Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 12
VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kópavogsbær er nú að ganga frá deiliskipulagi eða hefja undirbúning að deiliskipulagi nokkurra nýrra byggingarreita og eru áform um að reisa árlega um 300 nýjar íbúðir í bænum á næstu árum, samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi bæjarins sem gildir til ársins 2024. Birgir Hlynur Sigurðsson, skipu- lagsstjóri Kópavogsbæjar, kynnti nýtt aðalskipulag bæjarins fyrir blaðamanni á skrifstofu sinni í gær. Verður hér fjallað um nýja bygg- ingarreiti en tekið skal fram að jafn- framt verður meira byggt í nýrri hverfum, á borð við Hvörfin, Þingin og Kórana í austurhluta Kópavogs. Birgir Hlynur segir mikið lagt upp úr góðri hönnun á hinum nýju reitum og að þjónusta fylgi með. Áhersla verði lögð á að vinna hönnunina í samstarfi við þá sem munu byggja húsin. „Frumdrög að hönnun húsanna verða m.a. lögð fyrir skipu- lagsnefnd til að leggja grunninn að útfærslu og útliti einstakra húsa. Góð hönnun þarf ekki að kosta meira. Íbúðirnar verða í öllum verð- flokkum,“ segir Birgir Hlynur. Byrja á 300 íbúðum Veruleg uppbygging er fyrirhuguð á Smárasvæðinu á miðju höfuð- borgarsvæðinu. Fyrst verður byrjað á um 300 íbúðum á svonefndum reit 2 á Glaðheimasvæðinu í Kópavogi, austan Smáralindar. Framkvæmdir þar gætu hafist innan 9-12 mánaða, þ.e. eftir að gatnagerð lýkur. Fram- kvæmdatími er áætlaður 2-4 ár. Á reitnum verða 4-10 hæða fjölbýlishús. Birgir Hlynur segir að á þessum reit verði 50 fleiri íbúðir en áður var gert ráð fyrir og er það á kostnað verslunar- og atvinnuhúsnæðis sem átti að vera á jarðhæð. Á næsta ára- tug er gert ráð fyrir frekari uppbygg- ingu í kringum þennan reit og að göngubrú rísi yfir Reykjanesbrautina til að tengja svæðið betur saman. Ekki er útilokað að síðar verði byggt yfir Reykjanesbrautina. Jafnframt er í undirbúningi bygg- ing 500 íbúða sunnan Smáralindar og áætlar Birgir Hlynur að fram- kvæmdir þar geti hafist 2015 eða 2016. Framkvæmdatími er áætlaður 5-10 ár. Byggð verða fjölbýlishús á svæðinu. Þar er jafnframt áformuð samgöngumiðstöð og opið rými í miðjunni, eins og sýnt er á teikningu hér fyrir ofan. Á jarðhæð verður verslun og þjónusta á hluta svæð- isins. Bílastæði verða neðanjarðar og er það hluti af þeirri stefnumótun að taka mið af evrópsku borgarskipu- lagi. Horfið verður frá þeirri hönnun að hafa stór bílastæði ofanjarðar. Það sé „amerísk hönnun á miðbæ“. Birgir Hlynur segir hugmyndir um að tengja mögulega samgöngu- miðstöð sunnan Smáralindar við hug- myndir um leiðakerfi háhraðalestar frá Reykjavík til Keflavíkur. Sam- göngumiðstöðin er sýnd í miðju svarthvítu myndarinnar hér fyrir of- an. Að hans sögn gætu þau áform tengst uppbyggingu hótela á svæðinu og verið hluti af þeirri stefnumótun að efla ferðaþjónustu í Kópavogi. Horfir hann þar einkum til háhýsis sem samkvæmt gildandi deiliskipu- lagi er fyrirhugað austan Reykjanes- brautar á reit 1 á Glaðheimasvæðinu, næst brautinni. Yrði það hæsta hús landsins. Við turninn er gert ráð fyrir grænu svæði á stærð við Austurvöll. Hönnun á reit 1 er ekki lokið. „Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að turninn verði 32 hæðir. Ég veit ekki hvort hann verður svo hár þegar við erum búnir að yfirfara deiliskipulagið. Við höfum kynnt þessar hugmyndir og líst mönnum nokkuð vel á þær. Verið er að skoða þennan möguleika af alvöru. Þetta yrði stórt verkefni og yrði endur- skoðun deiliskipulagsins, útfærsla þess og hönnun öll unnin í samráði við þá aðila sem kæmu að verkefninu. Ég tel að Smárasvæðið henti einkar vel fyrir slíka starfsemi. Fjárfestar eru að átta sig á þeim tækifærum sem þarna eru og eru byrjaðir að spyrjast fyrir um möguleikana.