Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 ✝ Árný Guð-mundsdóttir (Adda) fæddist í Vestmannaeyjum 27. júlí 1926. Hún lést á Landspít- alanum Fossvogi 18. júní 2014. Foreldrar henn- ar voru Helga Sig- ríður Árnadóttir, f. 29. ágúst 1902, d. 4. ágúst 1986, og Guðmundur Guðmundsson, f. 11. október 1891, d. 13. októ- ber 1947. Systir Árnýjar er Jóna Kristjana Guðmunds- dóttir, f. 31. mars 1931. Eiginmaður Árnýjar var Magnús Pálsson, f. 9. nóv- ember 1923, d. 18. febrúar 2014. Fram til 1960 var Árný búsett í Vestmannaeyjum en flutti þá til Reykjavíkur og hóf búskap með Magnúsi Pálssyni. Þau bjuggu lengst af í Árbæjarhverf- inu. Þegar Árný flutti til Reykja- víkur hóf hún störf í Skólavörubúðinni í Tjarnargötu og síðar Náms- gagnastofnun við Laugaveg þar sem hún vann til starfs- loka. Útför Árnýjar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 26. júní 2014, og hefst athöfnin kl. 15. Þetta var búið að vera erfitt ár hjá Árnýju Guðmundsdóttur. Heilsu manns hennar, Magnúsar Pálssonar frænda míns, hafði hrakað stöðugt, en hann lést svo í febrúar síðastliðnum. Alla daga, í öllum veðrum, ferðist hún í strætó á Borgarspítalann, í Landakot og síðast á Hrafnistu. Alla daga þangað til heilsan leyfði ekki meira. En svona hafði Adda alltaf ver- ið ósérhlífin og samviskusöm. Sjálfur mun ég ávallt verða henni þakklátur í minningunni. Sér- staklega er það mér minnisstætt hvernig hún og Maggi tóku okkur þegar móðir mín lést eftir mjög erfið veikindi í desember 1969. Aðfangadagskvöldið 1969 er mér ógleymanlegt og var í raun upp- haf að nýjum kafla í lífi okkar pabba og systur minnar. Ég held ég muni enn kræsingarnar, for- réttur, aðal- og eftirréttur, allt upp á danskan máta, enda hafði Adda verið við hússtjórnarnám í Danmörk. Við nutum gestrisni þeirra næstu jól þar á eftir eða þangað til við systir mín fórum sjálf að búa. Sjálfur heimsótti ég þau ávallt heim á aðfangadag með börn mín og barnabörn, það var alltaf tilhlökkunarefni að heim- sækja Magga og Öddu í Hraunbæinn. Rúnar Sveinbjörnsson. Frænka mín, hún Adda frænka, er dáin, komið er að kveðjustund og ótal minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til hennar. Aðeins fáar verða rifjaðar upp hér en aðrar geymdar í banka minninganna. Adda frænka var frænka með stóru F. Umhyggja var stór þátt- ur í fari hennar og fékk ég og fjöl- skylda mín að njóta þeirrar um- hyggju í ríkum mæli. Hún var hreinskilin og hreinskiptin og hafði sterka réttlætiskennd. Meðal bernskuminninga minna er eftirvæntingin og til- hlökkunin sem ríkti í huga mér þegar heimsókn til Öddu og Magga í Hraunbæinn var fram- undan. Ávallt var tekið vel á móti ferðalöngunum frá Eyjum því að gestrisni var Öddu í blóð borin. Ekki voru kræsingarnar af verri endanum, maturinn hennar Öddu sá besti í heimi enda hafði hún gengið í húsmæðraskóla í Dan- mörku. Í Heimaeyjargosinu stóð heim- ili hennar opið fyrir flóttafólkinu og lítið gert úr þeirri fyrirhöfn að taka á móti fimm manna fjöl- skyldu og öllu sem henni fylgdi. Heimilinu var umturnað, útbúin flatsæng á stofugólfinu og séð til þess að öllum liði sem