Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Síða 17
Smádót, bílar og smáfólk. Ekki viljum við að borgin mikla verði draugaborg. Fylla þarf upp í með litlum leikföngum og getur það verið hvað sem er; playmo, litlir leikfangabílar, lego eða t.d. smáfólk. SMÁIR LEIKMUNIR FYRIR PAPPABORGINA Pappakassar. Skemmtilegast ef þeir eru af öllum stærðum og gerð- um. Notaðar eldhúsrúllur og klósettpappírsrúllur. Málning. Það má vera hvernig sem er en fínt er að nota fingramáln- ingu. Þá er auðveldara fyrir börnin að fá að mála með því málningin má snerta húð og auðvelt er að þrífa af. Fingramálning úr A4 kostar 895 kr. stk. og kemur í mörgum litum. Límband. Helst málningarlímband því auðveldast er að tússa á það og mála. Það þarf heldur ekki að klippa það heldur er betra að rífa það og nota það hvernig sem er. Dúkahnífur. R úllan innan í klósettpappírnum eða af eldhúsrúllunni þarf ekki að fara í ruslið. Pappakassarnir þurfa ekki að fara alveg strax í endurvinnslu (eins og allir gera, ekki satt?). Foreldrar sem eiga börn frá 18 mánaða aldri upp í ca 8 ára aldur eiga fullt erindi með pappakössunum og papparúll- unum á góðu virku kvöldi eða um helgi með börnunum sínum. Tillagan er sú að búa til pappaborg. Til þess að búa til ferlega flotta pappa- borg þarf ekki mikið að vera til staðar og það þarf heldur ekki að kosta mikið. Málið kassana með grunnmálningu, ýmist hvítri, svartri, grárri eða í hvaða lit sem er. Passa verður að þeir séu vel lokaðir og límdir saman. Þegar málningin hefur þorn- að eru gluggar og hurðir sett á kassana með málningarlímbandinu. Skemmtilegt er að nota tússpenna í öllum litum til að skreyta húsin. Teikna blóm á þau, tré, grindverk eða póstkassa og allt sem ykkur dettur í hug. Það er sniðugt að skera botninn af með dúkahníf og jafnvel skera út fyrir bíl- skúrsdyrum þar sem litlu bílarnir geta keyrt inn í húsin eða fyrir dyrum þar sem smáfólk getur gengið inn. Svo er alltaf hægt að uppfæra og breyta hús- unum að vild. FÖNDRUM PAPPABORG ÚR GÖMLUM, NOTUÐUM PAPPAKÖSSUM Pappi endurnýttur í leikmuni fyrir börnin GEFUM GÖMLU PAPPADÓTI NÝTT LÍF MEÐ ÞVÍ AÐ FÖNDRA ÚR ÞVÍ PAPPABORG MEÐ BÖRNUNUM. MEÐ SMÁ MÁLNINGU, TÚSSPENNA, LÍMBANDI OG SMÁDÓTI ER HÆGT AÐ BÚA TIL GLÆSILEGA FYRIRMYNDARSTÓRBORG. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Hægt er að leika sér endalaust með papp- ann og meðal annars búa til litla stórborg. Fjölskyldufaðirinn og athafna- maðurinn Sigmar Vilhjálmsson á þrjú börn með konu sinni Bryndísi Björgu Einarsdóttur, þá Einar Karl, Vil- hjálm Karl og Inga Karl. Í sumar mun fjölskyldan nýta tímann vel og skella sér í útilegur, veiðitúra og margt fleira. Þátturinn sem allir geta horft á? Við erum með börn á öllum aldri. En við getum alltaf horft saman á náttúrulífsmyndir. Það er líka rosa- lega gaman. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Lasagna sem konan mín útbýr og er dúndur vítamínbomba. Skemmtilegast að gera saman? Veiði- túrar, sund og útilegur. Borðið þið morgunmat saman? Á veturna þegar skólinn er í fullum gangi eigum við alltaf saman morgun- stundir. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Það sem fær alla saman er borðspil af mörgum gerðum. Yatzy er líka ákveðið fjöl- skyldusport og þá er verið að þjálfa stærðfræðina í leiðinni. Hvað er á dagskrá í sumar hjá fjölskyldunni? Við ferðumst á sumrin innanlands og það er nokkuð mikið planað. Við eltum fótboltamót út um allt og síð- an verða veiðitúrar teknir hér og þar um landið. Við festum kaup á hjólhýsi í fyrra og það var mikið notað síðasta sumar. Það er mikill áhugi á því að nýta það enn betur í ár og við erum þegar búin að fara í þrjár nætur. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Lasagna húsmóður- innar langbest Sigmar Vilhjálmsson og eiginkona hans Bryndís Björg Einarsdóttir. 15.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Öldulaugin í Álftaneslaug er sú eina sinnar tegundar á Íslandi. Öldulaugar eru vinsælar erlendis í vatns- rennibrautagörðum og því gefur það smá útlanda- stemningu að busla í lauginni með allri fjölskyldunni. Öldulaugin í sólinni* Ég geri mér engar væntingareða vonir um neitt, því verðég aldrei fyrir vonbrigðum Eyrnaslapi 4Viðhaldsfrítt yfirborð 4Dregur ekkert í sig 4Mjög slitsterkt 48, 12, 20 & 30mm þykkt Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is UTANHÚSKLÆÐNING ® BORÐPLÖTUR ® SÓLBEKKIR ® GÓLFEFNI þolir 800°C hita og er frostþolið Nýtt efni frá BORÐPLÖTUR Renndu við og skoðaðu úrvalið EFNI Í PAPPABORG Smáfólk úr IKEA 995 kr. Smáir bílar úr IKEA 1.995 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.