Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Side 18
Ferðalög og flakk Morgunblaðið/Ómar *Brátt þurfa bjórþyrstir sólarunnendur ekki aðhafa áhyggjur af því að verða að drekka bjór ískugga eða leita lengi að bar sem sólin skín á.Netfyrirtækið Poke í London vinnur nú aðgerð smáforritsins Sólarkrúsir [e. Pints in theSun]. Ætlunin er að fólk geti leitað að til-teknum bar eða látið forritið finna bar í ná- grenninu þar sem sólin skín heppilega með til- liti til þess að sitja úti. Bjart hjá ölþyrstum Ár hvert er haldin í Leipzig yfir hvítasunnuhelgina svokölluð Wave-Gotik- hátíð, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Þar hittist fólk í viktoríönskum síðkjólum og göddóttum leðurfrökkum, með pípuhatt, ólar og í rifnum sokkabuxum og nýtur ýmissa menningarviðburða, s.s. þunga- rokkstónleika og ljóðaupplesturs. Það bregst þó ekki að á sama tíma ganga fyrstu hitabylgjurnar yfir Þýskaland, hinum svartklæddu og fölu gestum hátíðarinnar til mikillar mæðu. Við gerðumst ekki svo djörf að klæða okkur upp á og taka þátt í hátíðinni, heldur létum okkur nægja að rölta í gegnum miðbæinn og berja búningana augum. Næst skelltum við okkur á flóamarkað á gamalli hestaveðhlaupabraut og keyptum tvær dósir undir jólasmákökur, enda orðið löngu tímabært að hefja baksturinn. Við enduðum síðan daginn í bjórgarði þar sem við svöluðum þorsta okkar í kvöldsólinni. Bestu kveðjur, Bergdís, Jakob & Karl Marx Horft til framtíðar við risastóran minnisvarða um Karl Marx, sem áður hékk utan á háskólanum í Leipzig. Fatahönnuðurinn Bergdís á kaffi- húsi í Leipzig. Gotnesk hvítasunna í Leipzig Eðlisfræðingurinn Jakob í austur- þýskri blíðu. PÓSTKORT FRÁ ÞÝSKALANDI E l Retiro er einn af stærstu almenningsgörð- unum í Madríd. Hann var í eigu spænsku konungs- fjölskyldunnar fram til 19. aldar en þá var hann opnaður almenn- ingi. Fullu nafni nefnist garður- inn Parque del Buen Retiro, eða Garður hins snotra athvarfs, og óhætt er að segja að hann beri nafn með rentu enda er hann fallegur griðastaður í hjarta mið- borgarinnar þar sem íbúar og ferðamenn spássera milli trjánna eða tylla sér á trébekk og kasta mæðinni. Retiro er 1,4 ferkíló- metrar að stærð og er á jaðri miðborgarsvæðisins til austurs, skammt frá hinu sögufræga Prado-listasafni. Séður að ofan er garðurinn eins og grænt frímerki sem einhver hefur þrýst ofan á miðja borgina. Fagrir tennisvellir í skjóli náttúrunnar Retiro er afar fallegur garður og þar er að finna magnaðar styttur og gosbrunna á hverju horni. Götulistamenn sýna fjölbreyttar kúnstir og fólk slakar á í skugg- anum undir sólhlífum kaffihúsa, dreypir á hrímuðum vatns- flöskum. Í garðinum miðjum er að finna huggulega tjörn og við hana er glæsilegur minnisvarði um konunginn Alfonso XII. Á tröppum minnisvarðans baðar fólk sig í sólinni, biður næsta mann um eld og hugleiðir tilveruna. Á tjörninni leigja margir sér árabát og fara í rómantíska siglingu. Minnisvarði Alfonso XII. er ram- maður inn af þremur breiðum göngustígum sem nefnast Paseo Columbia, Paseo Nicaragua og Paseo Venezuela. Í Retiro er ekki óalgengt að sjá eldri borgara ræðast við á trébekkjum eða spila teningaspil. Karlarnir í stuttermaskyrtum og vönduðum mokkasínum úr leðri, oftar en ekki með logandi sígar- ettu í munnvikinu. Konurnar í litríkum kjólum með skartgripi sem leiftra í sólskininu. Líkt og í öðrum almenningsgörðum heims- ins liggur fólk í faðmlögum á út- breiddum teppum eða í skugga trjáa. Retiro hýsir jafnframt feg- urstu almenningstennisvelli sem blaðamaður hefur séð með eigin augum. Að gefa upp í sólinni í hjarta garðsins, með einkennandi takt íþróttarinnar ómandi á völl- unum í kring, og fylgjast með boltanum þjóta yfir heiðblátt undirlagið, umkringdur háum trjám og náttúrukyrrð, er ógleymanleg lífsreynsla. Ljósmynd/Carlos Delgado EL RETIRO VARÐVEITIR FEGURÐ SPÁNAR Náttúran í miðborginni Í ALMENNINGSGARÐINUM RETIRO Í MIÐBORG MADRÍDAR RÓA ELSKENDUR ÁRABÁTUM Á TJÖRN, ÍBÚAR DRAGA ANDANN DJÚPT UNDIR SÓLHLÍFUM OG TENNISLEIKARAR SKIPTAST Á HÖGGUM Í SKJÓLI TRJÁNNA. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Minnisvarðinn um Alfonso XII. Spánarkonung er glæsilegt mannvirki, reist árið 1922. Á tröppunum fyrir framan er kjörið að slaka á og njóta út- sýnisins, fylgjast með árabátunum líða yfir lygna tjörnina. Retiro var í eigu spænsku konungsfjölskyldunnar en var opnaður almenningi á 19. öld.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.