best miðað við aðstæður. Á námsárum mínum í Reykja- vík gat ég alltaf leitað til Öddu ef með þurfti og ósköp var gott að kíkja í heimsókn þegar heimþráin sótti á hugann. Dætur mínar nutu líka gest- risni Öddu frænku. Í keppnisferð- um þurftu þær oft að fá að gista og þá var dekrað og stjanað við þær á allan hátt. Og eitt er víst að ekki fóru þær svangar frá henni. Í huga Katrínar Helenu var heimsókn í Hraunbæinn eini til- gangur Reykjavíkurferða og að þeirri heimsókn lokinni átti að fara aftur í Herjólf. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær (Höf. ók.) Með þessum orðum kveð ég Öddu frænku mína og þakka henni fyrir samfylgdina, um- hyggju, alúð og tryggð. Hún verð- ur mér ætíð ógleymanleg. Blessuð sé minning hennar. Þín Kristín. Margs er að minnast og margt ber að þakka þegar ég kveð hana Öddu frænku mína. Adda lést á Landspítalanum, Fossvogi að morgni 18. júní sl., aðeins fjórum mánuðum eftir að hún missti hann Magga. Adda var móðursystir mín og svo miklu meira en það. Hún var einstök kona, fór m.a. ung í skóla í Danmörku með vinkonum sínum og átti hún yndislegar minningar frá þeim tíma. Í siglingar fór hún á togara með Magga auk þess sem þau ferðuðust mikið bæði innanlands og utan. Ógleyman- legt er mér sumarfríið sem ég fór í með þeim þegar ég var lítil, tjaldferðalag um landið, það var mikil upplifun fyrir 7 ára stelpu. Alla tíð hef ég átt gott samband við Öddu. Það var alltaf svo gott að koma til hennar og Magga. Þegar ég hóf nám í menntaskóla hafði ég annað húsnæði í ná- grenni við þau en það var miklu notalegra að vera meira og minna hjá þeim og þar styrktist sam- band okkar enn frekar. Gestrisni hennar var með af- brigðum og kom ég og síðar við Guðmundur ekki í heimsókn án þess að þiggja góðgerðir. Heimili þeirra í Hraunbænum hefur verið eins og hótel fyrir fjöl- skylduna sem bjó í Vestmanna- eyjum. Alltaf hefur það staðið okkur opið og þegar eldgos hófst í Eyjum þá flutti öll fjölskyldan inn á þau og bjó hjá þeim í margar vikur. Alltaf voru þau boðin og búin að aðstoða okkur og keyra hvert sem þurfti. Hin síðari ár hugsaði Adda fyrst og fremst um Magga sem ekki var heilsuhraustur. Eftir að hann lést í febrúar sl. kom í ljós að hún gekk ekki heil til skógar og fór hún allt of fljótt frá okkur. Við söknum þín svo mikið en þökkum þér kærlega fyrir sam- fylgdina. Minning þín lifir með okkur. Lilja og Guðmundur. Í dag fylgjum við síðasta spöl- inn í þessu jarðlífi yndislegri móð- ursystur, henni Öddu frænku eins og hún var ávallt kölluð í fjöl- skyldunni. Árný Guðmundsdóttir Það getur verið erfitt að fá þrautreyndan kollega til að skilja einfaldan texta, sem skrifaður er að gefnu tilefni. Ef til vill vantar viljann. Jón Steinar Gunn- laugsson, hæstarétt- arlögmaður, vill ekki skilja kjarna málsins í grein minni í Morgunblaðinu 21. júní sl. Í grein hans í Morgunblaðinu tveimur dögum síðar, þann 23. júní, heldur hann áfram að segja frá vondum vinnu- brögðum dómara, en í fyrri grein sinni hafði hann krafið dómara svara við nokkrum spurningum varðandi vinnubrögðin. Í minni grein tók ég ekki afstöðu til meintra