Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 27
búningsnefnd að stofnun Sturlu- seturs. Svavar sat í öryggismálanefnd sjómanna, í stjórnarnefnd ríkis- spítala, formaður menntamála- ráðherra Norðurlanda 1988 og 1989, formaður Menningarsjóðs Norð- urlanda, yfirskoðunarmaður rík- isreikninga og sat í stjórn Lands- virkjunar. Svavar er höfundur bókanna Sjónarrönd – jafnaðarstefnan, við- horf, 1995, og Hreint út sagt – sjálfs- ævisaga, 2012. Hann heldur úti vef- síðunni svavar.is. Skógarbóndi með æðarvarp En hvað er Svavar að gera í dag? „Það er alltaf nóg að gera. Þessa dagana er ég að undirbúa hestaferð um Fellsströnd og Sturluhátíð hinn 27 júlí nk. Auk þess hef ég verið að skrifa um ævi og störf Lúðvíks Jós- epssonar og hugsa um pólitík sem líklega eldist aldrei af manni. Þá má geta þess að við Guðrún bú- um í raun á tveimur stöðum. Í Hlíð- unum í Reykjavík yfir vetrartímann, en erum jafnframt eins konar frí- stundabændur í Hólaseli í Reykhóla- sveit á sumrin. Erum að planta smá- vegis og svo höldum við nokkur hross og hlúum að svolitlu æð- arvarpi. Þetta er enginn stór- búskapur en við höfum verið að koma okkur þarna fyrir frá 2006 og erum alsæl í sveitinni.“ Fjölskylda Eiginkona Svavars er Guðrún Ágústsdóttir, f. 1.1. 1947, fyrrv. for- seti borgarstjórnar. Hún er dóttir Ágústs Bjarnasonar skrifstofu- stjóra, sem er látinn, og Ragnheiðar Eide Bjarnason húsfreyju. Fyrri kona Svavars var Jónína Benediktsdóttir, f. 5.10. 1943, d. 29.5. 2005, ritari. Börn Svavars og Jónínu eru Svan- dís, f. 24.8. 1964, alþm. og fyrrv. um- hverfisráðherra í Reykjavík en mað- ur hennar er Torfi Hjartarson lektor; Benedikt, f. 10.8. 1968, tölv- unarfræðingur í Þrándheimi en kona hans er María Ingibjörg Jónsdóttir viðskiptafræðingur; Gestur, f. 27.12. 1972, verkefnastjóri hjá Arion banka, búsettur í Hafnarfirði en kona hans er Halldóra Bergþórs- dóttir viðskiptafræðingur. Börn Guðrúnar eru Ragnheiður Kristjánsdóttir, f. 7.2. 1968, lektor við HÍ; Árni Kristjánsson, f. 20.10. 1970, lektor við HÍ; Gunnhildur Kristjánsdóttir, f. 9.10. 1977, iðju- þjálfi við LSH. Svavar á ellefu barnabörn og fjög- ur langafabörn og Guðrún á sex barnabörn. Systkini Svavars eru Sveinn Kjartan f. 25.7. 1948, bóndi á Stað- arfelli; Helga Margrét, f. 29.10. 1949, húsfreyja í Noregi; Málfríður, f. 19.1. 1953, starfsstúlka í Reykjavík; Valdimar, f. 4.6. 1956, verkefnastjóri í Hafnarfirði; Guðný Dóra, f. 21.3. 1961, forstöðumaður á Gljúfrasteini; Kristín Guðrún, f. 27.5. 1963, kenn- ari á Höfn í Hornafirði, og Svala, f. 15.1. 1967, d. 26.11. 1971. Foreldrar Svavars: Gestur Zoph- anías Sveinsson, f. 3.10. 1920, d. 29.12. 1980, bóndi á Grund á Fells- strönd og síðan verkamaður í Hafn- arfirði, og Guðrún Valdimarsdóttir, f. 28.3. 