Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Síða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Síða 33
22.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 1 dós kjúklingabaunir 1-2 hvítlauksrif safi úr heilli sítrónu 1 tsk. paprikuduft 1 tsk. cumminduft salt og chiliflögur ólífuolía eftir þörfum Blandið kjúklingabaunum, hvítlauk og 1/2 bolla ólífuolíu saman í matvinnsluvél. Hrærið kröftuglega. Bætið kryddi og sítrónusafa saman við. Ólífu- olíu bætt við eftir þörfum. Saltið eftir smekk, setjið í skál og hellið góðri ólífuolíu yfir og stráið loks chiliflögum yfir. Berið fram með góðu brauði. Hummus Morgunblaðið/Styrmir Kári Gestir frá vinstri: Íris Arna Jóhannsdóttir, Katla Ýr Peters, Anna Schalk, Hrafnar Kaaber, Sóley Tómasdóttir, Kristbjörg Edda Jó- hannsdóttir, Erna Kaab- er sjálf, Halldóra Guð- mundsdóttir og Margrét Klara Kaaber. Mangósalat 1 búnt spínat 1 óþroskað mangó 1 rauð paprika 1 búnt vorlaukur ristaðar kókosflögur 1 1/2 dl ólífuolía safi úr 1/2 sítrónu og börkur salt og svartur pipar 1 góður þumall engifer Setjið spínat í skál, skerið vorlauk fínt og stráið yfir. Skerið mangó og papriku þunnt og setjið yfir. Afhýðið engiferbút og setjið í blandara. Bæt- ið olíunni og sítrónu saman við og hrærið kröftuglega. Bragðbætið með salti og pipar. Hellið engiferv- ínagrettu yfir salatið og hellið rist- uðum kókosflögum yfir. Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extraminnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. 1 kg epli sneidd 1 1/2 tsk. kanill 65 g möndlumjöl 45 g smjör 50 g sykur kanilsykur eftir smekk Sneiðið eplin og sjóðið nið- ur í vatni og kanil í um það bil 15 mínútur. Nuddið saman möndlumjöli og smjöri og bætið þá sykrinum saman við. Setjið eplablönduna í formin og stráið mjölblöndunni yfir. Hellið smá kanilsykri ofan á. Bakið í ofni við 180°C í um það bil 45 mínútur eða þar til að toppurinn er gullbrúnn. Gott að bera fram með ís eða rjóma. Eplabökur 75 g sykur 75 g púðursykur 2 stór egg 125 g brætt smjör (kælt örlítið) 2-3 stórir þroskaðir bananar, stappaðir 175 g glúteinfrí hveitiblanda 2 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. matarsódi 1/2 tsk. salt 1 tsk. kanill 2 tsk. vanilludropar Hitið ofninn í 175°C. Hrærið sykri og eggjum saman við, bætið bræddu smjöri út í og loks stöpp- uðum banönum. Blandið þurrefnum saman í skál og setjið svo blautefnið út í en gott er að setja til skiptis hluta af þurrblöndu og hluta af blautblöndu og blanda vel á meðan og skafa vel niður á milli. Bætið van- illudropunum saman við, setjið í vel smurt form og bakið í 45 mínútur. Berið fram með hreinu smjöri. Bananabrauð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.