Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Kringlunni 4 | Sími 568 4900 ÚTSALAN hefst í dag 40% afsláttur Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ef spár ganga eftir verður veðrið einna best á Suðausturlandi. Þar má finna gnótt náttúruperla enda um- lykur Vatnajökulsþjóðgarður stóran hluta svæðisins. Innan hans ætti hver sem er að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þú ert æv- intýraþyrstur ofurhugi eða kýst að skoða landið með hægð. Vatnajök- ulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Hann nær yfir allan Vatna- jökul og stór svæði í nágrenni hans, þar á meðal þjóðgarðana sem fyrir voru í Skaftafelli og Jökulsár- gljúfrum. Jafnvel selir á svamli Gönguleiðir innan Vatnajökuls- þjóðgarðs og á friðlýstum svæðum í umsjá þjóðgarðsins eru fjölmargar. Þær eru mislangar og miserfiðar, sumar eru stikaðar, aðrar ekki. Finna má ótal gönguleiðir um Öskju, Herðubreiðarlindir, Hvanna- lindir, Jökulsárgljúfur, Kverkfjöll, Laka, Lónsöræfi, Skaftafell og Snæ- fellsöræfi. Þeir sem vilja hins vegar reyna á sig á annan hátt geta farið á Vatnajökul og skriðjökla undir leið- sögn leiðsögumanna. Þá geta þeir sem hafa meiri þörf fyrir hraða ferðast um jökulinn á vélsleða eða á sérútbúnum fjallajeppum. Jökuls- árlón er ein þekktasta náttúruperla landsins og um það er hægt að ferðast á báti umvafinn þúsund ára gömlum ísjökum sem þar fljóta um. Ef heppnin er með má jafnvel sjá sel eða tvo á svamli. Skaftafell var lögformlega fest sem þjóðgarður árið 1967 og hefur allt frá því að Skeiðarársandur var brúaður verið vinsæll áfangastaður jafnt innlendra sem erlendra ferða- manna. Stuttar og auðveldar leiðir liggja að Svartafossi og Skaftafells- jökli, en fyrir þá sem vilja fara lengra eru Morsárdalur og Krist- ínartindar helstu áfangastaðir. Ná- lægð við Öræfajökul gerir Skaftafell líka að kjörinni bækistöð þeirra sem ætla að ganga á hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk. Lón og gönguleiðir í Hoffelli Við Hoffell í Nesjum skammt norðan Hafnar í Hornafirði er Hof- fell; fornt höfuðból í jaðri mikilla fjalla og Vatnajökull þar að baki. Hoffellsjökull er með stærstu skrið- jöklum sem ganga úr Vatnajökli en hefur síðan á fyrri hluta síðustu ald- ar hopað mikið. Því hefur myndast djúpt lón fyrir framan jökultunguna sem á fljóta stórir ísjakar. Vegslóði liggur að jökulöldu í jaðri Hoffells- jökuls og fæst þaðan gott útsýni yfir jökulinn og lónið. Austan Hoffellsjökuls eru Hof- fellsfjöll og Núpar; mikið fjalllendi sem um liggur fjöldi gönguleiða. Stutt hringleið er um Geitafells- björg og einnig má ganga á topp Geitafells. Lengri ganga er norður að Múla og Gjánúpi en þar blasa við snarbrött fjöll sem smöluð eru á hverju hausti. Á þeirri leið þarf að þvera Efstafellsgil sem er aðeins fyrir fótvissa fjallamenn. Fjórar gestastofur Innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru fjórar gestastofur: Gljúfrastofa í Ás- byrgi, Gamlabúð á Höfn, Skafta- fellsstofa í Skaftafelli og Snæfells- stofa á Skriðuklaustri. Þar geta gestkomandi fengið nánari upplýs- ingar um afþreyingu á viðkomandi svæði. Endalausir möguleikar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skaftafell Í Vatnajökulsþjóðgarði eru ótalmargir afþreyingarmöguleikar, gönguleiðir og gististaðir í tugatali. Stórbrotin náttúran svíkur engan. Neðan Almannaskarðs liggur vegur að Stokksnesi sem er sandleira og er stundum hulin vatni. Hægt er að fara í styttri og lengri gönguferðir á svæðinu að sögn Ómars Antons- sonar, eiganda jarðarinnar. Mikið dýralíf er á svæðinu og meðal þess sem hægt er að berja augum eru fuglar, selir og stundum hvalir. Þá er einstakt að standa við klettana þegar brimið skellur á þeim og upp- lifa kraftinn í Atlantshafinu. Vegurinn út á Stokksnes var lagður fyrir rétt rúmum fímmtíu árum en þá hófust framkvæmdir við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Stokksnesi. Mannvirkin settu mik- inn svip á Stokksnes á árum áður en þar voru meðal annars fjórir fjar- skiptaskermar og hvítir kúlulaga geymar sem nýttir voru til eftirlits lands- og lofthelgi Íslands. Flest þessara mannvirkja hafa verið rifin en í dag rekur Ratsjárstofnun eft- irlitsstöð á svæðinu. Í vikunni hóf Ómar Antonsson að rukka ferðamenn um gjald fyrir komu þeirra á svæðið en hann hef- ur eytt yfir tíu milljónum í upp- byggingu á svæðinu undanfarin ár. Kostnaðurinn er að mestu tilkom- inn vegna viðhalds vegarins, sem hann heldur sjálfur við. „Þetta virk- ar vel, ferðamenn eru mjög ánægð- ir með þetta og fá þeir núna upplýs- ingar um svæðið. Áður fyrr gaf fólk sér lítinn tíma til að skoða það en það staldrar lengur við í dag,“ segir Ómar. Hann segir eðlilegt að rukka inn á svæðið til að standa straum af kostnaði við að halda því við. „Á ég að rukka þetta inn í tertusneiðinni? Þar borgar fólk fyrir sína tertu og sitt kaffi en ekki fyrir viðhald á veginum og öllu svæðinu,“ segir Ómar. Ljósmynd/Runólfur Hauksson Sjávarhver Þegar illa viðrar til sjós skellur brimið á klettunum og myndast þar sjávarhver. Kallast hann Hundaskora og er austan við hafnartangann. Selir og sjávar- brim á Stokksnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.