Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Movie Star hvíldarstóll Verð 439.000,- Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Okkur er mjög annt um formið, því okkur finnst mikilvægt að bjóða ekki aðeins upp á tónleika heldur líka vinnusmiðjur,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, organisti og listrænn stjórnandi Barokk- hátíðarinnar á Hólum í Hjalta- dal sem hefst í dag og stendur til sunnudags. Þetta er í 6. sinn sem hátíðin er haldin. Að þessu sinni er aðalgestur há- tíðarinnar breski fiðluleikarinn og prófessorinn Peter Hanson sem heldur strengjanámskeið og stýrir Barokksveit Hólastiftis á loka- tónleikum hátíðarinnar sunnudag- inn 29. júní kl. 14. Að sögn Eyþórs Inga er mikill fengur að því að fá Hanson á hátíðina. „Nokkur okkar sem skipuleggjum hátíðina höfum unnið með honum og þekkjum hann aðeins að mjög góðu, enda er hann frábær tónlistarmaður og kennari.“ Jón Þorsteinsson stýrir söng- námskeiði fyrir opnum dyrum, en nemendur koma einnig fram á tón- leikum í Hóladómkirkju annað kvöld kl. 20. Að vanda kennir Ingi- björg Björnsdóttir barokkdans, en hún hefur kennt á öllum hátíðum frá upphafi, og er námskeiðið öllum opið. Samkvæmt upplýsingum frá Ey- þóri Inga er dagskrá hátíðarinnar fjölbreytt. „Boðið verður upp á þrjá fyrirlestra í Auðunarstofu sem eru í umsjón Ingimars Ólafssonar Waage listmálara, Jóhönnu Halldórsdóttur altsöngkonu og Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings. Þrennir hádegistónleikar fara fram dagana 26.-28. júní í Hóladóm- kirkju kl. 12.30,“ segir Eyþór Ingi, en þess má geta að á hádegistón- leikum laugardagsins koma fram þrír ungir söngvarar frá Hollandi, þeir Christof Laceulle bassi, Nat- han Tax bassi og kontratenór og Tobias Segura Peralta kontra- tenór. „Kammerhópurinn Reykjavík barokk heldur tónleika ásamt Jó- hönnu Halldórsdóttur í Hóladóm- kirkju í kvöld kl. 20, þar sem fluttar verða perlur frá barokktímanum,“ segir Eyþór Ingi og tekur fram að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni. „Við erum ekki að flytja mesta torf barokktím- ans, heldur einbeitum okkur að að- gengilegum og fallegum verkum,“ segir Eyþór Ingi sem sjálfur kemur fram á hádegistónleikum á morgun með Þóri Jóhannssyni bassaleikara, en á efnisskránni eru verk eftir Bach og Händel. Af öðrum viðburðum á hátíðinni má nefna barokk-quiz sem haldið verður í Auðunarstofu annað kvöld kl. 21.30, en þar geta þátttakendur keppt um hver viti mest um bar- okkið. Barokkkvöldverður verður haldinn í sal Hólaskóla laugardag- inn 28. júní kl. 19, þar sem dans- aður verður barokkdans við undir- leik lítillar danshljómsveitar. Sunnudaginn 29. júní kl. 11 verður síðan barokkmessa í Hóladóm- kirkju með miklum tónlistarflutn- ingi. Allar nánari upplýsingar og skráning er á barokksmidjan.com. Perlur Kammerhópurinn Reykjavík barokk flytur ásamt Jóhönnu Halldórs- dóttur alt perlur frá barokktímanum á tónleikum í Hóladómkirkju í kvöld. „Annt um formið“  Barokkhátíðin á Hólum í 6. sinn  Danskennsla fyrir alla áhugasama Eyþór Ingi Jónsson Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Í ár verður boðið upp á söngtónlist á öllum þrennum tónleikum hátíð- arinnar,“ segir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri sem hefjast á morgun og standa til sunnu- dags, en allir tón- leikarnir verða í Kirkjuhvoli. „Frá því ég tók við sem listrænn stjórn- andi hefur áhersl- an í auknum mæli verið á söng- tónlist, enda fleiri hátíðir á landinu sem bjóða upp á kammertónlist, en þetta er eina hátíðin þar sem söngur er í forgrunni,“ segir Guðrún Jó- hanna sem haldið hefur um stjórn- artaumana frá árinu 2006, en hátíðin er nú haldin í 24. sinn. Á upphafstónleikum hátíðarinnar, annað kvöld kl. 21, flytja Spilmenn Ríkínís íslenska þjóðlagatónlist úr safni Bjarna Þorsteinssonar, útsetta af hópnum, og tónlist úr íslenskum handritum frá 11. öld. „Allir með- limir hljómsveitarinnar syngja og leika jafnframt