Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Sími 511 8090 • www.yndisauki.is Dukkahfrá Yndisauka Dukkah fæst íHagkaupum,Melabúðinni, Fjarðarkaupum,Mosfellsbakaríi, Kjöthöllinni, Nóatúni,Garðheimum,Miðbúðinni ogBakaríinu viðBrúnnaAkureyri. OFNBÖKUÐÝSA MEÐ INDVERSKUMBLÆ Roð-ogbeinhreinsið ýsuflökinog skerið í hæfilegabita. Setjið mangó-chutney í skál ogpenslið ýsubitana velmeðþví ábáðum hliðum. Stráið Indverskudukkah vel yfir beggjamegin. Setjið í eldfast form.Bakið í ofni við 180°C í 15mín. Berið frammeðuppáhaldshrísgrjónunumykkar og salati. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Humarhátíð á Höfn fer fram í 22. sinn um helgina. Að venju mun kenna ýmissa grasa. Heimsmet verður slegið, heimsmeistari verð- ur krýndur auk þess sem þétt dag- skrá, sem hófst í gær, verður alveg fram á sunnudag. „Þróunin hefur orðið þannig að við höfum einbeitt okkur að því að hafa þétta skemmtun á daginn fyrir fjöl- skyldufólk,“ segir Kristín Krist- jánsdóttir, verkefnastýra hátíð- arinnar. Upphaf Humarhátíðar á Horna- firði má rekja til frumkvæðis ein- staklinga og fyrirtækja sem vildu að haldin yrði árleg útihátíð á Hornafirði fyrir Hornfirðinga, brottflutta Hornfirðinga og gesti. Þetta varð að veruleika árið 1993 og það var Sveitarfélagið Horna- fjörður sem fór með framkvæmd hátíðarinnar fyrstu árin en síðan tóku félagasamtök við. Stærsta há- tíðin var árið 1997 þegar ald- arafmæli byggðarfélagsins var haldið og þá mættu fjögur þúsund manns. Að sögn Kristínar komu um þrjú þúsund á hátíðina í fyrra en á Höfn og í nærliggjandi sveit- um búa um sautján hundruð manns. Ekki gott að slarka mikið Á hátíðinni verður krýndur heimsmeistari í hornafjarð- armanna en eins og nafnið gefur til kynna á spilaafbrigðið rætur að rekja til svæðisins. Er það eignað séra Eiríki Helgasyni í Bjarnanesi. Að sögn Kristínar er keppt á allt að fjórtán borðum og eru fjórir á hverju. Heimamaðurinn Örn Þór Þorbjörnsson er annar heims- meistarinn sem krýndur var í hornafjarðarmanna árið 1998. Hann segir heimamenn stolta af spilinu og að hann hafi upplifað mikla upphefð við sigurinn. „Mað- ur þarf að hafa mikla útsjónarsemi auk þess sem spilagjafirnar þurfa að vera með manni. Svo þarf mað- ur að vera vel upplagður og ekki mikið að slarka kvöldið áður,“ seg- ir Örn. Keppnin hefst klukkan ell- efu á laugardaginn. Sem fyrr mun hann taka þátt í ár en hann hefur ekki náð að endurtaka leikinn frá sigrinum frækna fyrir sextán ár- um. Hann segir að erlendir ferða- menn taki gjarnan þátt í spila- mennskunni en sigurinn enn sem komið er ekki fallið þeim í skaut. Hann segir að skipta megi sig- urhlutfalli til helminga á milli heimamanna og aðkomumanna. Vinsæll lottóskítur Meðal annars geta gestir tekið þátt í hinnu sérstæða kúadellu- lottói. Fer það þannig fram að á grasflötina eru málaðir merktir fletir sem líkja má við skákborð. Svo fá lottóþátttakendur númer sem táknar hvern flöt. „Síðan er kýr leidd á svæðið. Kýrin gengur svo um svæðið þar til hún þarf að gera stykkin sín og sá vinnur sem er með númerið sem dellan lendir á,“ segir Kristín. Hún segir þetta eingöngu gert ánægjunnar vegna og engin verðlaun eru í boði. Kristín segir að yfirleitt sé þess stutt að bíða að kýrin ljúki sér af. Einu vandamálin sem upp hafi komið hafi tengst því þegar dreif- ing dellunnar er meiri en búist hafði verið við og hún lendi á milli tveggja reita. „Krakkarnir veina eins og á fótboltaleik þegar þeir horfa á,“ segir Kristín, en gjarnan er mikið áhorf á