af- glapa dómarans og ég geri það ekki nú. Það var ekki ætlun mín, að halda því fram, að lög- maðurinn og aðrir borg- arar megi ekki spyrja um hvað sem þeim sýnist í blaðagreinum sínum, og skrifa ádeilugreinar um dóma, en lögmaðurinn hef- ur alla tíð verið liðtækur við það. Það var ætlun mín að segja þá skoðun mína, að enginn geti kraf- ist þess, að dómarar standi í blaðaskrifum um dóma sína. Allir, sem ég hef heyrt í, virðast hafa skilið þetta og lýst sömu skoðun. Allir, sem vilja skilja þetta, gera það. Allir, sem vilja átta sig á því að blaðadeilum milli dómara og borgara, hvort sem þeir eiga hagsmuna að gæta eða ekki, lýkur aldr- ei, en eins og sagði í grein minni: „… sennilega eru ýmsir, sem hlakka til að sjá starfandi dómara og fyrrverandi fara að kasta skít hvor í annan í fjöl- miðlum“. Um smekk verða aðrir að dæma. Sjálfsagt finnst einhverjum ósmekklegt af mér að skipta mér af gagnrýni Jóns Steinars á störf dómstóla. Ekki get ég ætlast til að eiga síðasta orðið í rök- ræðum við lögmanninn. Ég ætla því að láta þetta nægja. Axel Kristjánsson Enn um blaða- skrif dómara Höfundur er lögmaður. Jesús er Guð þinn, því aldrei skalt gleyma. Hann gengur við hlið þér og leiða þig vill. Þú eilífa lífið átt honum að þakka. Hann sigraði dauðann og lífið gaf þér. Guðs son á himni nú vakir þér yfir. Hann gleymir ei bæn þinni hver sem hún er. Líf mitt sé falið þér, eilífi faðir. Faðm- inum þínum ég hvíla vil í. Sigurtákn lífsins Ef þú getur tekið undir þessa litlu trúarjátningu hér að ofan með mér minntu þig þá daglega á að þú nýtur þeirrar blessunar að mega signa þig kvölds og morgna og um miðjan dag. Og ég hvet þig til að gera það óspart og vera ekki feiminn við það. Því að signingin er ekki aðeins trúarjátning heldur einnig hljóðlát bæn án orða. Bæn um varðveislu í öllum aðstæðum. Bæn um æðruleysi og frið, styrk og kjark til að takast á við sérhvert verkefni. Bæn um að vera leiddur í gegnum daginn og borinn á bæn- arörmum þegar þú getur ekki gengið sjálfur og ert við það að gefast upp. Hún er tákn um þakklæti og er bæn um blessun. Hún fyllir okkur innri friði sem enginn og ekk- ert megnar frá okkur að taka. Signingin er krossmark, sigurtákn lífsins. Hún minnir okkur á hverjum við tilheyrum, hver við erum og hvert við þráum að stefna. Því er svo ólýsanlega gott að mega signa sig hvar og hvenær sem er. Fyrir hvert verkefni hvers- dagsins, stórt sem smátt, og taka þannig stefnuna fram á við. Andvörp sem ekki verður í orð komið Signum okkur og andi Guðs mun biðja fyrir okkur með andvörpum sem ekki verður komið í orð. Hann vill leggja okkur lið og veita okkur allt hið besta í stóru og smáu. Gleymum ekki að ekk- ert getur gert okkur viðskila við kærleika Guðs. Hugur Guðs, kærleikur, friður og náð er svo margfalt meiri, dýpri og stórkostlegri en hugarafl okkar nær. Hann sér lengra, dýpra og hærra en auga okkar, hugur og stund- argirndir. Þess vegna er svo gott að signa sig og fela sig þannig honum á vald í öllum aðstæðum og fá að treysta á miskunn hans, náð, visku og handleiðslu. Signingin, eins og bænin al- mennt, er lífsstíll. Hún er ekki spurning um orðalag heldur hugarfar og hjartalag. Góðum Guði sé dýrðin. Því að hans er mátturinn um eilífð. Verum ekki feimin við að signa okkur Eftir Sig- urbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Signingin er ekki aðeins trúarjátning heldur hljóðlát bæn. