Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hægt er með mjög litlumfyrirvara að aukakolefnisbindingu meðlandgræðslu, en binding hefst strax árið sem landgræðslu- aðgerðir hefjast og er komin á fullan skrið á öðru ári,“ segir Guðmundur Stefánsson, sviðsstjóri landvernd- arsviðs hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. Hann segir ekkert að vanbúnaði að hefja stórfellda sókn í landgræðslu til að hægt verði að nálg- ast markmið um bindingu og losun gróðurhúsaloftteg- unda. Landgræðsl- an hefur kortlagt örfoka svæði um allt land og skráð yfir milljón hektara, sem að lang- mestu leyti eru neðan 500 metra hæð- arlínu. Hægt væri að hefja upp- græðslu á þessum svæðum með litlum fyrirvara, að sögn Guðmundar. Af þessum svæðum eru um 500 þúsund hektarar, sem talið er mjög brýnt að græða upp og aðrir 250 þúsund sem talið er brýnt að græða upp, m.a. til að koma í veg fyrir frekari gróður- og jarðvegseyðingu. Bændur virkir í landgræðslu Sumt af þessu landi er í eigu ríkis og annarra opinberra aðila en annað í eigu bænda og annarra einstaklinga. Guðmundur segir að eignarhald á landi ætti þó ekki að vera fyrirstaða því bændur hafi hingað til ekki látið sitt eftir liggja þegar komi að land- græðslustarfi. Fyrir viku árituðu samninga- menn Íslands og Evrópusambandsins samning um fyrirkomulag á sameig- inlegu markmiði 29 ríkja innan Kýótó-bókunarinnar á tímabilinu 2013-2020, varðandi losun gróður- húsalofttegunda. Samkvæmt samn- ingnum við ESB ætti þessi losun að vera að meðaltali um 1,92 milljónir tonna árlega á tímabilinu og þyrfti nettólosun að minnka um 860 þúsund tonn eða tæplega 31% fyrir 2020. Það er svipað og gert var ráð fyrir í að- gerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum árið 2010. Stóriðja kemur hér ekki inn í dæmið. Reiknað er með að kolefnisbind- ing með skógrækt og landgræðslu dugi til að mæta þessu markmiði að um það bil helmingi, en hinum hlut- anum þurfi að ná með minnkun los- unar og hugsanlega kaupum á heim- ildum, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Margvíslegur ávinningur Töluvert magn binst árlega með landgræðslu eða tæp 200 þúsund tonn árið 2012, að sögn Guðmundar. „Reiknað er með að um 2,5 tonn af kolefni bindist árlega í uppgræðslu, en það magn getur þó verið nokkuð breytilegt eftir aðstæðum. Ef gert yrði stórátak í landgræðslu og 25 þús- und hektarar græddir upp árlega frá og með 2015 og fram til 2020 má var- lega áætla að í lok tímabilsins gæti heildar-kolefnisbinding vegna þeirra aðgerða eingöngu numið 250-300 þús- und tonnum af kolefni árlega. Nú er unnið að uppgræðslu á um 12.000 hekturum árlega. Ávinningur þjóðarinnar af slíku átaki er ekki að- eins aukin kolefnisbinding, bæði í plöntum og ekki síður í jarðvegi, held- ur myndi gróður endurheimtast á 125.000 hektara svæði sem nú er ör- foka og gróðursnautt land en var áður gróið,“ segir Guðmundur. Losun á Íslandi náði hámarki ár- ið 2008 og var þá rúmar 5 milljónir tonna af koldíoxíðs-ígildum. Hún hef- ur minnkað nokkuð síðan, eða um rúmlega 10%, að því er fram kemur í frétt ráðuneytisins. Ekkert að vanbúnaði að hefja sókn í landgræðslu Morgunblaðið/RAX Á flugi Landgræðsluvélin Páll Sveinsson við Þingvallavatn fyrir nokkr- um árum, en þessi aldurhnigna flugvél var m.a. notuð til að dreifa áburði.Guðmundur Stefánsson 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vandræða-gangurCame- rons, forsætis- ráðherra Breta, í Evrópusam- bandsmálum heldur áfram að versna. Hann lof- aði í síðustu þing- kosningum að kæmist hann til valda, þá myndi hann láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um