Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Page 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Page 48
Konur til valda 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.6. 2014 K onur eru þjóðhöfð- ingjar og leiðtogar ríkisstjórna tvöfalt fleiri landa nú en um aldamót – árið 2000. Samt leiða konur innan við tíu pró- sent ríkja heims. Alþjóðaþingmannasambandið, IPU, gaf í mars út tölur um fjölda kvenna og karla í stjórnmálum í heiminum. Samkvæmt þeirri samantekt hafa aldrei verið fleiri konur á þingi og við völd í ríkjum heims en nú. Engu að síður er enn aðeins einn af hverjum fimm þing- mönnum í heiminum kona. Í níu af þeim tíu löndum þar sem konum hefur fjölgað hraðast í stjórn- málum hafa verið teknir upp ein- hvers konar kynjakvótar, sam- kvæmt Alþjóðaþingmannasam- bandinu. Kynjakvótar lykilþáttur í aukinni þátttöku kvenna Aukin stjórnmálaþátttaka kvenna sýnir sig um heim allan þótt víða gangi hægt að snúa við aldalangri einokun karla á stjórnmálum. Norðurlandaríkin hafa jafnan verið talin fara fremst í flokki hvað varðar kynjahlutföll og um alda- mótin, árið 2000, röðuðu þau sér í fimm af sex efstu sætum yfir þau ríki þar sem hlutfall þingmanna er jafnast. Nú komast aðeins tvö nor- ræn ríki á topp tíu lista yfir jafnast kynjahlutfall á þjóðþingi; önnur færast neðar. Kynjahlutfall þingmanna er einn af þeim mælikvörðum sem hægt er að nota til að skoða stjórnmála- þátttöku kvenna, þó að vissulega segi engin ein tala alla söguna. Aðalritari Alþjóðaþingmanna- sambandsins, Anders Johnsson, lét hafa eftir sér þegar tölfræði um stöðu kvenna í stjórnmálum var birt á ráðstefnu UN Women í mars síðastliðnum að tölurnar ætti að nota til að skoða stöðuna og sjá hve mikið verk væri enn eftir í því að tryggja jafnrétti í heiminum og auka stjórnmálaþátttöku kvenna. „Hverjar kosningar eru mikilvægt tækifæri til framfara í átt að auk- inni þátttöku kvenna sem kjósenda og frambjóðenda. Einn af lykil- þáttum (e. key strategies) til að auka hlut kvenna á þingi er notkun á sértækum aðgerðum á borð við kynjakvóta,“ sagði Johnsson. Kynjakvótar hafa verið umdeilt fyrirbæri á Vesturlöndum en eru þó í einhverjum mæli við lýði í mörgum löndum, meðal annars hér á landi en þá í formi svokallaðra fléttulista. Kynjakvótar eru í grófum drátt- um þrenns konar: 1. Lögbundið kynjahlutfall þingsæta. Þar sem lengst er geng- ið í því að jafna kynjahlutfall er farin sú leið að hafa frátekin sæti fyrir hvort kyn. Þá er kynjahlutfall á þingi beinlínis bundið í lög. Þessi leið er til dæmis farin í Rúanda, þar sem hlutfall kvenna á þingi er hæst í heiminum. Þar er lögbundið að hlutfall hvors kyns á þingi megi ekki fara undir 30%. Þessi tegund kynjakvóta, þ.e. að binda hlutfall hvors kyns eða fjölda sæta í lög, hefur einmitt verið farin í löndum þar sem mismunun er mikil, eins og í Afríkulöndum sunnan Sahara, Arabaríkjum og hluta af Asíu og Eyjaálfu. Þeir hafa nýst til að hraða því að konur komist að í stjórnmálum. 2. Lögbundnir kvótar á fram- boðslistum. Á Balkanskaga og í Suður-Ameríku er víða farin sú leið að binda í lög kynjahlutfall á framboðslistum. Stjórnmálaflokkar eru því skyldugir samkvæmt lög- um til að halda tilteknu hlutfalli kynjanna á framboðslistum áður en gengið er til kosninga. 