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur. ✝ Erlingur HelgiEinarsson fæddist í Reykjavík 17. september 1937. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 3. júní 2014. Foreldrar hans voru Einar Ermen- reksson múrara- meistari, f. 16. maí 1913, d. 6. mars 1990, og Guðfinna Jóna Jóhannsdóttir, f. 4. júlí 1906, d. 21. mars 1967. Erlingur var elstur barna þeirra, en eftirlif- andi systur hans eru Ingunn Erna, búsett á Húsavík, og Sig- ríður sem býr í Reykjavík. Erlingur ólst upp í Reykjavík og bjó þar meðan hann lifði. Lærði bókband í Iðnskólanum í Reykjavík, og starfaði lengi við það, meðal annars í Gutenberg og Ísafoldar- prentsmiðju. Var einnig liðtækur hljóð- færaleikari og lék á trommur og harm- óniku með ýmsum þekktum tónlist- armönnum. Árið 1962 kvæntist Erlingur Jóhönnu Sóleyju Hermanníusdóttur og áttu þau þrjú börn, en þau eru: Björn, f. 14. apríl 1963, Guðbjörg, f. 30. desember 1964, og Guðfinna Ósk, f. 11. ágúst 1969. Barnabörn Erlings eru sjö og barnabarna- börn fjögur talsins. Útför Erlings fór fram 19. júní 2014. Það var eins og að fara aftur í tímann að setjast með Erlingi föð- ur mínum í stofunni, þar sem harmónikan, húsgögnin, gamla útvarpstækið og vínylplöturnar voru á sínum stað. Það mátti glöggt sjá að á þessu heimili var ekki lifað fyrir veraldlega hluti sem þjónuðu engum tilgangi. Meira að segja sjónvarpið af gömlu sortinni og veröldin eins og svarthvít mynd í minningunni. En minningin um föður minn er mér í alla staði kær, enda þótt það gæti stundum reynst hulin ráð- gáta að vita hvar hann væri þá og þá stundina, enda var hann að vissu leyti einfari sem fór sínar leiðir í lífinu. Og einhverju sinni um miðjan vetur hvarf hann skyndilega í hríðarkófið og börnin í nágrenninu fóru að spyrja hvar hann væri. Var þá fátt um svör. Svo einn daginn birtist hann aftur og drengurinn á heimilinu gat lagt frá sér bókina um Hjalta sem kom heim, og urðu þá fagn- aðarfundir. Og harmónikan tók að hljóma og trommukjuðarnir þyrl- uðust með ógnarhraða, og nokkrir valinkunnir hljóðfæraleikarar fengu hann til að leika með sér á dansleikjum, í útvarpi og á hljóm- plötur sem enn eru til. Hann var einn af þessum hæfileikamönnum sem létu ekki mikið fyrir sér fara, og oft spurði maður sjálfan sig, hvað ef? Einhvern veginn hefur mér alltaf fundist sem þarna leyndust ónýttir hæfileikar. Má ætla að uppeldisárin hafi að nokkru mótað lífshlaup föður míns, sem fæddur var í Reykjavík og ólst þar upp frá unga aldri, þar sem ekki var alltaf öruggt skjól að finna. Ungur að árum kynntist Er- lingur móður minni, Jóhönnu Sól- eyju, sem var einbirni og kom frá sveitaheimili góðvildar og hlýju. Má segja að uppeldisaðstæður þeirra hjóna hafi verið um margt mjög ólíkar. En þau gengu í hjónaband árið 1962 og eignuðust þrjú börn, sem auk mín eru Guð- björg, búsett