Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Rögnvaldur Þorgrímsson stundar nám við Menntaskólann viðSund en vinnur hjá Frostfiski í Þorlákshöfn í sumar. „Égverð þar í allt sumar eins og seinustu sumur. Þetta er mjög fjölbreytileg vinna og mér líkar hún ágætlega,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur hefur mikinn áhuga á stangveiði og hyggst skella sér í veiðitúr seinna í sumar. Hann hefur stundað stangveiði frá því hann var lítill strákur. „Laxveiðitímabilið er tiltölulega nýbyrjað svo ég held að ég fari einhvern tímann í júlí eða ágúst. Vonandi kemst maður í góðan túr með góðum vinum en það er ekki alltaf hægt ef það er brjálað að gera,“ segir Rögnvaldur. Seinna í sumar ætlar Rögnvaldur með skólasystkinum sínum í út- skriftarferð til Benidorm en hann mun dveljast þar í tvær vikur. „Við förum í ágúst og ég hlakka mjög mikið til ferðarinnar. Vonandi lifir maður hana af og kemur heill til baka,“ segir Rögnvaldur í gamansömum tóni. Rögnvaldur segist ekki vera mikið afmælisbarn og er lítið fyrir hefðir. Hann ætlar ekki að halda upp á afmælið með neinum sér- stökum hætti en fer þó út að borða með fjölskyldunni í tilefni dags- ins. „Við erum ekki alveg búin að ákveða hvert við förum en það verður bara að koma í ljós,“ segir Rögnvaldur. pfe@mbl.is Rögnvaldur Þorgrímsson er tvítugur í dag Ljósmynd/Rögnvaldur Þorgrímsson Fiskvinnsla Rögnvaldur hefur verið önnum kafinn í ýmsum verk- efnum í sumar og hefur störf hjá Frostfiski í næstu viku. Ætlar í útskriftar- ferð til Benidorm Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Gunnar Már Torfa- son vörubílstjóri, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, fagn- ar í dag 90 ára af- mæli. Af því tilefni býður hann ætt- ingjum og vinum að gleðjast með sér laugardaginn 28. júní kl. 17 í Turninum við Fjarð- argötu (7. hæð í verslunarmiðstöðinni Firðinum). Afmælisgjafir eru afþakkaðar en þeim sem vilja gleðja afmælisbarnið er bent á að baukur verður á staðnum til styrktar Björgunarsveit Hafnarfjarðar – fjarskiptadeild. Árnað heilla 90 ára Reykjavík Orri Hrafn fæddist 19. september. Hann vó 4.690 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Sara Kristín Arnardóttir og Sigurður Eiður Indriðason. Nýir borgarar S vavar fæddist á Guðna- bakka í Stafholtstungum 26.6. 1944. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1964, stundaði nám við lagadeild HÍ 1964-67 og nám í Berlín 1967-68. Svavar stundaði verkamannastörf á námsárunum, starfaði um skeið fyrir Samtök hernámsandstæðinga, var blaðamaður við Þjóðviljann og kennari við gagnfræðaskóla, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, ritstjórnarfulltrúi á Þjóðviljanum og ritstjóri þar 1971-78, varaborg- arfulltrúi í Reykjavík 1966-74, alþm. Alþýðubandalagsins 1978-99, var viðskiptaráðherra 1978-79, félags-, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra 1980-83, menntamála- ráðherra 1988-91, skipaður sendi- herra 1999, starfaði fyrst í Winni- peg, síðan sendiherra í Svíþjóð 2001-2005 og jafnframt í Bangla- dess, Srí Lanka, Albaníu og Búlg- aríu, sendiherra í Danmörku 2006- 2010 og jafnframt sendiherra Ís- lands í Ísrael, Tyrklandi og Rúmeníu, og sérstakur fulltrúi utan- ríkisráðherra hjá Afríkusambandinu 2008. Svavar sat í stjórn Æskulýðs- fylkingarinnar, Æskulýðssambands Íslands, í framkvæmdanefnd Sam- taka herstöðvaandstæðinga, í stjórn Útgáfufélags Þjóðviljans, í stjórn Al- þýðubandalagsins í Reykjavík 1968- 70, framkvæmdastjórn og miðstjórn Alþýðubandalagsins nær samfellt frá 1968, var formaður Alþýðu- bandalagsins 1980-87 og formaður þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra 1995-99. Hann situr í stjórn Ólafsdalsfélagsins og Þjóðrækn- isfélags Íslendinga, er formaður heiðursráðs þess og situr í undir- Svavar Gestsson, fyrrv. alþm., ráðherra og sendiherra – 70 ára Ljósmynd/Valdimar Gestsson Stór hópur Svavar, ásamt móður sinni, eiginkonu, systkinum og mökum þeirra, í 90 ára afmæli móður hans. Alltaf jafn pólitískur Ljósmynd/Kendra Jonasson Ræðumaður dagsins Svavar og Guðrún í Winnipeg 17. júní 2011. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is Bindi og pökkunarlausnir Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna fyrir allan iðnað STÁLBORÐAR Ísfell er með margar gerðir bindivéla fyrir stál- og plastborða. Handbindivélar, hálfsjálvirkar og alsjálfvirkar einnig brettavafningsvélar fyrir plastfilmur. HÁLFSJÁLFVIRK BINDIVÉL SJÁLFVIRK BINDIVÉL HANDBINDIVÉLAR BRETTAVAFNINGS- VÉLAR POLYESTER OG PLAST BORÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.