3. Valkvæðir kynjakvótar stjórnmálaflokka. Alls notast 24 lönd af þeim 50 sem hafa hæst hlutfall kvenna á þingi í heiminum við kerfi sem byggir á því að þeir flokkar sem bjóða fram sjái um að hlutfall kynja haldist sem jafnast á sínum listum. Þessi leið kynjakvóta er til dæmis farin hér á landi. Ekki er því um eiginlegan lögbundinn kynjakvóta að ræða heldur eru flokkarnir eins konar hliðverðir jafnréttis og setja sjálfir sínar reglur um skiptingu á lista. Segja má að þessi leið sé sú „mýksta“ af þeim þremur, en hún hefur helst verið farin í þróuðum löndum. Kynjakvótar njóta nú almennt stuðnings alþjóðasamtaka eins og Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða- þingmannasambandsins. Það hefur sýnt sig að þeir gera sitt til að hraða þeirri þróun að jafna hlutfall karla og kvenna á þingi og í æðstu stöðum. Þeir hafa þó löngum verið umdeilt fyrirbæri, einkum í þróaðri hluta heimsins. Nokkur atriði eru talin hafa áhrif á það hversu vel kynjakvótar virka. Í fyrsta lagi þarf stefnan að vera skýr, þ.e. helstu stofnanir sam- félagsins verða að hafa það að sam- eiginlegu markmiði sínu að vilja auka hlut kvenna í stjórnmálum. Í öðru lagi leika stjórnmálaflokkar lykilhlutverk í innleiðingu kynja- kvóta, hvort sem þeir eru lögbundn- ir eða valkvæðir. Að lokum hefur verið bent á að kynjakvótar einir og sér dugi ekki nema þeim fylgi áætl- un til langs tíma um hvernig snúa megi aldalangri stjórnmálahefð þar sem karlar hafa verið nær einráðir til farsælli vegar. Ljóst er að seint verður algjör eining um það hvort og hvernig eigi að beita kynjakvótum til að auka þátt kvenna í stjórnmálum. Ef töl- urnar eru skoðaðar má hins vegar sjá að þótt árangur hafi náðst í aukinni þátttöku kvenna í stjórn- málum er staðan engu að síður sú að í 98,9% ríkja heims (191 af 193) sitja fleiri karlar á þingi en konur. 21. öldin er komin... en hvar eru konurnar? Á ÞJÓÐÞINGUM UM VÍÐA VERÖLD SITJA 34.922 KARLAR EN 9.811 KONUR. NORÐURLÖNDIN HAFA HÆST HLUTFALL KVENNA Á ÞINGI EN LÖND Í AFRÍKU HAFA TEKIÐ STÓR STÖKK Í ÁTT AÐ JAFNRÉTTI MEÐAL KARLA OG KVENNA Í STJÓRNMÁLUM Á 21. ÖLDINNI MEÐ KYNJAKVÓTUM. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Hvar stjórna konur? Árið 2000: Árið 2014: Þjóðhöfðingi er kona Leiðtogi ríkisstjórnar er kona Þjóðh. og leiðt. ríkisstj. kona/konur Þjóðhöfðingi er kona [ 9 af 1522) eða 5,9% ] Leiðtogi ríkis- stj. er kona [ 15 af 1933) eða 7,8% ] Þjóðh. og leiðt. ríkisstj. kona/konur [ Alls 9 af 1901) eða 4,7% ] Írland Panama Sri Lanka Lettland San Marínó Finnland Bangladess Nýja Sjáland 2000 1) Sjálfstæð lönd voru 190 árið 2000, skv. viðmiði Sameinuðu þjóðanna. 2) Af kjörnum þjóðhöfðingjum 3) Sjálfstæð lönd eru 193 árið 2014, skv. viðmiði Sameinuðu þjóðanna. Hlutfall kvenna á þingi (efri og neðri deild þar sem við á) 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Heims- meðaltal Norður- löndin Afríka sunnan Sahara Evrópa (m. Norðurl.) ArabalöndN- og S- Ameríka AsíaEvrópa (án Norðurl.) Eyjaálfa 2000 2014 13,4% 21,8% 38,3% 42,1% 15,2% 25,2% 15,2% 24,6% 13,4% 23,3% 11,7% 22,5% 14,2% 18,4% 3,5% 16,0% 13,5% 16,2%

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.