Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Page 12
* Það er gott að vakna við hljóðið í fossinum á morgn-ana, hlusta á það yfir daginn og sofna út frá því ákvöldin. Í raun er þetta eins og fallegasta sinfónía. Guðleif Helgadóttir býr á bænum Fossi á Síðu. Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is UM ALLT LAND HVOLSVÖLLUR Hallgrímsstofa hefur verið op Sögusetrinu á Hvolsvelli. A fyrsta forstjóra og vanda að Pálsdótti Bryn SKAGAFJÖRÐUR Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga vill koma upp ð káld, ilefni þess að 400 ár eru frá fæðingu hans, og hefur óskað iðeftir v ræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð um mögulegt samstarf. Hallgrímur var fæddur 1614 í Skagafirði og alinn þar upp. GRINDAVÍK Tvær gönguleiðir um Þorbjarnarfell í Grindavík voru nýverið vígðar formlega. Um var að ræða samstarfsverkefni Menningarráðs Suðurnesj Experience og Grindavíku Fyrsta áfanga verkefnisins með uppsetningu skilta o gönguleiðum.Tvær göngu verið stikaðar, önnur í kri og hin yfir fjallið. REYKHÓLAR Andrea Björnsdóttir, oddviti Reykhólahrepps, hefur prjónað peysur á alla nýbura í hreppnum í oddvitatíð sinni. Peysurnar eru orðnar elle sokkapörin jafnmörg; ekki svo lítil fjöl veitarfélagi þar sem íbúar eru um 270 Fyrir síðasta fund fráfarandi sveitarstjórnar var Andreu óvænt færð gjöf og veglegur blómvön viðk fjölskyldum; gjöfin var bó öllum börnunum í peysun líka sögð góð deili á hverj F yrir aldarfjórðungi tóku 25 ára MA-stúdentar upp á því að blása til mikillar veislu fyrir alla júbílanta, gamla stúd- enta, sem gerðu sér ferð norður í tengslum við brautskráninguna. Hugmyndin reyndist afbragð, veisl- an festist í sessi og að kvöldi 16. júní setjast í þetta skipti hátt í 800 manns að kræsingum í Íþróttahöll- inni. „Þegar ég kom með þessa hug- mynd var ég fyrst með í huga menningarhátíð þar sem allir MA- ingar sem hefðu lagt listina fyrir sig kæmu fram,“ segir Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld á Akureyri við Morgunblaðið þegar hann rifjar upp hvernig MA-hátíðin kom til. „En þegar til kom máttum við okk- ur einskis gegn skemmtanastétt- inni! Það varð að leyfa fólki að sletta úr klaufunum,“ segir Jón og hlær. Áður höfðu júbílantar streymt til bæjarins í aðdraganda þjóðhátíðardagsins og fagnað stúd- entsafmælum sem standa á heilum tug og hálfum en heimsóknin var sett í annan og glæsilegri búning með tilkomu MA-hátíðarinnar. Hópurinn setur jafnan svip á bæinn og jafnvel nærsveitir í að- draganda þjóðhátíðardagsins því gleðin stendur þrjá daga hjá flest- um; 14. til 16. júní. „Margir úr mínum árgangi hafa ekki hist síðan á síðustu hátíð og sumir jafnvel ekki frá útskrift en hlakka mikið til að endurnýja kynnin,“ segir Dalvíkingurinn Ás- dís Ósk Valsdóttir við blaðamann. Hún er nú búsett á borgarhorninu og í forsvari fyrir hóp 25 ára stúd- enta sem standa fyrir veislunni fínu að vanda. Ásdísi þykir hefðin frábær. „Fjöldi 40, 50 og 60 ára stúdenta á hátíðinni hleypur á mörgum tug- um,“ nefnir hún sem dæmi um vin- sældirnar. „MA er frekar lítill skóli og mað- ur var með sama fólkinu þrjú eða fjögur ár í bekk. Tengslanetið er því miklu betra en víða annars staðar; í áfangaskólum er hægt að taka stúdentspróf og vera nánast aldrei með sama fólkinu í tímum.“ Ásdís mætti ári eftir útskrift, til að taka niður hvíta kollinn, en var tvístígandi á fimm ára afmælinu. „Ég var ekki viss um hvort ég nennti að fara, en það var eins og við hefðum alltaf verið saman. Al- veg einstakt.“ Ekki var síðra á 10 og 20 ára stúdentsafmælunum, segir Ásdís. „Við hittumst í þrjá daga; fyrst er bekkjarpartí, þá óvissuferð og svo hátíðin 16. júní. Þegar fólk mætir á staðinn yngist það upp um mörg ár í nokkra daga í hvert skipti; von- andi verður þetta þriggja daga partí á fimm ára fresti út ævina! Orkan sem maður fær við það að fara norður og hitta gömlu skóla- félagana fæst ekki keypt. Þetta er eins og að fara á yngingarmiðstöð og nokkuð sem bara MA-ingar fá að kynnast. Við erum svo heppin að skólinn útskrifar alltaf stúdenta 17. júní og þá fer ekkert á milli mála hvenær hátíðahöldin fara fram. Menn geta gengið að því vísu hvenær á að fara norður.“ Hún segir góða stemningu í hópi 25 ára stúdenta fyrir þessu. „Eftir að stofnuð var Facebook-síðan hafa margir verið duglegir við að setja inn myndir frá MA-árunum og rifja upp vinsælustu lögin. Þetta hefur verið margra vikna upprifjun og ég er viss um að hátíðin verður stórkostleg.“ AKUREYRI Fólk yngist um mörg ár í nokkra daga ÁRATUGUM SAMAN HAFA AFMÆLISÁRGANGAR STÚD- ENTA ÚR MENNTASKÓLANUM Á AKUREYRI KOMIÐ TIL BÆJARINS OG VERIÐ VIÐ BRAUTSKRÁNINGU 17. JÚNÍ. GLÆSILEG MA-HÁTÍÐ ER NÚ HALDIN 16. JÚNÍ Í 25. SKIPTI. Fjórar MA-vinkonur í New York í fyrra. Ásgerður Þorvaldsdóttir, Rebekka Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Tryggvadótt- ir og Ásdís Ósk Valsdóttir. Ti hægri, þær sömu ásamt Þorsteini Bjarnasyni í útskriftarferð á Ítalíu haustið 1988. Júbílantar úr MA fjölmenna í skóla- húsið og rifja upp gamla tíð. Morgunblaðið/Skapti Stefán Stefánsson fv. skólameistari er í Stefánslundi. Stundum sparibúinn. Morgunblaðið/Skapti 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.6. 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.