Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við rekum þrjá skála á Bisk-upstungnaafrétti, Gísla-skála og Árbúðir sem eru íeigu Bláskógabyggðar, og skálann í Fremstaveri en hann er í eigu Veiðifélags Hvítárvatns. Auk þess rekum við skálann í Hólaskógi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi,“ segir Vilborg Guðmundsdóttir og á þar við sumarstarf sitt og eiginmannsins Lofts Jónassonar. „Sjálf eigum við og rekum gistihús í byggð, á hlaðinu heima hjá okkur í Myrkholti, mitt á milli Gullfoss og Geysis.“ Í öllum skálunum er svefnpokagisting en í Myrkholti er líka hægt að fá uppá- búin rúm. „Þetta eru ólík hús, Gísla- skáli sem er innarlega á afréttinum, tuttugu og sjö kílómetra frá Hvera- völlum, er til dæmis nýtt og fínt hús á tveimur hæðum með rafmagni og öllum þægindum. Þar geta fjörutíu og fimm manns gist, eldhúsaðstaðan er góð og hesthúsið stórt, en margir af þeim gestum sem gista þar eru í hestaferðum. Ferðaskrifstofur með hópa bóka einnig oft gistingu í Gísla- skála, en það er mikil fjölgun á göngufólki sem gengur til dæmis frá Hveravöllum um Strýtur og endar í skálanum. En það koma líka einka- hópar sem leigja skálann í nokkra daga í senn og ganga um svæðið á daginn, á Beinhól, í Grettishelli, í Gránunes og á önnur falleg svæði í nágrenninu.“ Kleinur og ástarpungar Í Árbúðum, sem eru framar á afréttinum, er gistirými fyrir 32, en þar hafa Vilborg og Loftur byggt Þeysast milli hálendis- skála yfir sumartímann Um Biskupstungnaafrétt er mikil umferð yfir sumarið, bæði af tvífætlingum og fjórfætlingum. Göngufólk og hestafólk leggur leið sína um þetta fallega svæði en einnig heilmargir á bílum. Hjónin Vilborg Guðmundsdóttir og Loftur Jónasson sjá um að þjónusta fjóra skála á fjöllum en þar fyrir utan reka þau eigið gistiheimili heima í Myrkholti, Hrefnubúðarkaffi og prjónasetur. Og þau rækta mórautt fé. Á leið heim úr réttum Hjónakornin vel veðruð en létt í lund ríðandi heim með féð sitt á blautum réttardegi, en Loftur er fjallkóngur Tungnamanna. Glæsileg Á prjónasetrinu fást margskonar heimaprjónaðar ullarvörur. Hestaslá Vilborg prjónaði slá fyrir hesta sem Gústi sonur hennar, tamn- ingamaðurinn, fékk og önnur slík var pöntuð hjá henni frá Svíþjóð. Nýstárlegt og glæsilegt útlitið kemur á óvart, en þú verður fyrst verulega hissa þegar þú kemur inn í bílinn og finnur hversu rúmgóður hann er. Fóta- og höfuðrýmið í þessum fyrsta hlaðbaki sinnar tegundar frá Škoda er nefnilega það mesta sem fyrirfinnst í þessum stærðarflokki bíla. Skyggða sóllúgan, sem hægt er að fá sem aukabúnað, og stór afturrúðan auka svo enn frekar á frelsistilfinninguna. Þegar við þetta bætast allar góðkunnu „Simply Clever“ lausnirnar frá Škoda er útkoman bíll sem á engan sinn líka. Sestu inn og njóttu þess að láta fara vel um þig. Nýr ŠKODA Rapid Spaceback HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · www.skoda.is 5 stjörnur í árekstrar- prófunum EuroNcap Eyðsla frá 4,4 l/100 km CO2 frá 114 g/km 114g 4 ,4 Nýr ŠKODA Rapid Spaceback kostar aðeins frá: 3.080.000,- m.v. ŠKODA Rapid Spaceback 1.2TSI, 86 hestöfl, beinskiptur. SIMPLY CLEVER UPPLIFÐU RÝMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.