Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 6
Ráðherrafundi Atlants- hafsbandalagsins lokið Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Tveggja daga fundi utanríkisráð- herra Atlantshafsbandalagsins lauk í gær, en þar var rætt um þau mál sem verða í fyrirrúmi á leiðtoga- fundi bandalagsins sem haldinn verður í Wales í septemberbyrjun. Málefni Úkraínu og breyttar ör- yggishorfur í Evrópu voru í fyr- irrúmi á fundinum. Ráðherrarnir ræddu um styrkingu sameiginlegr- ar varnargetu bandalagsins, og samþykktu að áfram yrði gert hlé á öllu samstarfi við Rússa vegna að- gerða þeirra í Úkraínu. Þá yrði far- ið í aðgerðir til þess að styrkja getu Úkraínumanna til þess að verja sig fyrir ágangi annarra ríkja. Pavlo Klimkin, nýr utanrík- isráðherra Úkraínu, tók þátt í fundinum og kom fram sterkur stuðningur bandalagsríkjanna við friðaráætlun úkraínskra stjórn- valda. Gunnar Bragi Sveinsson, utan- ríkisráðherra segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að á fund- inum hafi ríki Atlantshafsbanda- lagsins staðið þétt saman og þann- ig veitt gott veganesti fyrir leiðtogafundinn í haust. Þá sagði Gunnar Bragi að stækkunarstefna bandalagsins, og mikilvægi hennar fyrir öryggis- og lýðræðisþróun í Evrópu hefði verið rædd. Ráðherr- arnir voru sammála um að efna til viðræðna við Svartfjallaland og meta í framhaldinu hvort bjóða eigi landinu aðild. Þá er vilji til að auka enn á samvinnu bandalagsins við Georgíu. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, lagði á það áherslu í samtölum við fjölmiðla að dyr bandalagsins stæðu enn opnar, og að ekkert þriðja ríki hefði neit- unarvald yfir frekari stækkun þess. Málefni Afganistans voru einnig rædd á fundinum, en þar var eink- um fjallað um áframhaldandi stuðning bandalagsins við stjórn- völd þar og aðra samstarfsaðila eft- ir að hlutverki ISAF lýkur í árslok. Ljósmynd/Atlantshafsbandalagið Ráðherrafundur Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, ræðir hér við þá Gunnar Braga Sveinsson og Anders Fogh Rasmussen.  Málefni Úkra- ínu og stækkun bandalagsins rædd 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 VITA er lífið VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 Skráðu þig í netklúbbinn -VITA.is ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 69 70 3 6/ 20 14 Síðustu klefarnir Skemmtisiglingar Láttu drauminn rætast í haust Miðjarðarhafið frá Feneyjum 5.–15. sept. / 4 klefar Svartahaf frá Istanbúl 18. sept. til 2. okt. / 1 klefi Tókýó – Shanghai 26. sept. til 15. okt. / uppselt! Róm–Miami 17. okt. til 1. nóv. / 3 klefar Japan –HongKong 24. okt. til 12. nóv. / 5 klefar Karíbahafið 14.–26. nóv. / 3 klefar Suður-Kínahaf 23. jan. til 10. feb. / laust! Þegar öllum fyrirvörum í sam- komulagi milli aðila hafði verið full- nægt og samkomulag náðst um frekari útfærslu viðskiptanna í lok september 2010 sammæltust ESÍ og SÍ um að standa ekki við sam- komulagið, eins og rakið er í fylgi- grein. Telur viðskiptaslitin saknæm Ursus telur að ESÍ hefði verið skylt að efna kaupsamninginn en ESÍ og SÍ hafi sammælst með sak- næmum hætti um það að ljúka ekki viðskiptunum eins og samið var um. Sú ákvörðun hafi þess utan verið ómálefnaleg og ólögmæt, eins og viðræður aðila þróuðust, óháð tilvist bindandi samnings. Auk þess að baka sér bótaskyldu innan og utan samninga hafi ESÍ og SÍ brotið gegn reglum stjórnsýsluréttar. Ursus telur að með þeirri ákvörð- un ESÍ að hætta við söluna á Sjóvá til fjárfestahópsins hafi ESÍ brotið gegn samningnum og verði að greiða Ursusi efndabætur. Ursus krefst þess að vera gerður jafn- settur og ef samningar við hann hefðu verið efndir og viðskiptin farið fram. Virði hluta Sjóvár hafi aukist verulega og hann því farið á mis við verulegan hagnað sem hann krefst bóta fyrir. Hefði hagnast um 2,2 milljarða Hefðu kaupin gengið eftir hefði Ursus greitt rúmlega 2,5 milljarða fyrir rúmlega 367 milljón hluti í Sjóvá. Hver hlutur hefði verið að meðaltali á 6,86 kr. Miðað við meðalútboðsgengi þeg- ar félagið var skráð á markað hefði verðmæti hlutarins verið rúmlega 4,7 milljarðar. Hagnaður sá sem Ursus fór á mis við vegna vanefnd- anna, auk meintra saknæmra