Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Page 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Page 43
Enska landsliðið í Marcks & Spencer jakkafötunum sem eru grá að lit og úr ullar og mohair blöndu. AFP Hágæða lúxusvara eða ódýr fjöldaframleiðsla F atnaður landsliðsmanna heimsmeistarakeppninnar er auðvitað mikið í um- ræðunni þessa dagana, enda miklar tískufyrirmyndir þeir herrar sem sparka í bolta. Yfirleitt fá liðin hönnuði frá heimalandinu til þess að hanna og útbúa jakkaföt leikmanna og eru þau jafn misjöfn og löndin sem keppa eru mörg. Áberandi þykir þó munurinn á bresku jakkafötunum og þeim ítölsku, sökum þess að bresku jakkafötin eru hönnuð af einni ódýrustu verslanakeðju Bretlands, Marks & Spencer. Ítalska tískuhúsið Dolce & Gabbana hannaði jakka- föt ítalska liðsins, og hefur séð um það síðan 2006. Dolce & Gabbana-tískuhúsið er þekkt fyr- ir vönduð snið, kynþokka og fágun. Ítalía sló í gegn með sér- hönnuðum jakkafötum í dökk- bláum lit úr fíngerðri, léttri ull. Jakkafötin eru tvíhneppt með dökkbláum hnöppum og stungin að innanverðu í bláum lit liðsins. Á bindinu, sem var hannað með það í huga að heiðra Ítalíu og ítalskan stíl, má sjá liti ítalska fánans við miðju. „Fótbolta- mennirnir túlka hugmynd okkar um fegurð,“ sagði Domenico Dolce annar hönnuða Dolce & Gabbana. Það var því heldur betur stigsmunur á jakkafötum breska liðsins og þess ítalska, þar sem ódýra breska verslana- keðjan Marks & Spencer hann- aði jakkaföt breska liðsins. Jakkafötin samanstanda af bux- um, vesti og jakka í gráum lit úr ullar- og mohair-blöndu. Leikmennirnir eru eins og gefur að skilja miklar fyrirmyndir um heiminn og eru jakkafötin í þann mund að seljast upp enda verðið á þeim í heild einungis 50.785 krónur. HEIMSMEISTARAKEPPNIN HÓFST Í VIKUNNI SEM LEIÐ OG HEFUR LÍKLEGAST EKKI FARIÐ FRAMHJÁ NEINUM. FYRIR KEPPNINA SKARTA LEIKMENN SÍNU FEGURSTA, EN JAKKAFÖT LEIKMANNA UTAN VALLAR HAFA VAKIÐ ATHYGLI ENDA ÓLÍK Á MARGAN HÁTT. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Steven Gerrard leikmaður Eng- lands. Ítalska liðið þykir bæði sjarmerandi og töff í Dolce & Gabbana. JAKKAFÖT LEIKMANNA VEKJA ATHYGLI Ítalski lands- liðsmaðurinn Mario Balotelli. Frá kynn- ingu jakka- fatanna. 15.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS …OGÞÚVELURLENGRI LEIÐINAHEIM. HENTAR MJÖG VEL FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR ÞAR SEM „MICRO“ FJAÐRANDI STELLIÐ ÉTUR Í SIG GRÓFA MALBIKIÐ OG GERIR HJÓLAFERÐINA ENN ÞÆGILEGRI ÞÚ NÝTUR ÞESS AÐ MOKA INN KÍLÓMETRUNUM Á CANNONDALE SYNAPSE. 229.900.- Ítalska landsliðið situr fyrir fyrir ljósmyndara sem tóku á móti þeim í Brasilíu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.