á sjaldséð hljóðfæri, sem heimildir eru um að hafi verið til hér á landi á þessum tíma, s.s. gígju, symfón, langspil, hörpu og gems- horn,“ segir Guðrún Jóhanna. Sjálf kemur hún fram á tónleikum laugardaginn 28. júní kl. 17 ásamt Dúo Roncesvalles. „Við munum flytja spænsk lög fyrir rödd, fiðlu og gítar af nýútkomnum geisladiski okkar sem nefnist Secretos quiero descuvrir eða Leyndarmál sem ég vil afhjúpa,“ segir Guðrún Jóhanna og tekur fram að efnisskrá tón- leikanna sé sérstaklega persónuleg. Stuðlað að nýsköpun í tónlist „Öll lögin voru samin eða útsett með okkur í huga,“ segir Guðrún Jó- hanna og bendir á að Dúo Ronces- valles sé skipað gítarleikaranum Francisco Javier Jáuregui, sem sé eiginmaður hennar, og fiðluleik- aranum Elenu Jáuregui, sem sé mágkona hennar. „Elena kynnti okkur Javier árið 2000 og höfum við unnið saman frá árinu 2002, en þau systkinin hafa unnið saman frá ung- lingsaldri.“ Tríóið mun auk verka eftir Francisco Javier Jáuregui flytja verk eftir David del Puerto og Agustín Castilla-Ávila. „Jafnframt munum við frumflytja lag eftir Þóru Marteinsdóttur staðartónskáld há- tíðarinnar í ár sem hún samdi við ljóðið „Ég er brott frá þér bernska“ eftir Halldór Laxness,“ segir Guð- rún Jóhanna og tekur fram að sér þyki mikilvægt að stuðla að nýsköp- un í tónlist með því að fá íslenskt tónskáld til að semja nýtt verk til frumflutnings á hátíðinni ár hvert. „Lokatónleikarnir verða sunnu- daginn 29. júní kl. 15, en þar stígur kórinn Hljómeyki á svið, undir stjórn Mörtu Guðrúnar Halldórs- dóttur, og syngur tónlist frá 16. öld til 21. aldarinnar,“ segir Guðrún Jó- hanna og tekur fram að kórinn haldi upp á 40 ára starfsafmæli sitt í ár. „Sum laganna sem flutt verða á tón- leikunum voru líka flutt á fyrstu tón- leikum kórsins,“ segir Guðrún Jó- hanna og bendir á að þá hafi stjórnandinn verið Rut L. Magn- ússon, sem Guðrún Jóhanna nam síðar söng hjá. „Líkt og í fyrra bjóðum við um helgina upp á tónlistarsmiðju í Íþróttamiðstöðinni fyrir börn á aldr- inum 5-12 ára. Leiðbeinandi í ár er Gunnar Ben úr Skálmöld. Börnin munu fara í tónlistarleiki, spinna og taka svo þátt í lokatónleikunum,“ segir Guðrún Jóhanna og tekur fram að þátttaka sé ókeypis og ekki sé krafist neinnar tónlistarþekkingar fyrirfram. Skráning fer fram á net- fanginu kammertonleikar@gmail- .com. Allar nánari upplýsingar eru á kammertonleikar.is. „Söngur í forgrunni“  Kammertón- leikar á Kirkjubæj- arklaustri í 24. sinn Morgunblaðið/Eggert Sjaldséð hljóðfæri Hljómsveitin Spilmenn Ríkínís og kórinn Hljómeyki á æfingu í Tónskóla Sigursveins. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Sönghópurinn Olga hefur tónleika- ferð sína um landið með tónleikum í Tjarnarborg á Ólafsfirði í kvöld. Olga var stofnuð árið 2012 og eru liðsmenn hennar Bjarni Guðmunds- son fyrsti tenór, Jonathan Ploeg annar tenór, Gulian van Nierop barítón, Pétur Oddbergur Heim- isson bass-barítón og Philip Bark- hudarov bassi. Allir eiga þeir það sameiginlegt að njóta leiðsagnar Jóns Þorsteinssonar í klassísku söngnámi sínu við Tónlistarháskól- ann í Utrecht í Hollandi. „Við syngjum allt án undirleiks og efnisskrá okkar spannar fimm aldir, allt frá endurreisninni til rak- arakvartetta og frá þjóðlögum til sönglaga. Við leggjum upp með að færa tónlistina nær áheyrendum í leikrænni tjáningu og einlægum söng með vandaðri og metn- aðarfullri tónlistarlegri túlkun,“ segir m.a. í tilkynningu. Næstu tónleikar hópsins verða í Hvolnum á Hvolsvelli 29. júní, í Langholtskirkju 1. júlí, í Bláu kirkj- unni á Seyðisfirði 2. júlí og í Hafn- arkirkju á Höfn 4. júlí. Allir tónleik- arnir hefjast kl. 20 nema í Bláu kirkjunni, þeir hefjast kl. 20.30. All- ar nánari upplýsingar og miðapant- anir eru á olgavocalensemble.com. Líkt og í fyrra er frítt fyrir allar konur sem heita Olga sem og fyrir börn á grunnskólaaldri. Olga hefur tónleikaferðalag sitt í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.