Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Page 40
The Gentle- woman er eitt af eftirlæt- istímarit- um Borg- hildar. Hvar kaupir þú helst föt? Út um allt! Fallegustu flíkurnar mínar koma þó flestar úr elsku Kiosk. Ég fer t.d. í secondhand búðir eins og Spúútnik, Nostalgíu, Fatamarkaðinn á Hlemmi, Kolaportið og Rauða krossinn. Hér eru líka frábærar búðir eins og Gloria, Aftur, Jör, Ella, GK Reykjavík, Einvera og KronKron. Erlendis fer ég beinustu leið í Cos og reyni að sniðganga búðir þar sem glænýjar vörur eru svo ódýrar að hægt er að stóla á að einhverskonar þrældómur hafi komið við sögu. Hver er þín tískufyrirmynd? Ég veit ekki með tísku-„fyrirmynd“ en ég kann vel að meta hvernig t.d. Ursina Gysi og Renata Molho klæða sig. Ég elska þegar fólk hefur sterkan persónulegan stíl og lætur sig tískustrauma lítið varða. Varðandi þær liðnu þá vil ég nefna Coco Chanel, Katherine Hepburn og æskuátrúnaðargoðið mitt – Elvis (kannski fyrir utan samfestingstímabilið). Hverju myndir þú aldrei klæðast? Þröngri, fleginni, glansandi glimmerflík úr gerviefni. Nema í einhverju rosa grínstuði kannski. Áttu flík sem þú klæðist heima en myndir aldrei fara í út úr húsi? Ég á einn virkilega óhuggulegan slopp sem ég er ekki svo spennt fyrir að spássera um í utandyra. Hann hefur þó fengið að dúsa inní skáp lengi því ég saumaði mér svo fínan silki-kimono. Hvað ætlarðu að fá þér fyrir sumarið? Ég fékk mér auðvitað nýja jersey-kjólinn frá Millu Snorrason og svo splæsti ég í Levi’s gallajakka úr Spúútnik. Held ég sé bara góð. Áttu flík sem þú tímir ekki að klæðast? Já, ég á dásamlegan Te-bol frá Eygló sem á að fara upp á vegg. Áttu þér uppáhalds flík? Falleg skinnhúfa sem ég erfði frá langömmusystur minni, sjálfri Millu Snorrason. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut mynd- irðu kaupa? Ef peningar væru alls ekkert vandamál þá myndi ég fjárfesta í magnaðri gönguferð um fjalllendi Perú, finna þar einhverja snilldar textílgerðarkonu í einu fjallaþorpinu og borga henni margfalt uppsett verð fyrir fínustu flíkina hennar. Hvert er þitt eftirlætis tísku-tímabil og hvers vegna? Þau hafa öll sinn sjarma en ég sæki mest innblástur í þriðja, fjórða og fimmta áratuginn þegar ég er að hanna. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Gæði og þægindi. Ég vil náttúruleg efni, snið sem henta mér og flíkur sem endast og eru klassískar en áhugaverðar. Svo elska ég fallega liti og vel hönnuð mynstur. Hvaða tískublöð/blogg eru í uppáhaldi? Gentlewoman, Lula, i-D, Cover og svo finnst mér Nýtt Líf vera orðið mjög flott. Tískubloggin sem ég skoða eru The Sar- torialist og Garance Doré en ég elska mest innanhússblogg eins og Idee Lifecycling og Freunde Von Freunden þar sem mað- ur fær að kíkja inn á heimili hjá smekklegu fólki. Borghildur hannar falleg föt undir merk- inu Milla Snorrason. Morgunblaðið/Styrmir Kári MYNDI BORGA MARGFALT VERÐ FYRIR FÍNUSTU FLÍKINA Klassískar en áhugaverðar flíkur BORGHILDUR GUNNARSDÓTTIR ER FATAHÖNNUÐURINN Á BAK VIÐ TÍSKUMERKIÐ MILLA SNORRASON. BORGHILDUR, SEM REKUR, ÁSAMT FLEIRUM, VERSLUNINA KIOSK, ELSKAR FALLEGA LITI OG VEL HÖNNUÐ MYNSTUR. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Spúútnik og aðrar „se- cond hand“ búðir verða oft fyrir valinu þegar kemur að fatakaupum. Morgunblaðið/Þorkell Tískumerkið Milla Snorra- son fæst í Kiosk á Laugavegi. Elvis Presley, átrúnaðargoð Borghildar úr æsku. Tíska L’Oréal kaupir NYX *Franski snyrtivörurisinn L’Oréal keypti í vikunni bandarískasnyrtivörumerkið NYX, Með þessu ætlar L’Oréal að dreifamerkinu betur í Bandaríkjunum enda NYX afar vinsælt vest-anhafs. NYX er þekkt fyrir að selja góðar vörur á mjög láguverði. Enn er óljóst hvað L’Oréal borgaði fyrir NYX.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.