Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Page 29
V ið hönnun heimila reyni ég alltaf að gera umhverfið af- slappað og rólegt. Ég legg ríka áherslu á það að fólki líði vel og heimilið sé laust við auka- áreiti. Ég er mjög hrifin af mjúkum, mildum litum og náttúrulegum efnum eins og skinni, hör, leðri og grófu járni, en ég er alls ekki fyrir gerviefni og skæra liti,“ segir Rut Káradóttir. Rut, sem er einn fremsti innanhúss- arkitekt landsins, segir mikilvægt að greina þarfir fjölskyldunnar vel til þess að hvert rými heimilisins verði þægi- legt og virkt. „Það er ekkert hús fullkomið, en það sem er svo gaman er að draga fram það besta á heimilinu. Ef þú vinnur t.d. mikið heima þá er ómögulegt að hafa vinnuaðstöðuna undir stiga og horfa á vegg. Þú verður að finna góð- an stað þar sem þér líður vel. Fólk er oft með frábæra stofu og borðstofu sem það notar ekki en horfir jafnvel á sjónvarpið á hverju kvöldi á neðri hæð í gluggalausu svæði. Af hverju ekki að flytja sjónvarpið upp í stofuna, en hafa hins vegar kost á því að loka það af, til dæmis með rennihurð. Mér finnst gífurlega mikilvægt að þeir staðir sem eru mest notaðir séu þægilegir og að- laðandi.“ Þegar hlutir eru keyptir inn á heim- ilið segir Rut skipta máli að kaupa ekki allt í sömu búð, heldur blanda saman ólíkum munum til þess að skapa persónulegan stíl á heimilinu. „Í verslunum eins og Epal, Módern og Lumex fást munir sem standast tímans tönn og eru vel hannaðir, en gott er að blanda þeim saman við muni sem ýta undir karakter og gefa heimilinu svip. Fallegir hlutir frá versl- unum eins og Magnólíu á Laufásvegi og Heimili og hugmyndum á Suður- landsbraut fara t.d. vel við klassíska, tímalausa hönnun.“ En hvaðan sækir þú innblástur? „Ég hélt að það erfiðasta í starfi mínu yrði að fá hugmyndir, en það hefur ekki orðið raunin því þær koma nánast á færibandi. Þegar ég fæ heimili til að hanna finnst mér einstaklega gaman að ímynda mér að ég sé að flytja þangað inn sjálf og þannig reyni ég að setja mig í spor þess sem ég er að vinna fyrir hverju sinni. Þannig spretta fram hugmyndir og þannig get ég flutt sjálf oft í huganum,“ segir Rut og hlær. „Það er svo skemmtilegt.“ Rut Káradóttir segir mikilvægt að þeir staðir sem eru mest notaðir séu þægilegir. Dregur fram það besta á heimilinu RUT KÁRADÓTTIR INNANHÚSSARKITEKT BÝR ÁSAMT EIGINMANNI SÍNUM, KRISTNI ARNARSYNI MARKAÐSRÁÐGJAFA, OG ELLEFU ÁRA DÓTTUR ÞEIRRA Í FALLEGU EINBÝLISHÚSI Í BREIÐHOLT- INU. HEIMILIÐ, SEM ER ÁKAFLEGA HLÝLEGT, EINKENNIST AF PERSÓNU- LEGUM STÍL OG MIKLUM KARAKTER. Texti: Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Ljósmyndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is HUGMYNDIRNAR KOMA NÁNAST Á FÆRIBANDI Dásamlega inn- réttað herbergi ellefu ára dótt- ur hjónanna. Rut ver miklum tíma á vinnustofu sinni og segir því nauðsynlegt að um- hverfið sé notalegt. 15.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0 – fyrir lifandi heimili – LARAMIE Hornsófi. Brúnt microfiber. D: 95 H: 95 L: 250x250 cm. 339.990 fulltVeRð: 419.990 NÝ OG FALLEG DRAUMAHÖLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.