Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Stjórnvöld og embættismenn rík- isins hafa mikil völd og völdum fylgir ábyrgð. Því gilda ströng lög um stjórnsýslu sem eiga að tryggja að farið sé að settum reglum og geð- þóttaákvarðanir ráði ekki nið- urstöðu mála. Ef brotið er á rétt- indum borgara hefur verið byggt upp ferli þar sem umboðsmaður Al- þingis kemur til aðstoðar en hægt er að kvarta yfir málsmeðferð stjórn- sýslunnar til hans. Í annarri grein laga um umboðsmann Alþingis seg- ir: „Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Aþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögum þessum og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Skal hann gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög, vandaða stjórnsýsluhætti og siðareglur settar á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands og laga um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins.“ Útboðsferli Sjóvár Ríkið tók yfir stærstan hluta rekstrar tryggingafélagsins Sjóvár þegar félagið fór í þrot og var eign- arhluturinn settur í Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ). Farið var af stað með opið söluferli á hlutnum og miklu skipti fyrir ríkið að fá sem hæst verð til að endurheimta þá fjár- muni sína. Ég fór fyrir breiðum hópi fjárfesta sem átti langhæsta til- boðið í útboðinu sem fór fram vorið 2010. Í júlí sama ár náðist samkomulag um við- skiptin með fyrirvara um áreiðanleikakönn- un fjárfesta. Þegar niðurstöður hennar lágu fyrir hófust við- ræður við seljendur um frágang viðskipta, greiðslur og afhend- ingu bréfa. Þegar frá öllu hafði verið gengið og aðeins átti eftir að undirrita fyr- irliggjandi samninga hófst furðuleg atburðarás. Seðlabankastjóri upp- lýsti í síma og tölvupósti að ekki væri unnt að ganga frá viðskipt- unum á meðan fyrirtæki mitt væri í hópi kaupenda þar sem það væri til rannsóknar hjá gjaldeyriseftirliti bankans, en bankastjórinn er ein- mitt æðsti yfirmaður eftirlitsins. Á fundi í kjölfarið með seðla- bankastjóra, sem var stjórnar- formaður ESÍ, og aðallögfræðingi bankans, sem sat líka í stjórn ESÍ, var ítrekað að ekki væri unnt að ganga frá viðskiptunum á meðan staða málsins væri þessi. Lögfræð- ingar mínir fullyrtu á fundinum að tilfærsla á íslenskum krónum á milli reikninga á Íslandi gæti ómögulega talist brot á gjaldeyrislögum og að aðgerðir bankans væru ólögmætar. Seðlabankanum varð hins vegar ekki haggað og úti var um kaup hópsins á Sjóvá með fyrirtæki mitt innan- borðs, enda var ég með um fjórðungshlut í kaupunum og átti að stýra uppbyggingu fyr- irtækisins. Seðlabank- inn kærði fyrirtæki mitt til lögreglu, en kæra bankans var síðar felld niður, fyrst af sér- stökum saksóknara og síðar af ríkissaksóknara eftir að Seðlabankinn hafði kært ákvörðun sérstaks saksóknara. Ljóst er af þeirri meðferð mála að rannsóknir bankans voru án réttmæts tilefnis og andstæðar stjórnarskrárvörðum rétti mínum. Ekkert heyrist frá umboðs- manni Alþingis Ég sendi strax kvörtun til um- boðsmanns Alþingis, í nóvember 2010, og embættið átti í bréfaskipt- um við Seðlabankann fram á sumar 2011. Á þeim tíma lágu öll gögn málsins fyrir og umboðsmanni var ekkert að vanbúnaði að ljúka með- ferð málsins og gefa út álit sitt. Nú eru þrjú ár liðin frá því öll gögn málsins lágu fyrir hjá umboðsmanni og hátt á fjórða ár frá því ég kvart- aði. Ekkert bólar hins vegar á áliti hans. Nú hef ég stefnt Eignasafni Seðlabanka Íslands og Seðlabank- anum til greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem þessir aðilar ollu mér. Ekki er forsvaranlegt af minni hálfu að draga lengur að hefja slíkan málarekstur. Ég hafði ákveðið í sam- ráði við lögmenn mína að kvarta fyrst til umboðsmanns og á grund- velli niðurstöðu hans að ná sam- komulagi við Seðlabankann um greiðslu skaðabóta. Umboðsmaður hefur þá vinnureglu að hann gefur ekki álit á málum sem komin eru til dómstóla. Það eru mér mikil von- brigði að þurfa að sætta mig við að þau fjögur ár sem beðið hefur verið álits umboðsmanns og sú vinna sem unnin var af minni hálfu á þeim vett- vangi hafi verið til einskis. Ég á ekki annan kost í ljósi þess tíma sem liðið hefur en að birta Seðlabankanum stefnu. Það er nauðsynlegt að borg- ararnir geti treyst að umboðsmaður Alþingis ræki það mikilvæga hlut- verk sem honum er falið að lögum. Mín reynsla er því miður að þessu sé ekki að treysta. Ég og lögmenn mín- ir höfum ítrekað verið í sambandi við embættið til að kanna framvindu þess og um langt skeið fengið þau svör, að vinnna við það sé á lokastigi og að niðurstöðu sé að vænta. Í mínu máli, sem snýst um alvarlegar ásak- anir um að misfarið hafi verið með vald, á sviði sem mjög brennur á mörgum einstaklingum og fyrir- tækjum sem hafa þurft að búa innan haftakerfis, hafa liðið 44 mánuðir án þess að nokkuð komi frá embættinu, þrátt fyrir að öll gögn málsins hafi legið fyrir um margra ára skeið. Haustið 2013 kvartaði ég undan þessum drætti við forseta Alþingis. Það hafði engin áhrif. Embætti umboðsmanns hefur ekki úrskurðarvald í málum og get- ur ekki þvingað stjórnvöld til að- gerða. Vald hans hefur því einkum falist í trúverðugleika embættisins. Á sama tíma og hann átelur stjórn- völd fyrir drátt á málsmeðferð og brot á málshraðareglum stjórn- sýslulaga, dregur hann mikilsverð mál svo árum skiptir. Það getur vart talist trúverðugt. Reynsla mín gefur mér ekki tilefni til að mæla með því við neinn, að hann láti reyna á rétt sinn með kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Það er ábyrgðarhluti af umboðs- manni Alþingis að taka að sér jafn vandmeðfarið hlutverk og sinna því ekki betur en raun ber vitni. Eftir Heiðar Guðjónsson »Reynsla mín gefur mér ekki tilefni til að mæla með því við neinn, að hann láti reyna á rétt sinn með kvörtun til umboðs- manns Alþingis. Heiðar Guðjónsson Höfundur er hagfræðingur. Umboðsmaður Alþingis sinnir ekki skyldum sínum Dorgað Árleg dorgveiðikeppni á vegum Hafnarfjarðarbæjar var haldin við Flensborgarbryggju í gær. Keppnin hefur verið haldin í rúm 20 ár og er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára. Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.