Lissabon- sáttmálann. Það var heitið sem stjórnmálalegir svika- hrappar settu sem yfirskrift á stjórnarskrá ESB eftir að nokkrar þjóðir höfðu í heim- ildarleysi hafnaði í þjóð- aratkvæði þessari sömu stjórnarskrá, sem þá hét annað, en var að öðru leyti eins. Evrópusambandið er al- gjörlega samkvæmt sjálfu sér í því, að það tekur aldrei mark á því þegar þjóðir segja nei við samþykktum sem hin ólýðræðislega elíta þvingar í gegn. Takist svo illa til hjá þeim örfáu þjóðum sem á annað borð fá að kjósa um framsalssneiðar af full- veldi eru óþægu þjóðirnar látnar kjósa aftur þangað til þær gefast upp og segja já. Eftir að Cameron hafði kom- ist inn fyrir dyrakarmana á Downing-stræti 10 fann hann út að hann væri því miður orðinn of seinn til að geta staðið við loforðið góða. Þegar að efasemdir landa hans um Evrópusambands- aðild héldu áfram að aukast og gera skráveifur í kosn- ingum og á kosningahorfum, ákvað Cameron að lofa aft- ur, þrátt fyrir dapulega reynslu þeirra sem lofað var. Nú lofar hann að halda þjóð- aratkvæði um ESB-aðild Breta, já eða nei, ekki seinna en árið 2017. Það eru að vísu ýmis ljón á veginum og ekk- ert þeirra er breska ljónið víðfræga, sem ekki hefur lengur sinn fagra skolt. Það eiga að fara fram kosningar á næsta ári í Bret- landi og horfur á því að Cameron vinni þær eru fjarri því að vera góðar. For- sætisráðherrann segist þurfa þennan langa tíma áður en til atkvæðagreiðslu um ESB geti komið, því hann ætli sér að semja heil- mikið af glötuðum áhrifum Breta aftur yfir Erm- arsundið. Í fyrstunni var hann nokkuð brattur og nefndi til sög- unnar nokkur at- riði sem segja mátti að hugs- anlega kynnu að skipta einhverju máli, þótt ekki væri það stór- kostlegt, og varðaði fé- lagslega og atvinnulega þætti. En ESB-elítan á meginlandinu gerði ekkert með tal breska forsætisráð- herrans um þessi atriði og nenntu fæstir hennar að brosa góðlátlega, hvað þá annað. Það var ekki beysin staða, því Cameron hafði sagt að þegar hann hefði komið þessum kröfum sínum í sig- urhöfn myndi hann halda þjóðaratkvæði og geta þá vígreifur og með góða sam- visku barist fyrir áfram- haldandi veru Breta í ESB í krafti þessara sigra. Var engu líkara en að hann sæi sjálfan sig stundarkorn í hillingum sem eins konar Wellington eftir Waterloo. En þar sem hann fékk ekki einu sinni umræður við kollega sína um þau atriði þar sem vottaði fyrir örlítilli kjötflís á beini tók hann upp nauðungarviðræður við sjálfan sig og ákvað þar að henda öllum fyrrnefndum atriðum út af borðinu. Í staðinn setti hann fram sjö önnur, hrein smáatriði, í þeirri von að veifa mætti þeirri visnuðu grein frekar en öngvu. Atriðin þau eru svo aumkunarverð að ekki þyrfti einu sinni að halda um þau ríkjaráðstefnu þótt þau væru öll saman í pakka til ákvörðunar. Það var ekki beint til að hækka risið á þessum sýnd- argerningi að tveir áköfustu ESB-sinnar breskra stjórn- mála, Nick Clegg hinn frjálslyndi og Kenneth Clarke ráðherra, lýstu báðir yfir fyrirvaralausum stuðn- ingi við þessa kröfugerð Camerons á hendur ESB. En rökstuðningur tvímenn- inganna fyrir stuðningi sín- um við forsætisráðherrann í málinu var ekki endilega hjálplegur. Þeir sögðu báðir að sjálfsagt væri að gera einmitt þessar kröfur og jafnsjálfsagt væri að ESB yrði umsvifalaust við þeim, því að „ekkert þeirra breytti neinu,“ hvorki fyrir ESB eða Bretland. Hjákátlegt er að horfa upp á breska forsætisráðherrann, sem lætur eins og hann sé í hörku- viðræðum við Brusselveldið} Sýndarmennska? E yjan Sark, sem er hluti af Guernsey á Ermarsundi, er einn af fáum stöðum í heim- inum, þar sem