Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Side 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Side 53
R ústirnar af Eden eru ekki lengur dauflegar á að líta. Þvert á móti bjóða þær nú þeim sem þar eiga leið framhjá inn í ævintýraheim myndlistarmannsins Örvars Ár- dal Árnasonar, sem vinnur alla daga langt fram á nótt við að þekja rústirnar með list sinni. „Ég hef málað síðan ég var mjög ungur, kannski tíu eða ellefu ára,“ segir Örvar, sem haldið hefur fjórtán myndlistarsýningar. „Hveragerðisbær kom að máli við mig fyrir nokkru og bað mig að skreyta rústirnar af Eden. Ég tók vel í það en náði ekki að mála nema tvo veggi þá. Fyrir stuttu tók ég síðan til við að klára verkið, sem verður fullunnið í tæka tíð fyrir sýninguna „Blóm í bæ“ sem haldin verður hér í Hveragerði seinna í sumar.“ Listaverkin á rústunum eru mjög fjölbreytt en þar gefur m.a. að líta ýmsar þekktar per- sónur, jafnt úr þessum heimi sem öðrum. Að- spurður hvaðan hann fái innblástur segist hann fyrst og fremst sækja hann til sjálfs sín. „Ég ákvað strax þegar ég hófst handa við þetta að mála fyrir sjálfan mig. Það hefur síð- an viljað svo vel til að flestir aðrir virðast kunna að meta þetta líka,“ segir Örvar. „Einn veggur verður tileinkaður íslensku pönki, ég er búinn að rissa þær myndir upp. Batman er þarna líka og Gollum úr sögum Tolkiens. Síð- an verða ýmis þemu hér og þar, t.d. vík- ingaþema. Upphaflega áttu allar myndirnar að snúast um Adam og Evu, í tengslum við Eden, en ég hvarf frá þeirri hugmynd. Þau eru þó einn hluti verksins og í þeim hluta er einnig mynd af Braga Einarssyni, sem átti Eden og lést árið 2006. Þannig vildi ég heiðra minningu hans.“ Örvar segist mála svo til allt sem komi upp í kollinn og stundum sjái hann fyrir sér á hvaða vegg verkin eigi að fara. „Þetta eru mikið til fantasíumyndir en ekki eingöngu. Pólitíkin er inni í þessu líka og svo hef ég ver- ið að prófa þrívíddartækni en þannig hef ég ekki málað áður. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta endar, ég veit það varla sjálfur fyrr en verkinu lýkur. Þetta breytist frá degi til dags. Á einum veggnum eru síðan þrír tón- listarmenn, Rúnar Júlíusson, Páll Óskar og Malcolm McLaren. Þessir þrír eiga það sam- eiginlegt, að mínum dómi, að vera svolítið öðruvísi en allir hinir. Mér finnst þeir oft ekki hafa verið metnir til fullnustu,“ segir Örvar. Hann er uppalinn í Hveragerði, flutti í burtu en er nýfluttur þangað aftur og segir að sér líði vel í Eden. „Ég vann í Eden í nokkur ár og hélt þar sýningu, þannig að ég þekkti stað- inn vel. Ég vinn að verkunum fram yfir mið- nætti á hverju kvöldi, nýti birtuna. Hér er góður andi,“ segir Örvar. Gollum úr sögum Tolkiens er jafnan súr á svip. MYNDLISTARMAÐURINN ÖRVAR ÁRDAL ÁRNASON VINNUR LANGT FRAM Á BJARTAR NÆTUR VIÐ AÐ MÁLA FANTASÍUMYNDIR SÍNAR Á RÚSTIRNAR AF EDEN Í HVERAGERÐI. HANN ER FÆDDUR Á ÍSAFIRÐI EN UPPALINN Í HVERAGERÐI OG ÞVÍ EKKI ALLS ÓKUNNUGUR EDEN. Texti: Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Ljósmyndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Ævintýri á rúst- unum af Eden Verk Örvars eru pólitísk að nokkru leyti. Örvar Árdal Árnason við verk sín í Hveragerði. Listamaðurinn að störfum. Rúnar Júlíusson, Páll Óskar og Malcolm McLaren. * Það verður spenn-andi að sjá hvernigþetta endar, ég veit það varla sjálfur fyrr en verk- inu lýkur. Þetta breytist frá degi til dags. 15.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.