Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Side 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Side 25
Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég gæti borðað Saffran í öll mál. Hvaða óhollusta freistar þín? Blandi í poka á laugardegi er stund- um erfitt að sleppa. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Að setja sér markmið. Persónulega finnst mér best að vinna með einhverjum öðr- um, þá er maður líklegri til að halda sér einbeittum og það er aldrei langt í keppnisskapið. Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? Að æfa er það skemmtilegasta sem ég geri! Frídagar eru mikil- vægir en jafnframt leiðinlegustu dagarnir í vikunni að mínu mati. Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Að hugsa meira um lengd æfingar en gæði eru algeng mistök. Mikið er unnið eftir þessari reglu í mínu félagi. Maður fær lítið út úr því að gera æfingar illa og þess vegna skipta gæðin svo ótrúlega miklu máli. Hverjar eru fyrirmyndir þínar? Ég hef aldrei átt mér fyrirmyndir, ég vil bara alltaf vera besta útgáfan af sjálfri mér og góð fyrirmynd fyrir aðra. 15.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 háttalag annarra, hegðun, fram- koma eða aðstæður gera það að verkum að barn hefur ekki frelsi til að vera það sjálft. Við slíkar að- stæður laga börn sig að aðstæðum til að forðast vanlíðan, en þetta er grundvöllur meðvirkni.“ Sem dæmi nefndir Kjartan rifrildi foreldra sem barn verður reglulega vitni að. „Við slíkar aðstæður getur barnið tekið upp á því að blanda sér inn í rifrildið, hafa áhrif á rifrildið eða forðast það með því að einangra sig. Allar þessar leiðir setja barnið í aðstæður sem því eru ekki eðlis- lægar. Barnið er farið að laga sig að vanvirkum aðstæðum af ein- skærri sjálfsbjargarviðleitni. Barnið lærir leiðir til að láta sér líða betur í aðstæðum sem valda því sárs- auka.“ Birtingarmynd meðvirkni Hlutverk barna sem ala með sér meðvirkni geta verið margvísleg en allt eru þau flóttaleiðir barnsins í sjálfsbjargarviðleitni þess til að láta sér líða betur að sögn Kjartans. „Algengt hlutverk elsta barns er að verða fjölskylduhetjan, en þá leggur barnið sig fram við að fá hrós og viðurkenningar fyrir að standa sig vel í skóla og íþróttum. Þetta kann að virðast jákvæð afleiðing en getur haft slæm áhrif á tilfinningalíf barnsins. Bjargvætturinn er annað hlutverk, en þá einblínir barnið á hagi annarra og líðan og setur aðra fram fyrir sjálft sig.“ Í öðrum til- vikum segir Kjartan börn taka sér hlutverk svarta sauðsins með því að vera hvatvís og setja upp tilfinn- ingalega veggi. „Við sjáum líka týnda barnið sem einangrar sig og trúðinn sem notar skopskynið til að fela eigin tilfinningar. Hlutverkin eru margs konar og flestir hafa verið í fleiri en einu hlutverki á lífs- leiðinni en hlutverkið sem barnið fer í á milli tveggja og átta ára ald- urs hefur mér fundist vera mesti áhrifavaldurinn á líf barnsins. Hvert hlutverk skilur eftir sig ákveðna vanvirkni sem betur kemur í ljós á fullorðinsaldri.“ Umfjöllun um meðvirkni hefur ekki skipað stóran sess í fjölmiðla- umræðunni þó að vandinn sé gíf- urlega stór að mati Kjartans. „Með- virknivandinn er grunnur allra fíkna og hefur bein áhrif á gífur- legan fjölda einstaklinga á Íslandi. Meðvirkni hefur áhrif á samskipti okkar, háttalag og lífshamingju,“ segir Kjartan, en Lausnin – Fjöl- skyldumiðstöð hefur haldið nám- skeið um bæði meðvirkni og sam- skipti sem fjöldi fólks hefur sótt. „Námskeiðin geta verið fyrsta skrefið og síðan tökum við fólk einnig í einstaklingsviðtöl og/eða tökum fjölskylduviðtöl. Meðvirkni er ekki ólæknandi en hún krefst meðhöndlunar sem reynir á þol- inmæði og vilja fólks, og til okkar hér hjá Lausninni hefur gífurlegur fjöldi fólks leitað aðstoðar.“ * Einkenni - Lítil sjálfs-virðing: * Ég á erfitt með að takaákvarðanir. * Ég dæmi allt sem éghugsa, segi og geri harðlega og finnst það aldrei nógu gott. * Ég fer hjá mér þegarég fæ viðurkenningu, hrós eða gjafir. * Ég bið aðra ekki um aðmæta þörfum mínum eða þrám. * Ég tek álit annarra áhugsunum mínum, til- finningum og hegðun fram yfir mitt eigið. * Mér finnst ég ekki veramanneskja sem hægt er að elska og virða. Flestir vilja bæta minni sitt og þá sérstaklega fyrir próf eða verkefni sem krefjast þess að muna vel hvort sem það eru ræður eða líkön. Nýlegar rannsóknir benda til að hlátur og vinátta sé góð leið til að virkja heilann og bæta minnið. Hláturinn lengir ekki bara lífið* Íþróttamenn hlaupa ekki meðpeninga í vasanum heldur von íhjarta og draum í kollinum. -Emil Zatopek. til afgrei›slu samdægurs, árger› 2010 n‡uppger›ir beint frá USA - N‡ir rafgeymar, vind- og vatnshlífar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.