engir bílar eru leyfðir. Raunar er lítil þörf á bifreiðum á eyjunni, þar sem hún er ekki nema um fimm ferkílómetrar að flatarmáli, og íbúar hennar einungis um 600. Þar má hins vegar fara sinna ferða á traktorum og hestvögnum. Ég get ekki að því gert, en stundum finnst mér eins og Sark-eyja sé hálfgert óskaland þeirra sem haldið hafa um stjórnartauma í Reykjavíkurborg síðustu árin. Ég vil kannski ekki vera svo drama- tískur að tala um sérstaka „aðför að einka- bílnum“, en það er eins og menn lifi í ein- hverjum draumaheimi þegar kemur að skipulagsmálum, og hagi gjörðum sínum í raunheimi eftir því. Nú er til dæmis þétting byggðar mjög í tísku. Og ekki ætla ég að mæla á móti henni. Það myndu fylgja því margir kostir ef byggðin væri þéttari en hún er og auk- ið hagræði á ýmsum sviðum. En það má heldur ekki horfa til hennar slíkum glýjuaugum að öllu raunsæi sé kastað út um gluggann. Fyrirhugað er til dæmis að reisa mikið af íbúðarhúsnæði nálægt miðborg Reykja- víkur. Það er allt gott og blessað, en í nokkrum tilfellum er til dæmis bara gert ráð fyrir að 80% þeirra íbúða hafi sitt eigið bílastæði. Þá er gert ráð fyrir að í nýbygging- unum muni einkum safnast saman unga og sexí fólkið með börnin sín. Raunar er alltaf sleppt að minnast á það að líklega verður þetta fólk að hafa unnið í lottóinu eða reka eigin útgerð, þegar tekið er mið af lóðarverði og líklegu verði á þeim íbúðum sem ráðgert er að reisa. Hætt er því við að í nýju ung-sexí hverfin muni frekar safnast annað hvort ríkisbubbar eða eldra fólk sem er að minnka við sig. Ef draumheimurinn er tekinn alla leið, má því áætla að í Sark-Reykjavík búi einkum fólk á þrítugsaldri með eitt til tvö börn. Börnin fara í leikskóla og skóla, en þeim er ekki skutlað þangað, því að foreldrarnir fara á hjólum hvert sem þau fara. Börnin æfa kannski íþróttir eða eru í tónlistarskóla, en þau komast þangað af eigin rammleik. Fjöl- skyldan góða hefur því enga þörf á neinum einkabíl. Þá er einnig heppilegt að engin bílastæði eru, þar sem það kemur hvort eð er aldrei neinn í heimsókn sem býr utan hverfisins. Í raunheimi hefur sumt fólk hins vegar ekki endilega efni á að flytja í risablokkir í miðbænum, eða hefur kannski ekki einu sinni vilja til þess að búa þar. Það vinnur ekki endilega í næsta nágrenni við heimili sitt. Það þarf stundum að skutlast með börnin sín, og vill þá síður að börnin sitji á bögglaberanum, eða í afturkerru. Það fær stundum fólk í heimsókn sem kemur á fleiri en einum bíl. Bíllinn er ekki á útleið. Sé ekki hugað meira að þeirri staðreynd þegar ný byggð er skipulögð gætu menn vaknað við það að draumurinn hafi breyst í martröð. sgs@mbl.is Stefán Gunn- ar Sveinsson Pistill Sark-Reykjavík, óskalandið STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Fjárveitingar hins opinbera til landgræðslu og skógræktar hafa dregist saman á síðustu árum. Þó svo að nú sé talið að meira land endurheimtist á hverju ári en tapist finnst landgræðslufólki hægt ganga. Fram hefur komið í blaðinu að með sama áframhaldi muni taka 100-150 ár að endurheimta fyrri landgæði. Framlög til skógræktar voru byrjuð að dragast sam- an fyrir hrun. Bent hefur ver- ið á að aukið átak í skógrækt myndi fljótt skila sér í auk- inni atvinnu og Ísland yrði betur í stakk búið til að standast alþjóðlegar skuld- bindingar. Í nokkrum ná- grannalöndum hafi markmið verið sett á síðustu miss- erum til að auka útbreiðslu skóga, ýmist með umhverfis- sjónarmið í huga eða til að efla atvinnu í dreifðum byggðum. Samdráttur á síðustu árum SKÓGRÆKT OG LANDGRÆÐSLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.