Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Síða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.6. 2014 Græjur og tækni Klæðanleg tækni fyrir gæludýrin Samkvæmt skýrslu frá IDTechEx er búist við að klæð- anleg tækni fyrir gæludýr verði orðinn að tveggja millj- arða dollara atvinnugrein eftir einungis 10 ár. Tæknin er enn á frumstigi en þó er hægt að fá skynjara sem lætur eigandannvita hvernig dýrunum líður og hvað þau séu að gera meðan eigandinn sinnir vinnu. É g áætla svo að fyrst XL vill ekki skrifa undir þessa nýju skilmála verði öllum listamönnum útgáfunnar úthýst frá síðunni,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar. Myndskeiðavefurinn YouTube, sem er í eigu Google, mun taka stakkaskiptum á næstu dögum og verða líkari tónlist- arveitum eins og Spotify, Beats Music eða Amazon Prime Music þar sem notendur greiða mánaðargjald til að hlusta á tónlist sem er inni á síðunni. Með þessu fyrirkomulagi geta notendur sloppið við að horfa á auglýsingar fyrir myndskeið og á að vera hægt að hlusta og horfa á myndböndin í síma, tölvu eða spjaldtölvu og jafnvel án nettengingar. XL Recordings, sem gefur út Sigur Rós, Adele, Jack White, Radiohead, The xx og Vampire Weekend svo fáein bönd séu nefnd, er eitt fárra sem ekki vill skrifa undir þessa nýju skilmála því samkvæmt viðtali við Robert Kyncl, viðskiptastjóra YouTube, í Financial Times hafa 95% allra plötufyrirtækja skrifað undir nýju skil- málana, meðal annars risarnir þrír Univer- sal, Sony og Warner Music Group. Snýst um lægri stefgjöld Þau fimm prósent sem hafa ekki skrifað undir eru óháð hljómplötufyrirtæki. Samkvæmt heimildum Billboard snýst deilan um að Youtube er að bjóða lægri stefgjöld en áður og að minni útgáfufyritækin fái minna í sinn hlut en þau stóru. Hótunin að myndbönd listamanna verði svo tekin af síðunni hefur hleypt illu blóði í óháðu útgáfufyrirtækin. You- tube greiðir hundruð milljóna dollara í stefgjöld á ári til listamanna. Alison Wenham, sem stýrir World- wide Independent Network, sem er eins konar regnhlífarsamtök yfir óháðu útgáfurnar, sagði í samtali við BBC að You- Tube væri að gera gríðarleg mistök og ekki að lesa rétt í markaðinn. „Við höfum reynt og erum öll af vilja gerð að hjálpa You- Tube að skilja hversu mikilvægt það er fyrir hvaða tónlistarveitu sem er að hafa gott samstarf við óháðu útgáfufyrirtækin. Það á ekki að vanmeta okkur þó að við séum lítil,“ sagði Wenham og bætti við. „Ef áskrifendur YouTube fá ekki aðgang að óháðri og sjálfstæðri tónlist er þetta dæmt að mistakast. Meirihlutinn af okkar félagsfólki er vonsvikinn með þá vanvirðingu og skiln- ingsleysi sem YouTube hefur sýnt okkur.“ Lítið heyrist frá risanum Samkvæmt Businessweek munu sjálfstæðu plötufyr- irtækin enn vera að bíða eftir betra tilboði frá Google, eig- anda YouTube. Enn er ekki vitað hvort You- Tube muni fjarlæga myndbönd þessa listamanna alveg eða þau verði útilokuð frá þeim pakka sem vefsíðan mun byrja að bjóða upp á innan skamms. Lítið hefur heyrst frá Google nema þau orð við- skiptastjórans að þessi nýja þjón- usta muni taka gildi á næstu dög- um. XL RECORDINGS, SEM GEFUR ÚT SIGUR RÓS, ER EITT ÞEIRRA FYRIRTÆKJA SEM HAFA NEITAÐ AÐ SKRIFA UNDIR NÝJA SKILMÁLA MYNDSKEIÐA- SÍÐUNNAR YOUTUBE OG VERÐA LISTAMENN ÚTGÁF- UNNAR FJARLÆGÐIR AF SÍÐUNNI. ADELE, RADIOHEAD OG JACK WHITE MUNU ÞVÍ HLJÓMA EINHVERS STAÐAR ANNARS STAÐAR EN Á YOUTUBE. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Það getur verið notalegt að hlusta á Adele. Tónar Sigur Rósar fjarlægðir af YouTube Tom Yorke, söngvari Radiohead. Efni frá Sigur Rós og útgáfu- fyriræki þeirra verður tekið af Youtube náist ekki samningar. AFP Í Sádi-Arabíu eru uppi plön að byggja hæstu byggingu heims sem mun heita Kingdom Tower. Mun turninn standa einn kílómetra upp í loftið. Burj Khalifa er hæsta bygging heims í dag, rúmir 830 metrar. Prinsinn Alwaleed Bin Talal Bin Abdulaziz Alsaud valdi finnska fyrirtækið Kone til að sjá turninum fyrir 65 lyftum og segist hönnunardeild Kone fundið upp nýja aðferð til að hífa fólk upp í hæstu hæðir. Alls verða 157 hæðir á turn- inum og útsýnispallur í 610 metra hæð. Þangað mun lyfta frá Kone hífa upp fólk sem vill njóta útsýnisins og mun hún ferðast 12,5 metra á sekúndu eða 750 metra á mínútu sem slagar upp í eina hraðskreiðustu lyftu heims. Hraðskreið- asta lyfta heims er núna í Taipei 101 turninum í Taiwan. Búist er við að turninn verði tekinn í notkun 2018 en hann mun kosta 1,2 milljarða dollara. Prinsinn ætti ekki að vera í vandræðum með þá upphæð en hann er talinn eiga 34 milljarða dollaraað sögn Forbes-tímaritsins. Hratt upp í hæstu hæðir LYFTA Í TURNINUM KINGDOM TOWER Í SÁDI-ARABÍU, SEM STANDA MUN ÞÚSUND METRA UPP Í LOFTIÐ ÞEGAR HANN VERÐ- UR FULLKLÁRAÐUR, MUN LYFTA FÓLKI UPP UM 12,5 METRA Á SEKÚNDU. Teikning af turninum í Sádi-Arabíu sem kallast King- dom Tower. Hann mun ná þúsund metra upp í loftið og skarta lyftum frá Finnlandi. Ódýrt: Logitech Verð: 19.990 krónur Aðeins um: Hátalarakerfi með djúpum bassa og 360° hljóði. RCA og 3.5 mm jack tengi Fæst í: Tölvulistanum Miðlungs: Harman Kardon Verð: 43.990 krónur Aðeins um: Hátalarakerfi með innbyggðum 40 watta magnara. Fjölnota kerfi fyrir tölvur, MP3, geislaspilara og fleira. Fæst í: Sjónvarpsmiðstöðinni Dýrt: LG Verð: 149.995 krónur Aðeins um: 430 watta 2.1 heimabíó. 3D Blu-ray spilari, þráðlaust bassabox, WiFi og Bluetooth og margt fleira. Fæst í: Elko ÓDÝRT, MIÐLUNGS OG DÝRT 2.1 hátalarakerfi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.