“ 550 íbúðir á Kársnesi Þriðji reiturinn er hafnarsvæðið á Kársnesi og telur Birgir að fram- kvæmdir þar geti jafnvel hafist á svipuðum tíma og bygging hverfisins sunnan Smáralindar. Þar er gert ráð fyrir 550 íbúðum. „Þetta eru frum- drög sem Björn Skaptason arkitekt hefur unnið. Ég hef sagt að ég vilji öðruvísi byggð með öðru útliti en það sem byggt hefur verið á síðustu 10 til 15 árum, fá „nýtt yfirbragð“. Stórar vöruskemmur á nyrðri hluta hafnarsvæðisins munu standa áfram en önnur mannvirki verða rifin og fjölbýlishús reist í stað þeirra. Hugmynd um útlit húsanna er sýnd hér fyrir ofan. Við hönnunina er þess gætt að ný byggð skyggi ekki á sjávarsýn íbúa á Kársnesinu. „Rætt hefur verið um að byggja brú yfir Skerjafjörðinn fyrir vistvæn- ar samgöngur, frá Kársnesi að flug- vallarsvæðinu. Bæði Reykjavík og Kópavogur gera ráð fyrir brúnni í sínu nýja aðalskipulagi. Nú þarf að koma þessari hugmynd í fram- kvæmd,“ segir Birgir Hlynur. Til lengri tíma litið hafi jafnframt verið settar fram hugmyndir um að reisa sambærilegar brýr alla leið suð- ur á Álftanesið, þannig að ferðatími fyrir gangandi og hjólandi umferð til miðborgar Reykjavíkur styttist mik- ið. „Brú yfir í Kársnesið setur byggð- ina þar í nýtt samhengi.“ Fjórði reiturinn er Auðbrekka, í hlíðinni norður af Hamraborg. Þar er nú ýmis þjónusta eins og veitinga- staðir, verslanir svo og verkstæði af ýmsum toga, og segir Birgir Hlynur að ætlunin sé að breyta hverfinu hægt og rólega þannig að þar komi nýjar íbúðir í blandaðri byggð á næstu 5-10 árum. Áhersla verður á að bjóða smærri íbúðir og íbúðir með mikilli lofthæð sem henta sem vinnu- stofur. Bílastæði verða færri en í út- hverfum Kópavogs og bendir Birgir í því efni á að Auðbrekkan liggi mjög vel við almenningssamgöngum. Til stendur að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir. Íbúum Kópavogs hefur fjölgað hratt á síðasta aldarfjórðungi. Árið 1988 bjó 15.581 í bænum, 23.583 árið 2000, 31.726 árið 2013 og árið 2024 er áætlað að íbúafjöldinn fari yfir 40.000. Kársnesið fær nýtt yfirbragð  Kópavogsbær er að ljúka deiliskipulagi á nýjum byggingarreitum  Áformað að á annað þúsund íbúðir rísi á fjórum reitum  Nýtt hafnarhverfi rís á Kársnesi og mikil uppbygging í Smáranum Tölvumynd/Björn Skaptason arkitekt/Atelier Arkitektar Drög Hér má sjá hugmynd að því hvernig nýtt hafnarhverfi á Kársnesi gæti litið út undir lok þessa áratugar. Mikil áhersla er lögð á góða hönnun. Tölvumynd/Skipulags- og byggingardeild Kópavogs Reitir Appelsínuguli liturinn táknar íbúðir, guli liturinn verslun og þjón- ustu. Glaðheimasvæðið, reitur 2, er lengst til vinstri. Turninn er í reit 1. Tölvumynd/Arkitektúr.is Göngugata Hugmynd að miðbæ í nýju hverfi sunnan Smáralindar. Tölvumynd/Arkitektúr.is/Skipulags og byggingardeild Kópavogs Nýtt Smárahverfi Næst á myndinni, sunnan Smáralindar, rísa 500 íbúðir. Hinum megin við Reykjanesbraut eru Glaðheimareitir 1, 2 og 3. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Frábær eldunartæki frá Siemens á tilboðsverði. Athugið! Takmarkað magn í boði. Gildir aðeins í þrjá daga, 25., 26. og 27. júní, eða meðan birgðir endast. Bakstursofn Bakstursofn KeramíkhelluborðSpanhelluborð HB 33G1240S (hvítur) HB 33G1540S (stál) HB 36G1260S (hvítur) ET 645EN11EH 675TE11E Tilboðsverð: Tilboðsverð: Tilboðsverð:Tilboðsverð: Fullt verð: 189.900 kr. Fullt verð: 209.900 kr. Fullt verð: 119.900 kr.Fullt verð: 199.900 kr. 129.900 149.900 69.900129.900 kr. stgr. kr. stgr. kr. stgr. kr. stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.