Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 33
með frumsýningu á Heima er best Skraut Sum barnanna þáðu andlitsmálun og blöðrur. Heima er best Meðal annars var boðið upp á húlla, loftfimleika og ein- hjólalistir, auk þess sem gengið var á stultum um Klambratún. MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 L 16 12 12 ★ ★ ★ ★ ★ „Besta íslenska kvikmynd sögunnar!” Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Fréttablaðið ÍSL. TAL ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND MEÐ PAUL WALKER Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 10:10 10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar TRANSFORMERS 4 3D Sýnd kl. 4 - 7 - 8 - 10:10(P) BRICK MANSIONS Sýnd kl. 11:10 AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 4:30 22 JUMP STREET Sýnd kl. 8 MILLION WAYS TO DIE Sýnd kl. 10:20 VONARSTRÆTI Sýnd kl. 5 14"Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!"-T.V., Biovefurinn.is "Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!" -Guardian þjóðlegt gómsætt og gott alla daga www.flatkaka.is Gríptu með úr næstu verslun k ÖkugerÐ hp Fyrir utan þá Hill og Tatum er það gamli rapparinn Ice Cube sem helst stelur senunni sem yfirmaður þeirra, og Peter Stormare ofleikur hressilega sem vondi gæinn, svona eins og tilheyrir myndum af þessu tagi. Þá eiga þau Nick Offerman úr Parks and Recreation, Queen Latifah og Patton Oswalt nokkuð skemmtilegar og stuttar innkomur. Helstu gallar myndarinnar eru kannski helst þeir að á stundum er gamanið fullungæðislegt, og tíð notkun blótsyrða og kynferðislegra vísana þýðir að foreldrar ættu að íhuga það áður en þeir fara með börnin sín á hana. Á móti kemur að það er auðvelt að hlæja að heimskupörum aðalleikaranna, og brandararnir eru tíðir. 22 Jump Street er því hin fínasta sum- argamanmynd, og ágætis skemmt- un fyrir þá sem vilja bregða sér í bíó eina kvöldstund, sér í lagi ef þeim þótti gaman að fyrri mynd- inni. öggur í háskóla Glæfralegt Hill og Tatum í hættu staddir í 22 Jump Street. Breski píanóleikarinn Tom Odell, fullu nafni Thomas Peter Odell, heldur tónleika í Eldborg í Hörpu í kvöld kl. 20 ásamt hljómsveit. Odell vakti mikla athygli í heimalandi sínu í fyrra fyrir fyrstu breiðskífu sína, Long Way Down, hlaut gagnrýn- endaverðlaun Brit-tónlistarverð- launanna fyrir hana og var auk þess tilnefndur til tvennra slíkra verð- launa í ár, sem besti nýliðinn og besti sólótónlistarmaðurinn. Í ár hlaut hann svo bresku Ivor Novello- verðlaunin sem lagahöfundur árs- ins. Odell er ungur að árum, 23 ára og upprennandi stjarna, hefur m.a. hit- að upp fyrir Elton John og mun hita upp fyrir Neil Young á tónleikum hans í júlí í Hyde Park í Lundúnum. Guðbjartur Finnbjörnsson stend- ur fyrir komu Odells hingað til lands og segir hann piltinn gífurlega hæfileikaríkan. Odell er með sjö- unda stig í píanóleik og hóf að semja lög aðeins 13 ára. „Hann er að verða einn af virtustu tónlistarmönnum Bretlands og menn hafa líkt honum við David Bowie,“ segir Guðbjartur. „Þetta er virkilega flott tónlist og það kemur í raun á óvart hvað ung- lingar fíla hann vel því þetta er ekki beinlínis unglingapopp, þetta er meira fullorðins,“ segir Guðbjartur og bætir því við að með Odell í för verði afar færir hljóðfæraleikarar. „Hann hefur fengið rosalega góða dóma fyrir tónleika sína þannig að ég veit að þetta verða flottir tón- leikar.“ Þeir sem vilja kynna sér Odell geta gert það á heimasíðu hans, to- modell.com/uk. helgisnaer@mbl.is Líkt við David Bowie Hæfileikamaður Tom Odell er rís- andi stjarna í tónlistarheiminum.  Tom Odell heldur tónleika í Eldborg í kvöld  Hlaut Brit-verðlaun í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.