Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Side 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Side 36
RÉTTU AUKAHLUTIRNIR GETA GERT HM AÐ MIKLU SKEMMTILEGRI VIÐBURÐI. HINN FRJÁLSI MARKAÐUR ER BOÐINN OG BÚINN AÐ HJÁLPA KNATTSPYRNUUNNENDUM AÐ FÁ SEM MEST ÚT ÚR LÍFLEGUM STUNDUM FYRIR FRAMAN SJÓNVARPSSKJÁINN. HVORT SEM STENDUR TIL AÐ HALDA VEGLEGA HM VEISLU FYRIR VINI OG NÁGRANNA EÐA GERA STOFUKRÓKINN AÐ LITLU HELGISKRÍNI TILEINKUÐU MESSI, NÚ EÐA BARA LÁTA FARA VEL UM SIG Í MAKINDUM OG LÚXUS; ÞÁ ER FRAM- BOÐIÐ NÁNAST ENDALAUST AF SKEMMTILEGUM VARNINGI SEM SETUR PUNKTINN YFIR I-IÐ. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is BOLTINN Á milli leikja er ekki úr vegi að reyna að bæta eigin frammistöðu í íþróttinni. Hver veit nema að með nægilega ströngum æfingum geti áhorfandinn í ár verið kominn á verðlaunapall í Rússlandi árið 2018. Snjallboltinn frá Adidas kemur þar til bjargar. Adidas Micoach Smart Soccer Ball heitir græjan á frum- málinu og er boltinn hlaðinn rafrænum skynjurum í bak og fyrir, og tengist beint við farsíma gegnum snjallforritt. Á forritið að gefa ítarlegt yfirlit yfir knatt- spyrnutækni þess sem notar bolt- ann og hjálpað til við að laga allt frá því hvar og hvernig fóturinn lendir á boltanum yfir í hversu kröftuglega og nákvæmlega er sparkað. Í snjall- símaforritinu eru þjálfunarpró- grömm sem eiga að kenna notand- anum að gera allskonar kúnstir með knöttinn sem alla jafna eru ekki á færi nema þeirra allra snjöllustu. ALLT SEM ÞARF FYRIR BOLTAVEISLU Nokkrir ómissandi hlutir fyrir HM VEISLA Fátt er betra í lífinu en að gæða sér á safaríkri grillsteik með leiknum. HM er upplagt tilefni til að taka fram grillið, efna til veislu, gera kolin klár og leyfa ilminum af ómótstæðilegum steikunum liðast um allt hverfið. Bara ekki klikka á því að hafa allar tímasetningar réttar svo kjötið sé tilbúið þegar leikurinn hefst. Enginn vill þurfa að standa vaktina við grillið úti á palli eða svölunum og missa af marki. Kolag- rillin frá Weber þykja ekkert slor, og erfitt að klúðra matseldinni t.d. með Weber One-Touch. FORRITIÐ HM 2014 er væntanlega fyrsta heimsmeistarmaótið sem er almennilega snjallsímavætt. Fifa hefur látið svo lítið að útbúa nokkur snjallsímaforrit fyrir hátiðina, fyrir bæði iPhone og Android síma. Þeirra fremst er FIFA Official App sem á að gera það auðvelt að fylgjast með framvindu keppninnar og niðurstöðu einstakra leikja. Einnig er hægt að spila leiki í gegnum appið, taka þátt í kosningu um besta leikmann hvers leiks, og skoða ítarupplýsingar um lið og leikmenn. HÁSKERPA Ekki má vanta gott og stórt sjónvarp til að geta séð hvert minnsta smáatriði á vellinum. Fyrst ekki er hægt að fljúga á staðinn og kaupa sæti á besta stað er jú eins gott að sjónvarpið skili leiknum vel. Knattspyrnuunnendur með tækjadellu ættu t.d. að skoða KDL-65X9005B sjónvarpið frá Sony sem vöru- dómavefurinn Trustedreviews.com hefur valið besta 4K háskerpusjónvarpið fyrir árið 2014. Skjárinn er 65 tommur á breidd, eða um 1,65 metrar frá SV-horninu upp í NA-hornið, svo ekki má veggplássið vanta. Verst, reyndar, að leikirnir á HM í ár verða ekki sendir út í háskerpu. Sony mun hins vegar taka þrjá leiki upp í háskerpu og nota upptökurnar í heimildarmynd um mótið. EINKENNISBÚNINGUR Það má ekki leika minnsti vafi á því hver heldur með hvaða liði. Fótboltat- reyjur landsliðanna seljast eins og heitar lummur fyrir heimsmeistarakeppnina og gera sjónvarpsgláparana heima í stofu ögn íþróttamannslegri með snakkpokann í fanginu. Stóra spurningin er bara hvort velja á aðal- treyjuna eða aukatreyjuna. Á að kaupa hvítu ensku að- altreyjuna, eða þá rauðu? Er málið að klæðast klassíska blá-hvíta búningi Argentínumanna eða dökkbláau auka- treyjunni? Eins og allir síðan vita þá er Fifa fjársvelt stofnun sem þarf á allri þeirri aðstoð að halda sem í boði er. Þess vegna kaupa hreinræktaðir stuðningsmenn aðeins vott- aðan Fifa-varning, t.d. úr netversluninni store.fifa.com. Græjur og tækni Fylgst með umferð og veðri *Þeir sem hyggjast ferðast um landið í sumarættu að kynna sér smáforrit sem heitir Web-cam Iceland. Forritið tengist 103 myndavélumog hafa notendur val um að skoða vef- eða um-ferðarmyndavélar. Viðmót forritsins er þægilegtog gerir notendum m.a. kleift að fylgjast meðumferðinni og veðrinu á einfaldan hátt. Web- cam Iceland er fáanlegt fyrir 1,24 dollara, eða 141 krónu, í vefverslun iTunes.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.