Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Farðu fram úr fyrr á morgnana og þú munt slá í gegn. Talaðu varlega og búðu þig undir að breyta stefnu fyr- irvaralaust. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú nýtur hins ljúfa lífs, góðs matar, víns og fallegs umhverfis. Ekki eru allir við- hlæjendur vinir. Þú færð skemmtilegt sím- tal fljótlega. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er hætt við að samskipti þín við aðra gangi eitthvað stirðlega í dag. Láttu þig fljóta með straumnum. Klappaðu þér á bakið fyrir nýlega gjörð sem krafðist hugrekkis og dirfsku. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hlustaðu á líkama þinn og leitaðu lausna á þeim vandamálum, sem hrjá hann. Frumleiki þinn laðar að einstaklinga sem þú getur verið stoltur af að kalla vini. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Óklárað verkefni tekur ósjálfrátt frá þér kraft. Þú skilur að á hverju augnabliki geturðu látið ljós þitt skína. Forðastu margmenni ef þú er ekki heil/l heilsu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að gefa þér tíma til að skemmta þér með vinum eða vandamönn- um í dag. Hnýttu lausa enda og fáðu yf- irsýn yfir málin. Einhver leggst á sveif með þér í erfiðu máli. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þegar þú ert örugg/ur einblínir þú á minnstu agnarögn af gagnrýni. Ekki er allt gull sem glóir og þú græðir á því að skoða hlutina. Veldu þér viðhlæjendur og vand- aðu valið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Veltu því fyrir þér sem mælir með einhverju og hinu sem talar gegn því. Sestu niður og farðu gaumgæfilega í gegn- um málin. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Áhugi þinn beinist nú einkum að fjármálunum. Léttu á huga þínum og þá öðlastu þá ró sem þú þarfnast svo mjög. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ævintýragirni þín kemur berlega í ljós. Lífið verður svo litlaust ef ekki má aðeins bregða út af vananum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Augu þín opnast fyrir öllu því óáþreifanlega sem gerir lífið svo frábært. Gefðu þér tíma til að hlusta á vin í vanda. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ágreiningur við vin um fjármál pirr- ar þig. Hikaðu ekki við að taka á þig aukna ábyrgð því þú munt standa undir henni án þess að þurfa að leika ofurmenni. Fall er fararheill. Víkverji hefur verið alveg bit yfirþví að Luis Suarez, sókn- armaður Úrúgvæ, skyldi ákveða að bíta varnarmann Ítala í öxlina í loka- leik liðanna í riðlinum, án þess að fá rauða spjaldið að launum. Dómari leiksins hlýtur að hafa nagað sig í handarbökin þegar hann horfði á leikinn í sjónvarpinu. Suarez á svo sannarlega eftir að bíta úr nálinni hvað þetta mál varðar, en vonandi skilur hann fyrr en skellur í tönnum að hegðun á borð við þessa gengur ekki upp á knattspyrnuvellinum. Jæja, og þá er Víkverji búinn með brandarana. x x x Þetta er einungis brotabrot af öll-um þeim bit-bröndurum sem flogið hafa í kjölfar þessa atviks, sem líklega munu verða á milli tannanna á fólki (afsakið þennan) nokkuð eftir að HM-keppninni lýkur. Fólk átti hreinlega ekki von á því að Suarex myndi bíta andstæðing í þriðja sinn á ferlinum. Þá kom þetta á óvart eft- ir að Suarez hefur átt frábært tíma- bil með liðinu sínu í Englandi, og vonuðust þá margir, bæði stuðnings- menn og andstæðingar Liverpool, til þess að Suarez hefði þar með