Síðan Icewear keypti Víkurprjón vorið 2012 hefur verið lögð mikil áhersla á uppbyggingu fyrirtækisins og aukin áhersla lögð á íslenska fram- leiðslu frá Vík.    Nú stendur yfir í menningarhús- inu Bergi á Dalvíkurbyggð mynd- listasýning í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá mjög öflugum jarðskjálfta sem varð rétt utan Dalvíkur laug- ardaginn 2. júní 1934. Skjálftinn olli umtalsverðum skemmdum á svæðinu en þennan sama daga, fyrir 80 árum, fæddist stúlka rétt við upphaf skjálft- ans og fékk hún nafnið Sigurveig.    Sigurveig, eða Veiga eins og hún er kölluð, hefur blótað listguðinn ár- um saman og heldur umrædda sýn- ingu á verkum sínum í tilefni 80 ára afmælis síns og minnist skjálftans í leiðinni.    Varla hefur komið dropi úr lofti á Akureyri í marga daga, en þó helli- rigndi í Listagilinu í gær. Þar var reyndar um listgjörning að ræða og frumskógarhljóð og viðeigandi tónlist áttu sér sömu skýringar.    Regnið og skógarstemningin er hluti af viðburðinum RÓT2014 sem hófst á mánudag og stendur til sunnudags. Hópur listamanna vinur að sameiginlegum verkum og aldrei að vita upp á hverju hann tekur. Skyldi hann rigna í dag?    Hætt var við fyrirhugað flug Greenland Express frá Akureyri til Danmerkur í gærmorgun vegna þess hve fáir farþegar höfðu pantað far.    Fyrirtækið hugðist hefja beint flug 17. júní en fyrstu ferð var aflýst þar sem ekki hafði verið gefið út flug- hæfniskírteini fyrir vélina sem nota átti. Þrátt fyrir allt stefnir Greenland Express áfram að beinu flugi frá Ak- ureyri til Kaupmannahafnar og það- an til Álaborg tvisvar í viku í sumar.    Upp úr tjörninni við Minjasafnið á Akureyri og garði þess spretta nú skrímsli sem eiga fætur sína og hala að rekja til landakorta sem eru á sýn- ingunni Land fyrir stafni – Íslands- kort 1547-1808. Skrímslin eru sögð ætla að ganga á land í kvöld kl. 20 við Minjasafnstjörnina. „Þar sem sæ- skrímsli eiga erfitt með að hreyfa sig á landi verður þeim hjálpað síðasta spölinn á Minjasafnið þar sem þau taka sér nú bólfestu á sýningunni,“ segir í tilkynningu frá safninu. „Gengið verður í hersingu við hljóm- fagra tónlist með dansandi hreyfi- listafólki, blásurum, trumbuleikurum og ýmsum smáskrímslum.“    Þessi skrímslalæti eru unnin í samstarfi við Skapandi sumarstörf Akureyrarbæjar, tónlistarfólk og aðra listamenn.    Dúettinn skemmtilegi, Hundur í óskilum, fagnar 20 ára afmæli sínu á þessu ári með tveggja tónleika röð á Rósenberg og Græna hattinum. Þeir seinna verða á Hattinum annað kvöld.    Ásgeir Trausti hefur verið á tón- leikaferðalagi um Evrópu og Am- eríku undanfarna mánuði og heldur aðeins tvenna tónleika á Íslandi milli tónleikaferða; hvora tveggja á Græna hattinum á Akureyri á laugardags- kvöldið.    Skipulagsnefnd Akureyrar hef- ur samþykkt breytingu á deiliskipu- lagi vegna Akstursíþrótta- og skot- svæðis á Glerárdal. Er það gert í framhaldi viðauka við fyrri hljóð- skýrslu.    „Í ljósi niðurstöðu hljóðskýrsl- unnar er varðar deiliskipulagsbreyt- ingu á akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal vegna viðbótarsvæðis KKA, er gerð sú breyting að Enduro- braut vestan nýs aðkomuvegar að svæðum Skotfélags og KKA er felld út, þar sem hún uppfyllir ekki kröfur um hljóðvist vegna frístundabyggðar í 2. áfanga Hálanda,“ segir í fund- argerð skipulagsnefndar. Hálönd eru nýleg frístundabyggð. Lagðar eru til hljóðmanir ofan viðbótarsvæðis KKA á móts við 1. áfanga Hálanda til þess að uppfylla kröfur um hljóðstig. Hljómsveitin Klassart heldur tónleika á Græna hattinum í kvöld ásamt hljómsveitinni Soffía Björg Band.    Tvíeykið GÓMS opnar sýningu í Deiglunni á Akureyri á laugardaginn. Það skipa Georg Óskar og Margeir Dire „sem hafa bundist sjónrænum böndum í einlægu bræðralagi og birta dreggjar karlmennskunnar á sinn fegursta hátt,“ segir í tilkynn- ingu. Bókagjafir, síla- veiðar og list- ræn hellidemba Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vaskir veiðimenn Krakkar á íþróttanámskeiði KF veiddu síli á tjörninni í Ólafsfirði í fyrradag. Frá vinstri: Viktor Smári Gíslason, Karen Helga Rúnarsdóttir, Víkingur Ólfjörð Daníelsson og Jóhann Gauti Guðmundsson. Lesefni Stóllinn góði og bækurnar við heimili Kristínar Aðalsteinsdóttur. Skapti Hallgrímsson Góður Ásgeir Trausti á Græna hatt- inum í hittifyrra. Hann kemur fram þar í tvígang á laugardagskvöldið. Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar 1. Ford Fiesta Trend, 5 dyra, sjálfskiptur, bensín frá bílaumboðinu Brimborg að verðmæti kr. 2.790.000 23454 2.-21. iPad Air spjaldtölvur, Wi-Fi+4G, 64GB frá Epli.is, hver að verðmæti kr. 154.990 968 2852 4748 5113 7677 9897 10528 11833 12620 15249 16733 16963 17334 19551 21977 23367 24243 25368 28536 29149 22.-64. Gjafakort, hvert að verðmæti kr. 150.000 212 897 1876 1950 2488 2683 3196 4337 5435 5467 5730 6935 8094 8351 8564 9230 10332 12018 12709 12878 14940 16151 16447 17313 17574 17725 18269 19126 19857 19940 20178 20722 21251 21729 22429 22436 22833 24091 25019 26250 26532 26909 28551 Handhafar vinningsmiða eru vinsamlega beðnir um að framvísa þeim á skrifstofu Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra að Hátúni 12, Reykjavík, sími 550 0360. Byrjað verður að greiða út vinninga þann 11. júlí 2014. Vinningaskrá er einnig birt á heimasíðu samtakanna, sjalfsbjorg.is og textavarpi RÚV. Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning. Vinningar og vinningsnúmer Dregið var 24. júní 2014 (B irt án áb yr gð ar ) Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.is GULL- OG SILFURSMIÐJA Njáluarmbandið Afmælistilboð112.000 kr. Hannað af Ríkarði Jónssyni og Karli Guðmundssyni myndskera frá Þinganesi. Silfurmunir og skartgripir í 90 ár 1924-2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.