Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Sumarið 2014 er Ísland enn þáumsóknarríki um aðild að Evr- ópusambandinu.    Þetta samasumar er tilkynnt að ákveðið hafi ver- ið að halda áróð- ursmyllunni Evrópustofu gangandi áfram, a.m.k. til sumars- ins 2015!    Og á þessum sælu sumardögumvar haldinn sérstakur blaða- mannafundur.    Það gerði nefnd sem ríkisstjórninsetti niður, af óútskýrðum ástæðum, til þess að halda áfram endurskoðun á stjórnarskránni.    Það var eitt af mörgum óskiljan-legum brallmálum Jóhönnu- stjórnarinnar sem rann út í sand- inni.    Þetta sérstaka sandrennsli ástjórnarskrárfiktinu fór raun- ar fram í mörgum atrennum og sjálfur Hæstiréttur Íslands reyndi meira að segja að sussa á vitleysuna en samt var haldið áfram.    En sem sagt, nú þótti rétt aðhalda sumarblaðamannafund. Þar kom fram að annað aðalverk- efni þessarar nefndar væri að koma ákvæði inn í stjórnarskrá til að auð- velda mönnum að skerða fullveldi íslensku þjóðarinnar. Ekki var tek- ið fram hvort þessir ógæfulegu til- burðir tengdust 70 ára sjálfstæði Ís- lands sérstaklega.    Það var von að kerlingin spyrði,að þessu gefna tilefni, hvort ekki hefði verið æskilegt að kjósa til Alþingis vorið 2013 og sjá hvern- ig slíkar kosningar færu. Von að hún spyrði STAKSTEINAR Veður víða um heim 25.6., kl. 18.00 Reykjavík 14 alskýjað Bolungarvík 13 skýjað Akureyri 17 skýjað Nuuk 5 skúrir Þórshöfn 11 alskýjað Ósló 18 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 16 heiðskírt Helsinki 13 skýjað Lúxemborg 18 heiðskírt Brussel 18 heiðskírt Dublin 16 skúrir Glasgow 15 skúrir London 21 heiðskírt París 21 heiðskírt Amsterdam 18 heiðskírt Hamborg 17 léttskýjað Berlín 13 skúrir Vín 15 skúrir Moskva 15 skýjað Algarve 22 léttskýjað Madríd 27 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 15 alskýjað Montreal 21 alskýjað New York 26 skýjað Chicago 23 léttskýjað Orlando 32 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:59 24:04 ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36 SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19 DJÚPIVOGUR 2:14 23:47 Viðskiptatækifæri sæstrengs ÞJÓÐMÁL BJÖRN BJARNASON Uppnám í ESB-ríkjum — viðvörun í Reykjavík GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Riddari Jón Sigurðsson EVA HAUKSDÓTTIR Ætti að kenna kynjafræði í grunnskólum landsins? ÞORSTEINN ANTONSSON Dapurleg heimkoma Kristmanns Guðmundssonar MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR Að tjaldabaki þjóðfundarins 1851 GEIR ÁGÚSTSSON Í átt að smærri stjórnunareiningum JÓN MAGNÚSSON Hinir umburðarlyndu JAKOB F. ÁSGEIRSSON Leikskáldið Arthur Miller GÍSLI HAUKSSON OG GALLERY GAMMA SAGA EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS Í 100 ÁR Pólitísk rétthugsun setur mark sitt á samtíðina jafnt á Íslandi sem annars staðar í hinum vestræna heimi. Ragnhildur Kolka flettir ofan af hræsni og undanbragðahefð sjálfskipaðra riddara réttlætisins á vinstri vængnum. 2. hefti, 10. árg. SUMAR 2014 Verð: 1.500 kr. Tvískinnungur riddara réttlætisins Í snjallri ritgerð fjallar enski blaðamaðurinn og álitsgjafinn John O’Sullivan um Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, — persónuna, stjórnmálahugmyndir hennar, árangur og áhrif. Hugmyndir um tengingu Íslands við raforkukerfi Evrópu eru ekki nýjar af nálinni. Björgvin Skúli Sigurðsson fjallar um þau viðskiptatækifæri sem felast í lagningu raforkusæstrengs í ljósi breyttra aðstæðna í orkumálum Evrópu. Stjórnmálaforinginn Margaret Thatcher Sumarheftið komið út Þjóðmál— tímarit um stjórnmál og menningu — hefur nú komið út í tíu ár í ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar. Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári — vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst í lausasölu í helstu bókabúðum og nokkrum stórmörkuðum, en ársáskrift kostar aðeins 5.000 kr. Áskriftarsími: 698-9140. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alls bárust 24 umsóknir um starf for- stjóra Samgöngustofu, sem auglýst var 6. júní síðastliðinn, en umsókn- arfrestur rann út á sunnudaginn. Inn- anríkisráðherra mun skipa þriggja manna nefnd, sem metur hæfi um- sækjenda, en þeir eru: Agnar Kofo- ed-Hansen stjórnunarráðgjafi; Birgir Elíasson hagverkfræðingur; Dagný Jónsdóttir framkvæmdastjóri; Egg- ert Norðdahl, teiknari, rithöfundur og flugmaður; Elín Björg Ragn- arsdóttir lögfræðingur; Eva Magn- úsdóttir, ráðgjafi MBA; Eyþór Björnsson fiskistofustjóri; Gerður Pálmarsdóttir gæða- og mannauðs- stjóri; Guðmundur Guðmundsson gæðastjóri; Halla Sigurðardóttir framkvæmdastjóri; Halldór Zoëga, rekstrarverkfræðingur og stjórn- sýslufræðingur; Haraldur Sigþórsson dr. ing.; Helga Þórisdóttir lögfræð- ingur; Karl Alvarsson lögfræðingur; Katla Þorgeirsdóttir lögfræðingur; Lilja G. Karlsdóttir samgöngu- verkfræðingur; Lúðvík Þorgeirsson framkvæmdastjóri; Ólafur Stein- arsson, fráfarandi sveitarstjóri; Reynir Sigurðsson framkvæmda- stjóri; Sigurbergur Björnsson skrif- stofustjóri; Sigurður Ingi Jónsson framkvæmdastjóri; Stefán Eiríksson lögreglustjóri; Svana Margrét Davíðsdóttir lögfræðingur; Þórólfur Árnason iðnaðar- og rekstrarverk- fræðingur. Staða forstjóra eftirsótt Morgunblaðið/Golli Umsækjandi Stefán Eiríksson er einn af þeim sem sækir um.  24 sækjast eftir að veita Samgöngustofu forstöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.