Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Skúli Halldórsson sh@mbl.is Æðsti embættismaður kínverskra stjórnvalda í málefnum sem snúa að nágrannaríkinu Taívan er nú í opin- berri heimsókn í landinu. För emb- ættismannsins, Zhangs Zhijuns, þykir bera vitni um ört batnandi samskipti á milli ríkjanna beggja vegna Taívansunds. Heimsóknin er talin vera í tilefni væntanlegs viðskiptasamnings á milli landanna, en þær áætlanir hafa sætt miklum mótmælum íbúa Taív- ans. Í mars og apríl söfnuðust þús- undir manna á götum úti til að mót- mæla samningnum og voru mót- mælin þau stærstu í sögu landsins. Hertóku mótmælendur taívanska þingið og héldu því í þrjár vikur. Þeir hafa fullyrt að samningurinn muni gera landið háðara Kína og þannig auka kínversk áhrif í landinu. Taív- önsk stjórnvöld segja þó að samning- urinn sé aðeins til þess fallinn að bæta efnahag landsins. Ár er liðið síðan stjórnvöld beggja landanna skrifuðu undir samninginn, en hann situr fastur í taívanska þinginu. Samningurinn þykir vera dæmi um breyttar áherslur kín- verskra stjórnvalda þegar kemur að því að byggja upp tengsl við Taívan. Nánari viðskiptatengsl opni nýjar leiðir fyrir Kína til að ræða aukið stjórnmálasamband við eyríkið. Gera enn tilkall til Taívans Andað hefur köldu á milli stjórn- valda landanna frá því þau skiptust í tvö ríki í kjölfar borgarastyrjaldar árið 1949. Æ síðan hafa taívönsk stjórnvöld varist öllum kínverskum áhrifum á eyjunni. Síðustu misseri hafa samskipti þeirra þó virst fara hlýnandi. Til marks um það fóru fram, fyrr á þessu ári, fyrstu beinu viðræður á milli ríkisstjórna land- anna. Var þetta einsdæmi í sögu landanna þar sem samskipti þeirra í millum hafa hingað til farið fram með óopinberum boðleiðum. Kína gerir þó enn tilkall til Taívans sem hluta af sínu landsvæði, þrátt fyrir að eyríkið hafi nú verið sjálfstætt í sex áratugi. Áhugi kínverskra fjölmiðla Í Kína hafa fjölmiðlar farið mikinn við að greina frá heimsókn Zhangs Zhijuns. Hefur för hans meðal ann- ars verið lýst sem einu litlu skrefi fyrir Zhang, en risastökki fyrir sam- skipti ríkjanna. Eru fjölmiðlar von- góðir um að þetta marki kaflaskil í samskiptum yfir Taívansundið. Þíða í samskiptum yfir Taívansund  Stjórnvöld í Kína og Taívan hyggja á stóran viðskiptasamning  Háttsettur kínverskur embættis- maður í opinberri heimsókn til Taívans  Gríðarleg mótmæli í Taívan gegn áformum stjórnvalda AFP Rauða spjaldið Mótmælendur í Taívan halda rauðum spjöldum á lofti til tákns um að erindreki kínverskra stjórnvalda eigi að fara úr landinu. Ársskýrsla UNICEF fyrir árið 2013 er nú komin út. Í skýrslunni er lögð áhersla á að meta stöðu þeirra sem eru undir 18 ára aldri, en það eru rúmlega tveir milljarðar manna. Niðurstöðurnar sem birtar hafa ver- ið þykja um margt sláandi. Til dæm- is er nefnt að á degi hverjum deyja í kringum 18 þúsund börn yngri en fimm ára. Þá eru 170 milljónir barna í heiminum misnotuð sem vinnuafl, og í mörgum tilfellum eru börnin meðhöndluð sem þrælar. Í skýrsl- unni segir einnig að aðeins fimm prósent allra barna heimsins búi í ríkjum sem bannað hafa hvers konar ofbeldi gegn börnum. Ljós í myrkrinu Þá vísar skýrslan til rannsóknar sem gerð var á vegum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, þar sem fram kemur að árlega