í Reykjavík, og Guð- finna Ósk sem býr í Noregi. Voru samskipti föður míns við okkur systkinin alla tíð góð, sem og við maka okkar og börn, enda þótt þau hefðu gjarnan mátt vera meiri. Engu að síður var alltaf stutt í grínið hjá mínum góða föð- ur, sem hafði unun af tónlist og lék fimlega á hljóðfæri sín, og var vandvirkur og nákvæmur í öllu því er hann tók sér fyrir hendur. Svo sem að eiga við gamalt út- varpstæki sem móðir hans átti og sérfræðingar höfðu afskrifað. Í minningunni, alls kyns mælar, vír- ar og hátalarar, á milli þess sem gripið var í trommurnar eða harmónikuna góðu. Svo einn góð- an veðurdag var komið vor, og eitthvað ógreinilegt fór að berast frá Útvarpshúsinu á Skúlagötu. Löngu síðar sátum við feðgarn- ir í stofunni góðu og lögðum á ráð- in. Áform okkar voru þau að halda í hljóðver og taka upp nokkur lög, en svo liðu dagar og vikur og ver- öldin varð önnur en áformað var, þannig er lífið. Faðir minn var skyndilega horfinn, líkt og sá er upp hafði risið. Á þeim heimilum þar sem faðir minn bjó voru tvær myndir í önd- vegi er fylgdu honum alla tíð. Önnur var af móður hans, en hin af almættinu og var jafnan á nátt- borðinu svo sem sjá mátti hið ör- lagaríka kvöld þegar gullna hliðið opnaðist og geislar kvöldsins gáfu sorgmæddum sálum innri frið. Björn Erlingsson. Faðir okkar Erlingur Helgi Einarsson var fæddur og uppal- inn í Reykjavík og var elstur þriggja systkina. Systur hans eru Ingunn Erna, búsett á Húsavík, og Sigríður sem býr í Reykjavík. Elli eins og hann var oft kall- aður, bjó á uppvaxtarárum sínum á Laugavegi, síðan í Nökkvavogi og á Langholtsvegi. Systkinin voru samrýnd og áttu margar góðar samverustundir á Fjölnis- vegi 12, þar sem móðir þeirra Guðfinna var vinnukona. Pabbi lærði ungur bókband í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi rúmlega tvítug- ur. Hann vann í mörg ár hjá Rík- isprentsmiðju Gutenberg og Ísa- foldarprentsmiðju. Lærði einnig á trommur hjá Guðmundi Steingrímssyni, sem var jafnframt góður vinur hans, og hélst sú vinátta til dauðadags. Eins lærði pabbi á harmóniku hjá Karli Jónatanssyni tónlistar- manni. Pabbi spilaði á hinum ýms- um dansleikjum og samkomustöð- um. Hann var félagsmaður í Harmónikufélagi Reykjavíkur. Pabbi giftist móður okkar, Jó- hönnu Sóleyju Hermanníusdótt- ur, árið 1962 og voru þau búsett í Reykjavík, en slitu síðar samvist- um. Þau eignuðust þrjú börn, okk- ur systurnar og Björn bróður okk- ar. Það var mikið áfall að fá fréttir af því að þú, elsku pabbi, værir fallinn svo skyndilega frá. Þú sem hafðir alltaf verið frekar góður til heilsu og lagðist aldrei inn á sjúkrahús allt þitt líf. Þér var annt um okkar líðan, og hafðir áhyggj- ur ef einhver veiktist eða átti í erf- iðleikum. Upp koma minningar um föður sem var góðhjartaður, trúaður og næmur og var alltaf stutt í hláturinn. Þú dáðir tónlist og varst sjálfur góður tónlistarmaður, og jafnvíg- ur að spila á trommur og harm- óniku. Þegar við systkinin komum í heimsókn, var oftast talað um jazz- og harmónikutónlist, og var Erlingur Helgi Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.