og ólögmætra athafna SÍ og ESÍ, er því tæplega 2,2 milljarðar króna. Við útreikning kröfuupphæðar eru dregnir frá vextir sem stefnandi hefði ella unnið sér inn af kaupverð- inu. Fjárfestahópurinn allur varð þannig af hátt í tíu milljörðum. Krafist bóta af Seðlabanka  Seðlabankanum stefnt fyrir að standa ekki við samning um sölu á Sjóvá til hóps fjárfesta árið 2010  Ursus, sem fór fyrir fjárfestunum, missti af 2,2 milljörðum og hópurinn í heild af nær 10 milljörðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Seðlabankinn Ursus ehf. krefst bóta því bankinn hætti við að efna samkomulag um sölu á Sjóvá árið 2010. Bankinn hafði þá hafið rannsókn á Ursusi, vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál, sem reyndist vera tilefnislaus. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ursus ehf, félag Heiðars Guðjóns- sonar fjárfestis, hefur stefnt Seðla- banka Íslands (SÍ) og Eignasafni Seðlabanka Íslands (ESÍ) fyrir að hafa ekki staðið við samning um sölu á Sjóvá Almennum (Sjóvá) árið 2010. Ursus telur að SÍ og ESÍ hafi bakað sér bótaskyldu og krefst þess að fá greiddar bætur upp á rúmlega 1,4 milljarða kr. ásamt vöxtum en til vara rúmlega 1,26 milljarða ásamt vöxtum. Þá gerir Ursus kröfu um að fá allan málskostnað greiddan. Ursus byggir mál sitt á því að bindandi samkomulag hafi náðst við ESÍ þann 10. júlí 2010 um að hópur fjárfesta, sem Ursus fór fyrir, keypti tiltekinn fjölda hluta í Sjóvá á fyrirfram ákveðnu gengi. Auk þess fylgdi réttur til að kaupa fleiri hluti í Sjóvá á fyrirfram ákveðnu gengi. Ekki hafi verið staðið við þetta sam- komulag. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Áttu hæsta tilboð í Sjóvá Fjárfestahópurinn sem Ursus leiddi átti hæsta boð í Sjóvá þegar félagið var sett í söluferli snemma árs 2010. Viðræður fjárfestahópsins og eigenda Sjóvár, SAT eign- arhaldsfélags ehf. og Íslandsbanka hf., hófust í mars 2010. Í miðjum viðræðunum tók ESÍ yfir 73,3% hlutafjár í Sjóvá af SAT á grundvelli veðheimilda og gerðist aðili að sölu- ferlinu. Eftir eigendaskiptin áttu SAT 17,67% hlutafjár í Sjóvá og Ís- landsbanki 9,3%. Fjárfestahópurinn undirritaði samkomulag við ESÍ og Íslands- banka 10. júlí 2010 um kaup og sölu á hlutum í Sjóvá og auk þess kaup- rétt á hlutum í félaginu. SAT ákvað að eiga ekki aðild að viðskiptunum. Að undangenginni áreiðanleika- könnun fjárfestahópsins náðist end- anlegt samkomulag um kaupin. Undirrituð var bindandi yfirlýsing um kaupin, en SAT ákvað að lokum að eiga ekki aðild að viðskiptunum. Stjórnarformaður Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) og bankastjóri Seðlabanka Íslands (SÍ) upplýstu um það í október 2010 að ESÍ gæti ekki staðfest viðskiptin varðandi söluna á Sjóvá til fjárfestanna sem Ursus ehf. fór fyrir. Ástæðan var sögð vera rannsókn bankans á meintum brotum Ursusar á lögum og reglum um gjald- eyrismál. Ursus taldi enga ástæðu vera fyrir slíkri rannsókn. Auk þess hefði enginn fyrirvari verið gerður um stöðu eftirlitsmála Ursusar hjá SÍ í samkomulagi aðila. Ursus mótmælti því afstöðu stjórnar ESÍ og SÍ og krafðist þess að gengið yrði frá samningnum. ESÍ og SÍ höfðu ekki hvikað frá afstöðu sinni hinn 21. nóvember 2010. Fjárfestahópurinn sá sig því knúinn til að tilkynna umsjónaraðila viðskiptanna að hann hefði endanlega sagt sig frá viðskiptunum um Sjóvá. Daginn eftir kvartaði Ursus til umboðsmanns Alþingis vegna málsmeðferðar ESÍ og SÍ. Enn er beðið álits umboðs- manns. SÍ kærði Ursus 26. nóvember 2010 til efnahagsbrota- deildar Ríkislögreglustjóra vegna meintra brota hans á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Seðlabankinn lét þó Ursus ekki vita af því fyrr en með bréfi 4. maí 2011. Sérstakur saksóknari, sem tók við meðferð málsins, ákvað 27. febrúar 2012 að hætta rannsókn þess. SÍ kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðunina 23. apríl 2012. Ákvörðun ríkissaksóknara var endanleg og má ráða af henni að rannsóknin hafi verið tilefnislaus, að því er segir í stefnu Ursusar gegn ESÍ og SÍ. Rannsóknin reyndist tilefnislaus SALAN Á SJÓVÁ VAR EKKI STAÐFEST VEGNA RANNSÓKNAR SEÐLABANKANS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.