Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Side 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Side 39
Það er ekkert grín að vera í miðri geimgöngu og klæja í nefið. Verkfræðingar bandarísku geim- ferðarstofnunarinnar, NASA, hafa verið þekktir í gegnum tíðina fyrir að leysa allskonar vandamál sem voru talin óleysanleg. Þegar kom í ljós að geimfara í geimgöngu klæj- aði í nefið þá fundu verkfræðing- arnir það út að besta leiðin til að klóra þeim væri að setja hrjúfa hlutann af franska rennilásnum innan í geimhjálmana. Það er nefnilega hægara sagt en gert að opna hjálminn í miðri geimgöngu og klóra sér. Franskur rennilás var fundinn upp af Svisslendingum George de Mest- ral 1948. Í fyrstu var hlegið að hug- mynd hans en í dag notar fjöldi jarðarbúa franskan rennilás í ein- hverjum mæli. Hann er einnig not- aður mikið utan jarðkringlunnar. NASA nýtir sér franska rennilás- inn og eru geimferjur NASA sem og alþjóða geimstöðin til dæmis með mikið magn af frönskum rennilás. Það er gott að geta fest hluti við vegginn í þyngdarleysi. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Franskur rennilás í geimnum The Plus Fours Routefinder var eitt fyrsta GPS tækið sem kom á markað en það kom í búðarhillur árið 1920. Tækið var í líki úrs og átti notandinn að bera það á úlnliðnum og fletta kortunum handvirkt. Kortin komu í skrunum og voru prentuð á ull. Stafirnir voru örlitlir en glerið í úrinu stækkaði þá upp og því var hægt að hafa miklar upplýsingar á skjánum. Hvert ætti að beygja, hvað væri langt í næstu bensínstöð og svo framvegis. Tækið var gert í Englandi en ekki er vitað hver fann það upp eða hver átti hugmyndina. Það náði aldrei neinum vinsældum, trúlega vegna þess að það voru ekki sérstaklega margir bílar eða mótorhjól til á þessum tíma og þar með ekki margir kaupendur. The Plus Fours Routefinder er til sýnis í Business and IP Center á British Library í London en GPS úrið þar er í einkaeigu safn- ara. Simon Jansen, frá Nýja-Sjálandi, sá frum- gerðina á safninu árið 2012 og ákvað að gera sína eigin útgáfu af tækinu og notaði hann leiðbeiningar frá Google Maps kortunum til að leiðbeina sér frá stað A til B. Sagði Jansen að kortið og uppfinningin hefði svínvirkað. Hann villtist allavega ekki. GAMLA GRÆJAN Eitt fyrsta GPS tækið 22.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Það er ekki séns að við hefðum getað stofnaðCCP ef við hefðum ekki unnið hjá OZ áður.Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP Vinna við að endurreisa Polaroid nafnið hef- ur verið löng og ströng en í sumarbyrjun kynnti fyrirtækið nýja íþróttamyndavél sem þeir kalla C3. Mun hún koma í búðir í haust og er áætlað að verðið verði í kringum 100 dollara eða rúmlega 12 þúsund krónur. C3 vélin er 35 millimetra teningur sem álíka stórt og lokið á yfirstrikunarpenna. Hún verður útbúinn 120 gráða gleiðlinsu og getur tekið upp bæði myndbönd og myndir. Myndavélin er 5 megapixla og getur hún skilað 1280x720 HD myndbandi heim í stofu. Hún verður vatnsheld niður að tveim- ur metrum og með míkrófóni og LED ljósi til að hægt sé að sjá í myrkri. Hægt verður að setja allt að 32 gígabæta minniskort í vélina en henni mun fylgja tveggja mega- bæta minniskort. Vélin er sett til höfuðs öðrum litlum myndavélum eins og GoPro, Sony Action eða Drift HD sem hafa verið mjög vinsælar. Sala á slíkum vélum jókst um 37% í Bandaríkjunum á síðasta ári en sérstaða Polaroid verður verðið. HÖNNUN OG UPPFINNINGAR Polaroid með endurkomu Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 12 - 16 | Sími 512 1300 iPadWiFi Verðfrá:49.990.- iPad3G/4G Verðfrá:79.990.-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.