Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Qupperneq 6
Leiftursókn íslamistahreyfing-arinnar Isis í Írak í liðinniviku hefur komið mörgum í opna skjöldu. Viðnám yfirvalda í landinu hefur nánast ekkert verið. Þegar íslamistarnir tóku Mosul, næststærstu borg landsins, köst- uðu hermenn frá sér vopnum og einkennisbúningum og hurfu á braut. Talað er um að 30 þúsund hermenn hafi flúið undan 800 upp- reisnarmönnum.Talið er að hálf milljón manna hafi lagt á flótta frá borginni, flestir í átt til yfirráða- svæðis kúrda þar sem einna mest kyrrð hefur ríkt í landinu. Sveitir kúrda lögðu undir sig borgina Kirkuk eftir að stjórnar- herinn yfirgaf hana til að koma í veg fyrir að hún félli í hendur ísl- amistanna. Kúrdar hafa löngum gert tilkall til borgarinnar, sem er auðug af olíu. Norðrið stjórnlaust Stjórnvöld í Bagdad hafa að miklu leyti misst völdin í norðurhluta landsins. Markmið Isis er að stofna íslamskt ríki í Írak, Sýr- landi og nágrenni. Samtökin eiga rætur í hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Þau hafa þegar náð fót- festu á löglausum svæðum í Sýr- landi. Í desember náðu þau borg- inni Fallujah í Írak á sitt vald. Bandaríkjaher háði á sínum tíma mannskæða orrustu um Fallujah og var mörgum áfall að hún skyldi falla svo auðveldlega í hendur öfgamanna á ný. Liðsmenn Isis eru úr röðum súnníta. Árangur hreyfingarinnar má ekki rekja til sigra á vígvell- inum. Má segja að stjórnarhættir Nuris al-Malikis, forsætisráðherra Íraks, eigi að hluta til sök á því hvað Isis hefur vaxið fiskur um hrygg. Maliki, sem er sjíti, hefur sýnt einræðistilburði. Sjítar eru í meirihluta í Írak og Maliki hefur útilokað súnníta í stað þess að fá þá til samstarfs. Súnnítar hjálpuðu til við að kveða niður al-Qaeda meðan á her- námi Bandaríkjamanna stóð og nú gæti Maliki notað þá sem banda- menn gegn Isis. Fjöldi erlendra vígamanna Hreyfingin Isis hefur innan sinna raða fjölda erlendra vígamanna, sem margir hafa mikla reynslu. Þeir hafa auðgast á mannránum og fjárkúgun. Í Sýrlandi hafa aðrir uppreisnarhópar snúist gegn Isis. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur hins vegar að því er tímarit- ið The Economist heldur fram markvisst látið samtökin í friði í þeirri von að ríki heims myndu ekki styðja uppreisnarlið með slíka öfgamenn innan borðs. Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að Isis hafi skil- ið eftir sig blóði drifna slóð. Fólk sé tekið af lífi án dóms og laga. Uppreisnarmennirnir munu einnig hafa látið greipar sópa um banka borgarinnar og uppskorið fúlgur fjár. Mörg þúsund manns var sleppt úr fangelsum borgarinnar. Ekki einu sinni al-Qaeda styður Isis. Al-Qaeda telur samtökin of öfgafull og stofnun ríkis ótíma- bæra. Samtökin hafa komið upp æf- ingabúðum fyrir hryðjuverkamenn í Sýrlandi, sem sagðar eru minna á fyrirkomulagið sem Osama bin Laden var með í Afganistan á sín- um tíma. Um þessar mundir er áherslan á að vinna landsvæði í Leiftursókn öfgamanna skekur Írak SAMTÖKIN ISIS LÖGÐU Í VIKUNNI UNDIR SIG NÆST- STÆRSTU BORG ÍRAKS. MARGFALT