eru átján milljónir barna misnotaðar kynferð- islega í Evrópu og 44 milljónir beitt- ar líkamlegu ofbeldi. Þó kemur fram í skýrslunni að mikill árangur hefur náðst frá því lokið var við gerð Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1989. Til marks um það er tekið dæmi um fjölda dauðsfalla barna sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með bólusetningum, lyfjum eða fræðslu- efni. Dauðsföllum af þessu tagi á ári hverju hefur fækkað um sex millj- ónir á þessu tímabili, sem þykir mik- ið fagnaðarefni. Ljóst er þó að enn er langt í land, því enn deyja 6,6 milljónir barna árlega af þessum or- sökum, sem hægt væri að koma í veg fyrir. Á síðustu mánuðum hafa sjón- ir UNICEF einkum beinst að Suður-Súdan, en landið er mjög stríðshrjáð og hætta á mikilli hung- ursneyð yfirvofandi. Barnasáttmálinn skiptir sköpum AFP Vatnshreinsun Sérfræðingar á vegum UNICEF sækja vatn í ána Níl fyrir íbúa Suður-Súdan. Þeir skoða vatnið til að athuga hvort það geti orðið drykkjarhæft ef klór verði bætt í það. Tugþúsundir barna í landinu eru í lífshættu. Hneyksli skekur nú æðstu ráðamenn í Póllandi eftir að upp komst að sam- ræður þeirra á milli höfðu verið hler- aðar af þriðja aðila. Deilur um málið áttu sér stað í þinginu í gær og þurfti forsætisráðherra landsins, Donald Tusk, að koma ráðherrum sínum til varnar. Spjótunum er einna helst beint að utanríkisráðherra Póllands, Radek Sikorski. Ummæli hans um helstu bandamenn landsins, Bandaríkin og Bretland, þykja einkar vandræðaleg fyrir stjórnvöld í landinu. Á Sikorski meðal annars að hafa sagt að tengsl landsins við Bandaríkin væru einskis virði og að David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, væri vanhæfur. Seðlabankastjóri brýtur lög Sikorski hefur enn ekki neitað því að hafa látið þessi orð falla, sem vega ekki síst þungt í ljósi þess að Pólland er stærsta fyrrverandi austantjalds- ríkið sem gengið hefur í Evrópusam- bandið, og fagnar í ár aldarfjórðungs- afmæli ríkisstjórnar án kommúnisma. Tímaritið Wprost var fyrst til að birta þessar upptökur en í síðustu viku ruddist ríkissaksóknari, ásamt fjölmennu liði, inn í höfuðstöðvar tímaritsins í rannsóknarskyni. Þá munu einnig vera til upptökur af samræðum innanríkisráðherrans, Bartlomiej Sienkiewicz, við seðla- bankastjóra landsins, Marek Belka, um komandi kosningar. Þykir þetta einkum bagalegt því að lögum sam- kvæmt á seðlabanki landsins að standa utan við svið stjórnmálanna. Kenningar eru uppi um að samtöl- in hafi verið hleruð í því skyni að fjár- kúga leiðtoga landsins. „Pólska rík- isstjórnin mun ekki láta stjórnast af fólki sem leggur stund á ólöglegar hleranir. Hvort sem það er vegna stjórnmálahagsmuna, illvilja eða græðgi,“ sagði Tusk forsætisráð- herrann á blaðamannafundi í vikunni. Hlerunarhneyksli skekur Pólland  Ráðherra harð- orður í garð Bandaríkjanna AFP Orrahríð Donald Tusk kemur ráð- herrum sínum til varnar í gær. Ecco Jogga Verð áður: 14.995 Verð nú: 11.246 Verð áður: 19.995 Verð nú: 13.995 Verð áður: 14.995 Verð nú: 11.246 Ecco Chander Ecco Biom Ultra Útsalan hefst í dag hjá Steinari Waage og Ecco búðinni 30% afsláttur af völdum vörum STEINAR WAAGE KRINGLAN - SÍMI: 5689212 STEINAR WAAGE SMÁRALIND - SÍMI: 5518519 WWW.SKOR.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.