Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 11
Í túninu heima Myrkholt stendur milli Gullfoss og Geysis og er því vel í sveit sett til að þjónusta ferðafólk. kaffihús sem heitir Hrefnubúðar- kaffi. Þar er hægt að fá heita súpu og nýbakað brauð, kleinur, ástar- punga og gulrótarköku, alla daga frá morgni og fram á kvöld. „Auk þess erum við með léttvínsleyfi sem hefur orðið til þess að fleiri gista þar en áð- ur, enda er notalegt að leggja bíln- um, staldra við yfir nótt og njóta þess að sitja inni á kvöldin og dreypa á bjór eða léttvíni,“ segir Vilborg sem opnaði Prjónasetur í fyrra í Ár- búðum þar sem hún selur lopavörur sem hún prjónar sjálf en hún nær ekki að anna eftirspurn og kaupir líka af prjónakonum sem hún kann- ast við, bæði að sunnan og norðan. „Ég er líka með handverk, til dæmis málaða steina frá Ingu á Gýgjarhóli, nágrannakonu minni, myndir eftir Torfa Harðarson listmálara, tréút- skurð og fleira sjaldséð.“ Tímafrekt að keyra heyið Við alla skálana eru tjaldstæði og er góð nýting á þeim, enda getur tjaldfólk notað eldunaraðstöðuna inni í skálunum. Þó svo að skálaverð- ir séu bæði í Gíslaskála og í Árbúð- um, þá segir Vilborg að það sé gríð- arleg vinna að þjónusta alla þessa staði. Við alla skálana eru hesthús og hestagerði, en bannað er að beita hrossum á þessum svæðum. Vilborg og Loftur sjá því um heysölu til hestafólks sem staldrar þar við. „Það fer mikill tími í að keyra hey fyrir hestamenn að skálunum, veg- urinn er víða seinfarinn. Kjalvegur er ekki alltaf í góðu standi.“ Vilborg og Loftur opnuðu gisti- heimilið á hlaðinu heima hjá sér í Myrkholti fyrir fimm árum, en þar geta þrjátíu og tveir gist. „Hér er vel bókað yfir sumartímann en á vetrum koma kórar í æfingabúðir og taka húsið á leigu í nokkra daga, sama er að segja um vinahópa og við erum komin með fastagesti í þessum hóp- um, sem koma á hverju ári. Einnig er mjög vinsælt að leigja skálann undir veislur, enda er stórt eldhús með góðri aðstöðu og stórt alrými með borðum og stólum.“ Ég vil hafa mitt fé mislitt Í hesthúsinu heima í Myrkholti útbjuggu Vilborg og Loftur nýlega prjónasel. „Þetta er ullarmarkaður og hefur verið mikið að gera, enda er fólk sólgið í prjónavörur og annað sem er heimagert. Hálfþæfðir ullar- vettlingar hafa verið mjög vinsælir og sama er að segja um háa ullar- sokka, þeir renna út. Allar stóru lopapeysurnar eru uppseldar hjá mér núna, mig bráðvantar konur til að prjóna slíkar peysur fyrir mig,“ segir Vilborg sem situr við prjónana á vetrum til að fylla á lagerinn, hún prjónaði 28 peysur frá síðustu ára- mótum og fram á vor, en þá hætti hún, enda nóg að gera þegar skál- arnir eru opnaðir. Skepnuhald er þó nokkuð hjá Vilborgu og Lofti, þau eiga ágætan hrossahóp enda nauð- synlegt að fjallkóngur sé vel ríðandi, en Loftur hefur gegnt starfi fjall- kóngs Tungnamanna undanfarin ár. Þau eru líka með 50 kindur sem veita þeim mikla ánægju. „Ég er að rækta mórautt og við förum annað hvert ár í Öræfin til Gunnars á Litla- Hofi til að kaupa mórauðan lamb- hrút til undaneldis. Við erum líka með svolítið af botnóttu, bæði svart- og móbotnótt. Þetta er skemmtilegt og gaman að geta boðið barnabörn- unum út í fjárhús þegar þau koma í heimsókn. Svo er alltaf mikil stemn- ing í réttunum að hausti, þegar við heimtum féð af fjalli og sjáum hvernig það kemur undan sumrinu.“ Sveitalíf Barnabörnin reka fallega tvílembu um bæjar- hlaðið, en Vilborg vill hafa mislitt fé í sínum stofni. 200o 300o 400o 1000 m 500 m 2000 m 1500 m 500o Heitasti staðurinn í sumar! Kvika Verið velkomin í heimsókn í sumar! Krafla: Jarðvarmasýning er opin 10-17 alla daga. Búrfell: Gagnvirk orkusýning er opin 10-17 alla daga. Vindmyllur á Hafinu: Starfsfólk tekur á móti gestum alla laugardaga í júlí, frá 13 til 17. Kárahnjúkastífla: Leiðsögn um svæðið miðvikudaga og laugardaga, frá 14 til 17. www.landsvirkjun.is/heimsoknir Á ferð um Norðurland er upplagt að heimsækja háhitasvæðið við Kröflu og kynnast brautryðjenda– verkefni í vinnslu jarðvarma. Gestastofan er opin alla daga og það er alltaf heitt á könnunni. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Krónan Gildir 26. júní - 29. júní verð nú verð áður mælie. verð Grísalundir erlendar......................................... 1.498 2.197 1.498 kr. kg Grísahnakki úrb. kryddaður .............................. 1.358 1.698 1.358 kr. kg Grísahnakki á spjóti New York........................... 1.398 1.698 1.398 kr. kg Grísahnakki á spjóti Hvítl&Rós ......................... 1.398 1.698 1.398 kr. kg Lambafile m/fiturönd ...................................... 3.998 4.498 3.998 kr. kg Lambafile hvítlauk & rósmarín.......................... 3.998 4.498 3.998 kr. kg Lambafile New York marinerað ......................... 3.998 4.498 3.998 kr. kg Lambafile kolagrillmarinerað ............................ 3.998 4.498 3.998 kr. kg Kjúklingur með lime & rósmaríni ....................... 998 1.349 998 kr. kg Ísl M kjúklingabringur ...................................... 1.989 2.298 1.989 kr. kg Kjarval Gildir 26.- 29. jún verð nú áður mælie. verð Holta kjúklingabringur 100%............................ 2.698 2.998 2.698 kr. kg BBQ Spare Ribs 500 g..................................... 1.198 1.298 1.198 kr. pk. SS Mexico grísakótelettur................................. 2.147 2.385 2.147 kr. kg SS Ítalskar lambalærissneiðar .......................... 3.328 3.698 3.328 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 26.- 28. jún verð nú áður mælie. verð Svínakótelettur úr kjötborði .............................. 1.298 1.698 1.298 kr. kg Lambaprime úr kjötborði.................................. 2.998 3.398 2.998 kr. kg Hamborgarar 2x115g m/brauði ....................... 490 540 490 kr. pk. SS kryddlegnar lærisneiðar .............................. 3.128 3.680 3.128 kr. kg SS kryddlegnar lambatvírifjur ........................... 2.756 3.243 2.756 kr. kg Dr.Oetker tradizionale pitsa .............................. 589 698 589 kr. stk. FK ís vanillu/súkkulaði 2 l ................................ 548 0 548 kr. stk. Homeblest 200 g ............................................ 198 229 198 kr. stk. Pepsi/appelsín/kristall/mix 33cl dós................ 79 129 79 kr. stk. KF grísafille kryddað ........................................ 1.398 1.55 1.398 kr. kg Hagkaup Gildir 26.- 29. jún verð nú áður mælie. verð Holta kjúklingabringur 100%............................ 2.174 2.899 2.174 kr. kg Kalkúnalundir ................................................. 2.474 3.299 2.474 kr. kg Ísl. lamb grillsneiðar ........................................ 1.234 1.898 1.234 kr. kg Ísl. lamb file.................................................... 3.749 4.999 3.749 kr. kg Nautaat Ribeye ............................................... 3.374 4.499 3.374 kr. kg Baguette ........................................................ 159 199 159 kr. stk. Hagkaups Hvítlauks Osta Grillbrauð .................. 299 449 299 kr. stk. Hnetuvínarbrauð ............................................. 149 269 149 kr. stk. Nóatún Gildir 27.- 29. jún verð nú áður mælie. verð Lambalæri úr kjötborði..................................... 1498 1698 1498 kr. kg Lambalæri kryddað úr kjötborði ........................ 1498 1698 1498 kr. kg Lambalærissneiðar úr kjötborði ........................ 2098 2398 2098 kr. kg Lambalærissneiðar kryddaðar .......................... 2098 2398 2098 kr. kg Ungnautalund frosin erlend.............................. 3998 4998 3998 kr. kg Keiluflök roð- og beinlaus ................................ 1298 1698 1298 kr. kg Nektarínur 1 kg ............................................... 449 598 449 kr. kg Helgartilboðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.