Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Page 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Page 27
22.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Soffía hefur alltaf haft áhuga á að skreyta og breyta í kringum sig. „Ég byrjaði með bloggið árið 2010 þegar ég var í fæðingarorlofi með strákinn minn. Stelpurnar sem ég vann með voru þá svo spenntar að fylgjast með mér gera upp barnaherbergið,“ segir Soffía. „Þetta var fljótt að vinda upp á sig, í dag á síðan um 8.000 fylgjendur á Facebook.“ Soffía hefur gaman af því að gera upp gamla hluti og gefa þeim nýtt hlutverk. „Oftast eru það hlutirnir sem ég finn sem gefa mér innblástur. Ég er ekkert endilega að leita að einhverju sérstöku, stund- um sé ég til dæmis ostabakka með glerloki og kertastjaka sem biðja hreinlega um að fá að vera límdir saman og þá er kominn kökud- iskur,“ útskýrir Soffía, sem fær einnig innblástur frá erlendum bókum og tímaritum. „Það er svo margt sem ég held upp á,“ segir Soffía spurð því hverjar séu uppá- halds endurbætur hennar á heim- ilinu. „Eitt af því nýjasta sem ég tók mér fyrir hendur var að gera upp dúkkukofa úti í garði fyrir börnin mín, hann er í miklu uppá- haldi.“ Blogg Soffíu má finna á slóðinni www.skreytumhus.is, þar geta lesendur fylgst með þeim verkefnum sem Soffía vinnur að. Dúkkukofi sem nýr SOFFÍA DÖGG GARÐARSDÓTTIR HELDUR ÚTI BLOGGINU SKREYTUM HÚS, EN Á ÞVÍ MÁ FINNA FALLEGAR MYNDIR OG LEIÐBEININGAR UM ÝMIS VERKEFNI FYRIR HEIMILIÐ. Soffía gerði nýverið upp gamlan kofa í garðinum hjá sér. Útkoman (til hægri) er notalegur og smekklegur dúkkukofi sem börnin hennar hafa gaman af. Soffía Dögg Garðarsdóttir Með hlýnandi veðri fara lands- menn að hjóla í auknum mæli. Það er vissulega mikilvægt að vera með réttan öryggisbúnað þegar hjólað er og ekki er verra ef sá búnaður er smart. Í hjólreiða- versluninni Berlin sem er á Snorrabraut 56 má finna fallegan hjólabúnað sem tryggir öryggi og þægindi. Litríkir hjálmar, vandaðir leðurhanskar og hentugar körfur er eitthvað af því sem finna má í versluninni ásamt klassískum hjól- um. Vöruúrvalið í Berlin er breitt og ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Það er því óþarfi að vera púkó þegar ferðast er á milli staða í sumar. Þessi litríki og skemmtilegi hjálmur er frá þýska framleiðandanum Melon. HJÓLAÐ MEÐ STÆL Hjólatískan Er kominn tími til að fríska upp á heimilið? Þá er tilvalið að nýta gula litinn, sem sérfræðingar telja auka bjartsýni, orku og sjálfstraust ásamt því að örva minni og sköp- unargáfu. Þá er mikilvægt að velja rétta tóninn sem hentar hverju rými fyrir sig. Ljósgulur hefur ró- andi áhrif, dökkgulur gefur heim- ilinu fágað yfirbragð og skærgulur gefur frá sér birtu og hentar vel í lítil og gluggalaus rými. Þá er ekki nauðsynlegt að mála heilu veggina gula því gulur litur kemur einnig vel út á mublum og aukahlutum, svo sem púðum og gluggatjöldum. Gul- ur er vinalegur litur sem býður fólk velkomið. Þessi flotti stóll gleður augað og lífgar upp á heimilið. Hann fæst í Ilva. LÍFGAÐ UPP Á HEIMILIÐ Gulur gleður Ertu að gera upp ga malt hús? Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 VIÐ BYGGJUM Á LANGRI HEFÐ Líttu við – sjón er sögu ríkari Eigum úrval af alls kyns járnvöru. Hurðahúnar, glugga- og hurðalamir, stormjárn, læsingar, útiljós o.fl. Sérpöntunarþjónusta á hurðarhúnum, raflagnaefni o.fl.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.