Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Page 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Page 23
15.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Að innan frá með Birkisafanum og utanfrá með Birki Scrub og Birki Cellolite olíunni Birki Cellolite olían hjálpar til við að draga úr og koma í veg fyrir appelsínuhúð* - í samhljómi við mann og náttúru, www.weleda.is Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land. Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland *Niðurstöður vísindalegra rannsókna (Derma Concept GmbH) Þéttleiki húðarinnar jókst um 35% eftir 28 daga notkun með Birki Cellolite olíunni og Birkisafanum og mýkt húðarinnar varð 21% meiri. Meðhöndlaðu appelsínuhúðina heildrænt Since 1921 Weleda vörurnar stuðla að heilbrigði húðarinnar.Hver einasta vörulína inniheldur eina lækningajurt sem er kjarni viðkomandi línu og er valin með tilliti til áhrifa hennar á húðina. Í samhljómi við mann og náttúru, lesið meira um vörurnar á www.weleda.is Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land. Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Ég elska Weleda andlitsvörurnar Lengi hefur verið vitað að mataræði hefur áhrif á sjúkdóma og sérstaklega hefur verið varað við mikilli neyslu á rauðu kjöti, en það hefur verið talið auka líkur á ýmsum teg- undum krabbameins. Í rannsókn við Harvard- háskólann í Bandaríkjunum hafa verið tekin saman gögn um 88 þúsund konur á aldrinum 26 til 45 ára sem tekið höfðu þátt í könnun um mataræði árið 1991. Spurt var hversu mikið af rauðu kjöti þær borðuðu á viku og voru svörin allt frá því að borða ekkert rautt kjöt upp í sex eða fleiri skammta á dag. Árið 2006 voru fyrst birtar niðurstöður sem sýndu tengsl milli brjóstakrabbameins og neyslu rauðs kjöts. Í dag hafa vísindamenn enn frekari upplýsingar um þátttakendur upp- haflegu könnunarinnar og telja þeir staðfest að mikil neysla á rauðu kjöti auki líkurnar á brjóstakrabbameini. Í hverjum 1.000 tilvikum eru 6,8 fleiri tilvik í hópi þeirra sem borða mikið rautt kjöt. Fjölgunin virðist ekki mikil en sýnir samt sem áður skýr tengsl. Vísindamenn telja að prótein í rauðu kjöti geti flýtt fyrir vexti í krabbameinsfrumum og aukið líkurnar á stökkbreytingu á heilbrigðum frumum líkamanns. Rautt kjöt getur aukið líkurnar á brjóstakrabbameini samkvæmt nýlegum niðurstöðum úr banda- rískri rannsókn sem byggir á könnun mataræðis 88 þúsund kvenna frá árinu1991. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tengsl milli brjóstakrabba- meins og neyslu á rauðu kjöti Íslenska sumarið er yndislegt, enda fjölgar sólarstundum til muna, en sólin getur verið varasöm. Í rann- sókn bresku krabbameinssamtak- anna, Cancer Research UK, kemur fram að þó svo að sterk sólarvörn með SPF gildi upp á 50 sé notuð er samt sem áður hætta á að fólk fái sortuæxli. Richard Marais, prófess- or við Manchester-háskóla er einn þeirra sem stóðu að rannsókninni og segir hann mikilvægt að fólk noti sólarvörn til að draga úr hættunni á krabbameini en hafi hugfast að hún veiti ekki fullkomna vörn. Sólin og sumarið er komið og nauð- synlegt er að bera á sig sólarvörn. Morgunblaðið/Rósa Braga Skugginn eina örugga vörnin Ný rannsókn hefur leitt í ljós að virk efni í grænu tei trufla efnaskipti í krabbameinsfrumum sem valda briskrabbameini. Frá þessu var sagt í grein í tímaritinu Metabolomic. Wai-Nang Lee hjá Los Angeles Biomedical segir niðurstöður rannsóknar sinnar sýna það í fyrsta sinn hvernig grænt te hafi áhrif á frumur sem valdi krabbameini í brisi. „Með aðstoð nýjustu tækni hefur okkur tekist að greina ferlið sem á sér stað og veldur því að grænt te hefur reynst áhrifaríkt í baráttunni við krabbameinsfrumur í brisi. Það sem gerist er að EGCG í grænu tei truflar svokallað flux- ástand í krabbameinsfrumunni,“ segir Wai-Nang Lee. Virk efni í grænu tei hafa góð áhrif á heilsu fólks eins og rannsóknir sýna. Morgunblaðið/Eyþór Gæði græna tesins

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.