þrosk- ast. En þær vonir reyndust tálið eitt. x x x Stundum er sagt að hægt sé aðveðja á allt sem manni dettur í hug hjá veðbönkum. Því miður var Víkverji ekki einn af þeim 160 eða svo, sem settu pening á það að eld- ingu myndi ljósta niður þrisvar á sama stað og að Suarez yrði gómað- ur (afsakið þennan) í þriðja sinn fyr- ir tannbrot. Eða kannski sem betur fer. Einn af þeim sem unnu fúlgur fjár á veðmálinu sagði að það hefði verið galið af sér að leggja þetta undir, en jafnframt að það væri galið að hann hefði unnið veðmálið. Það er hægt að taka undir það. x x x Eftir atvikið hefur verið lífleg um-ræða um það hvernig tekið verði á þessu. Víkverji telur líklegt að allir muni verða ósáttir við niðurstöðu FIFA, sama hver hún verður. Þeir sem verja Suarez muni segja refs- inguna allt of þunga, og hinir telja hana allt of væga. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Látið Krist ríkja í hjört- um yðar, því að til friðar voruð þér kallaðir sem limir í einum líkama. Verið þakklátir. (Kól. 3, 15.) Hjálmar Jónsson kenndi mér vísueftir afa sinn, Kristin Bjarna- son frá Ási í Vatnsdal, en langafi hans var Bólu-Hjálmar. Vísuna orti Kristnn á efri árum: Við Bakkus hvor öðrum þá sanngirni sýnum að sættast á málin hvern einasta dag. Ég geld honum tíund af tekjunum mínum og tel þessi viðskipti báðum í hag. Enn er Landsmót hagyrðinga til umræðu. Guðmundur Stefánsson orti á Leirnum, en lét þess jafnframt getið að hann stæði í undirbúningi ættarmóts um helgina. „Þar á eftir verður farið að huga að frekari und- irbúningi hagyrðingamóts,“ segir hann. „Það verður þriðja manna- mótið sem ég stend að á tæpu ári og verður þá kvóti minn væntanlega fullnýttur.“ Berst hún snjöll um víðan völl vísan okkar slynga og hlátrasköll um Skeiðin öll á skemmtun hagyrðinga. Ármann Þorgrímsson spyr hvað sé framundan: Einföld staðreynd að mér snýr ekki minnkar þjóðar vandi íhaldsflokkar orðnir þrír í okkar kæra Putalandi. Heiðrekur Guðmundsson átti ým- islegt til og hafði sterkar pólitískar skoðanir: Við hljóðnemann sat ég en hver var nú sá sem hóf þetta eindæma blaður? Hann boðaði kreppu, ég þekkti það þá að þetta var Framsóknarmaður. Og við andlát Stalíns orti hann: Hve þungur harmur Sovét-sálir nísti er sótti dauðinn þeirra höfuðprest, en neðra þar sem fjandinn Hitler hýsti var hópast kringum nýjan tignargest. Heiðrekur orti, en vel hefði þetta getað verið ort um aðalpersónurnar í Hrunadansi hinum nýja: Inni legið auðvaldsþý aðra flegið hefur svikatreyju sýslar í sápuþveginn refur. Ég hef alltaf gaman af hús- göngum: Krummi snjóinn kafaði kátur hló og sagði að hún tófa ætlaði einum að lóga gemlingi. Krummi situr á kvíavegg kroppar hann á sér tærnar engan skal hann matinn fá fyrr en hann finnur ærnar, – og svo fann hann ærnar. Seinni vísan er til í mörgum af- brigðum, en svona lærði ég hana. Halldór Blöndal (halldorblondal@simnet.is) Vísnahorn Af Bakkusi, misjöfnu fólki og krumma Í klípu GARÐAR HATAÐI KORT. HONUM FANNST ÞAU VEITA MISVÍSANDI UPPLÝSINGAR. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VIÐ SKULUM BYRJA Á SMÁ SKORDÝRAEITRI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eyða öllum deginum í að hugsa til þín. STANS! HVER FER ÞAR? VINUR EÐA VÁ? ÉG ER VÁ! FREKAR STÓR VÁ, EINS OG ÞÚ KANNSKI SÉRÐ! SVONA, HÆTTIÐ GLÍMUBRÖGÐUNUM! Ó, ERT ÞETTA BARA ÞÚ, GRETTIR? ÉG ER EKKI FEITUR!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.