1924, verkakona. Úr frændgarði Svavars Gestssonar Svavar Gestsson Guðbjörg Þorsteinsdóttir húsfr. á Kjalvararstöðum Halldór Þórðarson b. á Kjalvararstöðum Helga Halldórsdóttir bóndakona og húsfreyja Helgi J. Halldórsson cand.mag. Áslaug Helgadóttir aðstoðarrektor Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri Valdimar Davíðsson b. á Guðnabakka, Hömrum og síðast í Borgarnesi Guðrún Valdimarsdóttir húsfreyja og verkakona Guðbjörg Valdimarsdóttir húsfr. í Kópavogi Arnar Guðmundsson ritari Sam- fylkingar Þorsteinn Valdimarsson bílstj. í Borgarnesi Björn Bjarki Þorsteinsson form. bæjarráðs Bogarness Guðbjörg Stefánsdóttir húsfreyja og verkakona Davíð Jakobsson lausam. í Borgarfirði Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Breiðabólsstað Kristján Þórðarson b. á Breiðabólsstað Salóme Kristjánsdóttir húsfr. á Sveinsstöðum Þórður Kristjánsson b. á Breiðabólsstað á Fellsströnd Friðjón Þórðarson fyrrv. alþm. og ráðherra Gestur Sveinsson bóndi og verkam. í Dalasýslu og Rvík Jófríður Sveinsdóttir húsfr. í Rvík Aron Björnsson læknir í Rvík Kristinn Sveinsson byggingam. í Rvík Sigurjón Sveinsson b. á Sveinsstöðum Ólöf Sigurjónsd. húsfr. í Hfj. Aðalheiður Guðmundsd. þjóðfræð. Sveinn Hallgrímsson b. á Sveinsstöðum Haraldína Haraldsdóttir vinnuk. á Snæfellsnesi Hallgrímur Jónsson verkam. Jörundur Kristinsson læknir í Rvík Jóhannes Kristinsson læknir í Garðabæ Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallar Íslands Helgi Þorgils Friðjónss. myndlistarmaður ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Emil fæddist á Torfastöðum íVopnafirði 26.6. 1865. For-eldrar hans voru Guð- mundur Stefánsson, hreppstjóri á Torfastöðum, og k.h., Juliane Jens- ine Hermansdóttir Schou, húsfreyja þar. Guðmundur var sonur Stefáns Ólafssonar, bónda á Torfastöðum, og Sólveigar Björnsdóttur húsfreyju. Juliane var dóttir Hermans Sev- erins Christians Schou, verslunar- þjóns á Djúpavogi, og Sigríðar Jóns- dóttur Schou húsfreyju. Bróðir Emils var Stefán versl- unarstjóri, faðir Júlíusar Guðmunds- sonar, stórkaupmanns í Reykjavík, föður Agnars Guðmundssonar, skip- stjóra og framkvæmdastjóra, föður Guðrúnar Agnarsdóttur, fyrrv. alþm. og læknis, og Júlíusar Agnars- sonar, framkvæmdastjóra og hljóð- upptökumanns. Eiginkona Emils var Jane María Margrét Steinsdóttir Steinsen, dótt- ir Steins Torfasonar Steinsen, prests á Hjaltabakka í Torfalækj- arhreppi, og k.h., Wilhelmine Cathr- ine Moritzdóttur Steinsen, f. Bier- ing. Börn Emils og Jane Maríu voru Andrea Stefanía, kennari og hús- freyja í Reykjavík; Steinn Vilhelm, jarðfræðingur, skólastjóri og spari- sjóðsstjóri í Bolungarvík, síðar í Reykjavík; Júlíus Guðmundur, verslunarmaður í Reykjavík; Lúðvík Schou, verkamaður á Stöðvarfirði; Anna Elísabet, hjúkrunarkona í Ed- inborg; Gunnar, rennismiður á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og síðar í Keflavík; og Víglundur sem flutti ungur til Vesturheims. Emil lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum í Reykjavík 1888 og embættisprófi í guðfræði frá Prestaskólanum 1891. Hann var heimiliskennari á Borðeyri við Hrútafjörð og á Djúpavogi en var veittur Kvíabekkur í Ólafsfirði 1891 og var þar vinsæll sóknarprestur til 1906 er hann lét af störfum vegna vanheilsu. Þá var Emil sýslunefnd- armaður í Eyjafjarðarsýslu 1896- 1900. Emil lést 28.4. 