Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Page 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Page 50
Konur til valda 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.6. 2014 U ng að aldri áttaði hin norska Kristin Hetle sig á því að stelpur og strákar sætu ekki við sama borð á flestum sviðum. Meðvituð um um- hverfi sitt og hlutskipti fólks í lífinu var unglingsstúlkan afar ósátt við misrétti kynjanna, sem hún vildi breyta. Í dag er Kristin Hetle fram- kvæmdastýra UN Women í New York. Það var þó ekki endilega stefna hennar að starfa á slíkum vettvangi. „Frá unga aldri hef ég talið mál- efni sem þessi gríðarlega mikilvæg. Þetta var í kringum áttunda áratug síðustu aldar, um það leyti sem önn- ur bylgja femínismans flæddi um heiminn og var ég nýskriðin á tán- ingsaldur. Það er óhætt að segja að málefni er varða jafnrétti séu mín ástríða.“ Áður stafaði Hetle hjá norska rík- inu, bæði í umhverfis- og atvinnu- málaráðuneyti, en einnig starfaði hún lengi sem blaðamaður. Þegar Hetle hóf störf hjá Sam- einuðu þjóðunum vann hún hjá UNFPA, stofnun sem heldur sér- staklega utan um málefni kvenna á borð við ýmis réttindi þeirra varð- andi sjálfstæðar ákvarðanir um barneignir, fæðingarorlof og fleira. „Mér fannst það afar þýðingarmikið starf og naut þess. Ég færði mig síðan yfir til UN Women og það gladdi mig að geta sameinað krefj- andi vinnuumhverfi og þau málefni sem eru mér svo kær og sem ég virkilega trúi á.“ Sögurnar eru hvatning En vinnuumhverfi UN Women er ekki átakalaust. Það þarf sterk bein til að horfast í augu við ýmsar sög- ur, sumar jafnvel hrottafengnar, af konum úti í heimi sem eru beittar ofbeldi og hvers kyns misrétti á grundvelli kyns síns. Eru slíkar sög- ur orkusprauta til þess að geta tek- ist á við vandamálið og barist enn frekar fyrir breytingum? „Þetta er góð spurning, vegna þess að við viljum ekki líta á konur og stelpur sem einungis fórnarlömb, það gefur þeim neikvæða stöðu. Við vitum að konur og stelpur eru að berjast fyrir réttindum sínum víðs vegar um heiminn. Markvisst reyna þær að stuðla að breytingum fyrir sjálfar sig og aðrar konur í sömu aðstæðum og þær búa við,“ segir Hetle. „Við viljum ekki líta svo á að þessar konur séu fórnarlömb sem aðrir þurfi að bjarga. Hins vegar eru sögur um hvernig konur sjálfar hafa orðið til þess að breytingar hafi átt sér stað og hvernig konur hafa barist hver fyrir aðra, barist fyrir dætur sínar, barist fyrir nýrri löggjöf og í rauninni verið holdgerv- ingar breytinganna sjálfar.“ Við þekkjum það flest að viðbrögð okk- ar við sögum sem sýna fram á styrk fólks eru yfirleitt jákvæð. Í því felst kraftur að sjá að hægt sé að hafa áhrif og breyta ýmsu í samfélaginu. „Óréttlæti gagnvart fólki og skortur á mannréttindum er mesta hvatning okkar og innblástur til þess að halda áfram að berjast.“ Norrænar konur sterkar Ísland trónir ofarlega á lista yfir þau lönd þar sem hvað mest jafn- rétti ríkir, ásamt flestum hinum Norðurlandaríkjunum. Það þýðir ekki að toppnum sé náð. Gjarnan heyrast raddir sem kæra sig koll- ótta um baráttu femínista, að nú séu femínistar búnir að missa marks fyrir róttæka hegðun nokk- Allir hagnast á jafnrétti KRISTIN HETLE ER FRAMKVÆMDASTÝRA UN WOMEN Í NEW YORK. AÐ HENNAR MATI ER LANGT Í AÐ FULLU JAFNRÉTTI VERÐI NÁÐ Í LÖNDUM HEIMSINS EN ÞÓ HAFA GRÍÐARLEGAR FRAMFARIR ÁTT SÉR STAÐ. MIKILVÆGT ER AÐ HALDA ÁFRAM BARÁTTUNNI ÞVÍ ÖÐRUVÍSI GERIST EKKI NEITT. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is DÆMI: Þú velur lið Þýskalands. Þýskaland á leik og skorar 3 mörk. Daginn eftir færðu 15 kr. afslátt. Veldu þitt HM-lið á ob.isPIPAR\TBWA • SÍ A • 14 15 79

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.