viðburðinn. Heimsins lengsta humarloka Til stendur að slá heimsmet á hátíðinni þar sem stærsta humar- loka heims verður á boðstólum. Má búast við heimsmetsbætingu frá því í fyrra þegar lokan var 22 metra löng. Segir Kristín að lokan verði í það minnsta einum metra lengri í ár. Að sögn Kristínar hefur hátíðin mikla þýðingu fyrir fólk á Höfn. „Samfélagið þéttist allt. Hvert hverfi fyrir sig er skreytt og veitt eru verðlaun fyrir það. Í gær- kvöldi (á þriðjudagskvöld) voru milljón manns úti að búa til skreytingar því það er svo mikill metnaður og samkeppni á milli hverfanna. Haldnir eru fundir þar sem þemað er ákveðið og allir vilja leggja hönd á plóg. Þú hefur kannski ekki talað við manninn í næsta húsi en allt í einu eruð þið farnir að tala saman um skraut eða útbúa humarsúpu,“ segir Kristín. Sjálf var hún var upphaflega fengin til þess að starfa við hátíð- ina fyrir þremur árum þegar hún bjó í Reykjavík. Hún varð svo „skotin“ í bænum að hún ákvað að flytja til Hafnar. Fyrstur að sprengja dekkið Meðal annars er keppt í svokall- aðri „burnout“-keppni þar sem áhugamenn um kraftmiklar sjálf- rennireiðir koma saman. Meðal annars er keppt í því hver sé fljót- astur að sprengja dekk með því að spóla á staðnum. Þá er margt að sjá í bænum. Fyrst má nefna Gömlubúð við gömlu höfnina þar sem verið er að gera upp gömlu bæjarmyndina en aðaldagskrá hátíðarinnar fer fram við höfnina. Þar er gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs, söfn og sýn- ingar. Þar má til að mynda finna Þórbergssetur, safn tileinkað Þór- bergi Þórðarsyni rithöfundi. Heimsmet í hættu á Hornafirði Humarhátíð Gestir á humarhátíð voru margir hrifnir af því sem í boði var í fyrra. Humarhátíð á Hornafirði » Humarhátíð á Hornafirði fer fram um helgina í 22. sinn. » Að venju geta gestir tekið þátt í heimsmeistaramótinu í hornafjarðarmanna, í kúadellu- lottói og sprengt dekk með því að spóla á staðnum. » Bæjarbúar hafa unnið hörð- um höndum að því að gera hverfi bæjarins falleg fyrir há- tíðahöldin. Formleg dag- skrá hum- arhátíðarinnar hófst í gær. Fjöldi lista- manna stígur á svið um helgina og þar ber með- al annarra að nefna hljóm- sveitina Kaleó og Ladda. Eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna verður humar innan seil- ingar við hvert götuhorn. Þannig verður humarsúpa í boði á fimm stöðum í bænum. Eins verður súp- an í boði á Sindravöllum á leikjum Sindra og Ægis í 2. deild karla og Sindra og Fram í 1. deild kvenna. Eins verður humarsúpa í boði fyr- ir þátttakendur í golfmóti eftir níu holur. Sundlaug Hornafjarðar verður að sjálfsögðu opin en frítt verður í hana til 12 á daginn þeg- ar hefðbundin dagskrá hefst. Humarsúpa í boði á hverju götuhorni á hátíðardögunum Humarsúpa verður víða í boði. Sólin á Suðausturlandi Milt veður verður víðast hvar á landinu um helgina en þó gæti vætan sett strik í reikning sólarþyrstra. Sólargeislarnir munu einna helst ylja landsmönnum á austanverðu Suðurlandi þar sem spáð er 12-17 stiga hita. Margt verður í boði á svæðinu fyrir ferðafólk. Humarhátíð verður á Höfn í Hornafirði en að auki er gnótt náttúruperla í Vatnajökulsþjóðgarði sem enginn verður svikinn af að skoða. Veðurspá kl. 12 á laugardaginn Loftmyndir ehf. Heimild: vedur.is Skaftafell 10° 3 Kirkjubæjarklaustur -Stjórnarsandur 17° 1 Höfn 12° 3 Hvalnes 12° 2 Laufbali 14° 2 Jökulheimar 11° 2 Setur Vatnsfell 11° 13° 2 3 Skannaðu kóðann til að lesa Helgarferðin – Eltum sólina í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.