1907. Merkir Íslendingar Emil G. Guðmundsson 90 ára Freyja Stefanía Jónsdóttir Gunnar Már Torfason Hallgrímur Sigurðsson 85 ára Sigrún Guðmundsdóttir 75 ára Elísabet Ásta Dungal Guðjón Eiríksson María K. Thoroddsen Prem Bahadur Bohara Svanhildur Þorgilsdóttir 70 ára Atli Aðalsteinsson Berglaug Jóhannsdóttir Gunnar Pálmason Njáll Sigurðsson Sigrún Aadnegard Sigrún Konny Einarsdóttir Sigurður Ágústsson Örn Arason Örn Sævar Björnsson 60 ára Guðni Ásþór Haraldsson Guðrún Jóhanna Jónsdóttir Halldór Antonsson Hriska Nikolova Yanakieva Jóhann Ingi Jóhannsson Jón Hafþór Þorláksson María Sigurlaug Kristmanns Ólafur Pálsson Óskar Jóhann Óskarsson Rakel Þórisdóttir Sigurður Kristján Lárusson 50 ára Anna Jónný Aðalsteinsdóttir Dröfn Klingbeil Einar Már Ríkarðsson Eyjólfur Magnússon Guðmundur V. Friðjónsson Hafdís Bjarnadóttir Hafsteinn Þór Gunnarsson Helga Snorradóttir Hörður Vignir Arilíusson Jón Páll Grétarsson Sigsteinn Sigurðsson Sigurður Rúnar Karlsson Sjöfn Sverrisdóttir Valur Smári Friðvinsson 40 ára Bjarki Snær Bragason Elfa Björk Eiríksdóttir Elsa Nielsen Eyrún Ösp Ingólfsdóttir Guðmunda Helga Guðmundsdóttir Guðmundur Ragnar Pálsson Guðný Jóna Valgeirsdóttir Gunnar Rúnar Ólafsson Gunnþór Kristjánsson Jóhann Guðmundur Breiðfjörð Jóhann Óskar Jóhannesson Neli Traskeviciuté Youssef Lakhal 30 ára Adrian Dariusz Dariusson Gunnar Örn Arnarson Ingibjörg Óladóttir Júlíus Þór Bess Ríkarðsson Kristrún Harpa Gunnarsdóttir Linda Björk Hafsteinsdóttir Magda Galan Matthías Sveinsson Pawel Palikot Svava Guðrún Margrétardóttir Yuanming Hu Til hamingju með daginn 30 ára Tinna býr í Reykjavík, lauk prófi í arkitektúr frá Listahá- skóla Íslands og rekur verslanirnar Hrím við Laugaveg. Maki: Einar Örn Ein- arsson, f. 1980, verð- bréfamiðlari. Sonur: Indriði Hrafn Ein- arsson, f. 2007. Foreldrar: Guðrún Bene- diktsdóttir, f. 1962, og Baldvin Indriðason, f. 1959. Tinna Brá Baldvinsdóttir 40 ára Þórlaug ólst upp í Mývatnssveit og á Ak- ureyri, er leikskólakennari frá KHÍ og aðstoðarleik- skólastjóri við Nausta- tjörn á Akureyri. Synir: Tómas Kristinsson, f. 2007, og Snorri Krist- insson, f. 2009. Foreldrar: Þórhalla Þór- hallsdóttir, f. 1953, versl- unarstjóri hjá Hagkaup á Akureyri, og Þorfinnur Finnlaugsson, f. 1948, leigubílstjóri í Kópavogi. Þórlaug Þorfinnsdóttir 30 ára Íris ólst upp í Garðabæ, býr í Kópavogi, er íþróttafræðingur frá HR og sviðsstjóri hjá Fim- leikasambandi Íslands. Maki: Trausti Þór Frið- riksson, f. 1979, vörustjóri hjá Símanum. Börn: Sturla Þór, f. 2007, og Thelma, f. 2012. Foreldrar: Guðrún Pálína Hinriksdóttir, f. 1959, og Svavar Ásmundsson, f. 1959. Íris Svavarsdóttir Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 BÍLADAGAR - frábært verð á bílavörum frá 2.995 frá 795 Hjólkoppar 12” 13” 14” 15” 16” Jeppa/fólksbíla tjakkur 2,25T lyftihæð 52 cm Sonax vörur í úrvali á frábæru verði 12V fjöltengi m/USB Straumbreytar 12V í 230V, margar gerðir 4.995 Bílabónvél Hjólastandur f/bíl Tjaldstæðatengi Viðgerðarkollur, hækkanlegur frá 4.995 8.995 Loftdæla 12V 35L 2.995 Loftmælir Bíla- og glugga- þvottakústar frá 6.995 Þjöppumælar Mössunarvél 1500W, hraðastýrð með púðum Avo mælar frá 1.695 7.999 1.995 19.995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.