Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Síða 2
Hvort hentar þér betur að koma fram á sviði eða á hvíta tjaldinu? Ég hef verið rosalega mikið á sviðinu og finnst það frábært en miklu minna á hvíta tjaldinu og hlakka til að kynnast því betur. Hver er helsti kostur þess að hafa alist upp á Ísafirði? Tónlistin, frelsið og náttúran. Ég lærði það ung að ekkert er ómögu- legt. Það er stórhuga fólk sem býr á Ísafirði sem lætur drauma sína rætast í faðmi fjalla blárra, þrátt fyrir smæð og snjó. Hvað er það vandræðalegasta sem hefur hent þig á sviði? Man ekki eftir neinu stóru sem stendur upp úr. En eitt af því skemmtilegasta sem leikari lendir í eru litlu óvæntu mómentin og vandræðin sem skapast við að bjarga því þegar eitthvað fer öðruvísi en ætlað var. Nú ertu leik- og söngkona að mennt. Ertu jafnfær dansari? Ég get leikið það að ég sé rosalega góður dansari en vonandi tekst mér að láta ballerínudrauminn rætast í ellinni. Hvort átt þú auðveldara með að tjá tilfinningar þínar með söng eða tali? Ég elska ljóð. Þegar bætist síðan við falleg laglína ofan á fallegt ljóð þá finnst mér ekkert til í þessum heimi sem getur toppað það. Þess vegna finnst mér svo gaman að syngja. Í einu sönglagi getur maður sagt svo mikla sögu og túlkað stórar tilfinningar í aðeins örfáum setningum. Það eru töfrar! Hvaða leiksýning er þér minnisstæðust? Af þeim sýningum sem ég hef tekið þátt í verð ég að segja að ég sé stolt- ust af Karma fyrir fugla. Hugrökk sýning, unnin af frábærum listamönn- um. Eyrarfjall og Ernir eða Esjan? Eyrarfjall og Ernir! Saman gefa þau manni kraftmesta faðmlag sem hægt er að hugsa sér. Morgunblaðið/Eggert ÞÓRUNN ARNA KRISTJÁNSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.6. 2014 Við höldum með Belgíu. Það er bara inni núna að styðja Belgana. Brynjar Þór Kristófersson, 27 ára. Ég ætla að segja Brasilíu. Ég hef þó engin rök fyrir því. Jóhannes Gauti Óttarsson, 19 ára. Höttur er uppáhalds liðið mitt, ég held með þeim. Annars elska ég Ítalíu. Móeiður Mist Steinarsdóttir, 5 ára. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Ég held eiginlega með Bandaríkjunum vegna þess að það er Íslendingur í liðinu þeirra. Edda Kristín Óttarsdóttir, 15 ára. Morgunblaðið/Þórður SPURNING VIKUNNAR MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ Á HM OG AF HVERJU? Foreldrar eiga ekki að hræða börn sín með lögreglunni þegar þau eru óþekk. Lög- reglan hefur ekki hendur í hári óþekkra barna og vill auk þess að börnin séu óhrædd við að leita til sín 16 EFNISYFIRLIT STARFSFÓLKVIÐ KENNSLU EFTIR KYNI 1998-2013 4.500 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1000 500 0 1998 2001 2004 2007 2010 2013 Konur Karlar Heimild: Hagstofan Forsíðumyndina tók Rax Að kvöldi kjördags bauð matarblogg- arinn Helena Gunnarsdóttir góð- um gestum í mat sem hún segir alla vera mikla sælkera og því hvergi slegið af í eldamennskunni. Réttirnir voru sumarlegir og súkkulaðihúðaða jarð- arberjaostakakan sló í gegn 32 Ekki nægilega margir gera sér almennilega grein fyrir mikilvægi sparnaðar. Eins og með margt í lífinu er gott að venja sig við góða siði snemma á lífsleiðinni og því mikilvægt að kenna börnunum okkar að spara 44 Höfnin í Reykjavík hef- ur verið lífæð borgarinnar í áratugi og miðstöð sjávar- útvegs. Nú rís við hana enn ein stoðin en verið er að opna hvern veitingastaðinn á fætur öðrum í gömlu ver- búðunum. 30 Leik- og söngkonan Þórunn Arna Kristjánsdóttir hefur að undanförnu meðal annars farið með burðarhlutverk í leik- ritinu Litla prinsinum í Þjóðleikhúsinu. Í haust mun hún hins vegar breyta um vinnustað og hefja störf við Borgarleik- húsið. Getur leikið góðan dansara

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.