MANNMEIRI ÍRAKSHER FLÚÐI UNDAN ÞEIM OG HVARF. Í ÍRAK ER HVER HÖNDIN UPP Á MÓTI ANNARRI OG ÓSTJÓRN HEFUR SKAPAÐ KJÖR- AÐSTÆÐUR FYRIR ÖFGAHREYFINGAR Á BORÐ VIÐ ISIS. Vígamaður úr röðum öfgasamtakanna Isis veifar fána eftir að hafa tekið varðstöð Írakshers í héraðinu Salahuddin. Myndin var birt á vefsíðu íslamista, Welayat Salahuddin. Samtökin náðu næststærstu borg landsins, Mosul. AFP Sýrlandi og Írak, en markmiðið er að breiða út harðlínustefnuna í Austurlöndum. The Economist segir að nái samtökin markmiðum sínum muni sá dagur renna að bú- ast megi við að útsendarar þeirra geri sjálfsmorðsárásir í Evrópu og Bandaríkjunum. Talið er að mörg hundruð vígamenn úr röðum Isis kunni að hafa evrópsk vegabréf. Samtökin ætla nú að sækja að Bagdad, samkvæmt fréttum. Fé- lagar í Isis munu ekki vera nema 11.000. Samtökin hafa því ekkert bolmagn til þess að leggja undir sig stjórnkerfi alls landsins og lík- lega verða þau að hörfa aftur frá borgum á borð við Mosul. Árangur þeirra sýnir hins vegar hvað Írak er veikburða ríki. Íranar hafa lýst yfir að þeir séu tilbúnir til að brjóta samtökin á bak aftur og kúrdarnir segjast sömuleiðis reiðu- búnir til að nota herafla sinn. Bandaríkjamönnum ættu að vera hætturnar ljósar. Írak er á barmi þess að liðast í sundur og í Sýr- landi við hliðina ríkir glundroði og upplausn. 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.6. 2014 HEIMURINN BRASIL RÍÓ DE J Heimsmeis hófst með Króata. Br b 3-1. Neyma Brasilíu. Óánægja r vegna útgjalda til kep finnst mótmælendum hefði verið betur var skóla og heilbrigðis ÍTALÍA FENEYJAR FeneyjaorgarstjóriB , sagði nn laus úr stofufangelsi,eftir að hannaf sér daginn pillingu í tengslumsóknvegna rannsem hann sat í til að verja borgina. Hanða, sem reisa ávið nýja flóðga i í fangelsi. Rannsóknináféllst á að afpl 0 manns.hefur leitt til h Geun Suður-Kóreu, stokkaði upp í stjórn sinni og skipti út ráðherrum hennar va agnrýn harka rjufe m tæplega 300 eirram ór hluti þ nd ð jandiu að u vegna y SÚDAN r stríðga a i f a Kiir forseti og R ituðu fr átök, en ólíklegt lja að þeir geti jöl ki við. Abu Bakr al-Bagdad er sagður vera maðurinn á bak við sókn íslamista í norðurhluta Íraks. Samkvæmt Washington Post fæddist hann í Samarra og fékk nafnið Awwad Ibrahim Ali al- Badri al-Sammarrai. Heldur hann því fram að nafnið beri vitni skyldleika við spámanninn Mú- hameð. Í æviskrá frá íslamistum segir að hann sé úr trúaðri fjölskyldu og hafi margar doktorsgráður. 2003 tók hann til vopna og í innrás Bandaríkja- manna myndaði hann herskáan hóp í austurhluta Íraks. Bandaríkjamenn tóku hann til fanga 2005 og héldu honum í fjögur ár. Hann er einn af stofnendum ISIS. Abu Bakr al-Baghdadi FORKÓLFUR SÓKNAR * En við skiljum eftir fullvalda, stöðugt og sjálfstætt Írakmeð kjörna stjórn sem hefur verið valin af fólki landsins.Barack Obama Bandaríkjaforseti í ræðu í Fort Bragg í Norður-Karolínu 14. desember 2011 um það leyti sem hann var að kveðja heim síðustu bandarísku hermennina frá Írak. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.